Nýr leiðtogi og skarpari málflutningur Samfylkingunni til góðs Heimir Már Pétursson og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 18. janúar 2023 23:47 Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur segir stöðunina ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir stöðuna ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar en leiðtogabreytingar og endurskipulag málefna virðist reynast flokknum vel. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson, ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um stöðu Samfylkingarinnar rétt áður en Ólafur ætlaði sér að setjast niður og njóta leiksýningarinnar Macbeth í Borgarleikhúsinu. Því miður fyrir Samfylkinguna eru tvö ár í kosningar, Ólafur? „Já, það er engin leið að segja hvort þetta nýjabrum eða hvort þetta heldur eða eitthvað því það er alla vega er klárt að þetta er ekki mikil forspá um um næstu kosningar,“ segir Ólafur. En hver eru svona pólitísku tíðindi í þessum úrslitum ef þau yrðu nú? „Þarna er reyndar ekki marktækur munur á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en við sjáum teiknast upp svipað kort og við höfum séð í síðustu könnunum bæði hjá Gallup og Maskínu, tvo flokka sem eru á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm prósent, fjóra flokka sem eru á bilinu átta til tólf prósent og síðan þrjá flokka sem eru í kringum fimm prósenta þröskuldinn með svona fjögur til sex prósent. Þannig að þetta er þannig landslag til dæmis tveggja flokka, stjórn útilokuð eins og verið hefur.“ Hvers konar þriggja flokka stjórn yrði hægt að mynda? „Ja, það yrði meira að segja erfitt að mynda þriggja flokka stjórn. Líklegast yrði slík stjórn bæði að innihalda Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.“ Það væri náttúrulega sögulegt ef það yrði aftur að þessir tveir flokkar færu saman eftir skellinn sem sú stjórn fékk? „Já það væru tíðindi og ég held nú að það sé ekki mjög líklegt eins og staðan er núna.“ En hverju getur Samfylkingin þakkað þetta? „Það er nú væntanlega það sem hefur breyst hjá henni. Annars vegar nýr leiðtogi og hins vegar hefur verið skerpt á málflutningnum þannig að það er lögð áhersla á færri kjarnamál og það virðist ganga vel í kjósendur,“ segir Ólafur. Ólafur, þú ert að fara á sýningu á Macbeth. Það er nú heldur betur pólitískur hildarleikur. „Það er pólitískur hildarleikur þar fossar blóðið, flæðir út um allt en sem betur fer höfum við nú ekki haft þannig blóðsúthellingar í íslenskri pólitík síðan á Sturlungaöld,“ segir Ólafur kíminn. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan. Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson, ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, stjórnmálafræðing um stöðu Samfylkingarinnar rétt áður en Ólafur ætlaði sér að setjast niður og njóta leiksýningarinnar Macbeth í Borgarleikhúsinu. Því miður fyrir Samfylkinguna eru tvö ár í kosningar, Ólafur? „Já, það er engin leið að segja hvort þetta nýjabrum eða hvort þetta heldur eða eitthvað því það er alla vega er klárt að þetta er ekki mikil forspá um um næstu kosningar,“ segir Ólafur. En hver eru svona pólitísku tíðindi í þessum úrslitum ef þau yrðu nú? „Þarna er reyndar ekki marktækur munur á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki en við sjáum teiknast upp svipað kort og við höfum séð í síðustu könnunum bæði hjá Gallup og Maskínu, tvo flokka sem eru á bilinu tuttugu til tuttugu og fimm prósent, fjóra flokka sem eru á bilinu átta til tólf prósent og síðan þrjá flokka sem eru í kringum fimm prósenta þröskuldinn með svona fjögur til sex prósent. Þannig að þetta er þannig landslag til dæmis tveggja flokka, stjórn útilokuð eins og verið hefur.“ Hvers konar þriggja flokka stjórn yrði hægt að mynda? „Ja, það yrði meira að segja erfitt að mynda þriggja flokka stjórn. Líklegast yrði slík stjórn bæði að innihalda Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.“ Það væri náttúrulega sögulegt ef það yrði aftur að þessir tveir flokkar færu saman eftir skellinn sem sú stjórn fékk? „Já það væru tíðindi og ég held nú að það sé ekki mjög líklegt eins og staðan er núna.“ En hverju getur Samfylkingin þakkað þetta? „Það er nú væntanlega það sem hefur breyst hjá henni. Annars vegar nýr leiðtogi og hins vegar hefur verið skerpt á málflutningnum þannig að það er lögð áhersla á færri kjarnamál og það virðist ganga vel í kjósendur,“ segir Ólafur. Ólafur, þú ert að fara á sýningu á Macbeth. Það er nú heldur betur pólitískur hildarleikur. „Það er pólitískur hildarleikur þar fossar blóðið, flæðir út um allt en sem betur fer höfum við nú ekki haft þannig blóðsúthellingar í íslenskri pólitík síðan á Sturlungaöld,“ segir Ólafur kíminn. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.
Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira