Nýtt nafn komið á sameinaða sveitarfélagið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2023 17:43 Meirihluti taldi nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur henta betur. Vísir/Sigurjón Sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hlaut nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur á fundi bæjarstjórnar fyrr í dag. Fjórir bæjarfulltrúar kusu með nafnbreytingunni en þrír vildu halda nafninu Stykkishólmsbær. Örnefnanefnd mælti upphaflega með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Meirihluti bæjarstjórnar, H-listinn, kaus með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur en minnihlutinn, Í-listinn, taldi Stykkishólmsbær henta betur. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir í samtali við fréttastofu að hann telji nafnið endurspegla betur hið nýja sveitarfélag. Hann segir nánast engan kostnað fylgja nafnbreytingunni. „Það voru mjög gagnlegar og góðar umræður sem fóru fram um nafnið. Síðan á endanum voru rök með og á móti báðum nöfnum sem eftir stóðu. En ég held að þetta hafi síðan verið ákvörðun þessara, sem héldu sig við [Sveitarfélagið] Stykkishólmur, þá hafi vegið þyngst þetta sem snýr að dreifbýlinu og að þetta væri þá nýtt sveitarfélag með nýtt nafn - en ekki nafn eins sveitarfélags sem var lagt niður í sameiningunni.“ Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 H-listinn sagði í bókun á fundinum að bæjarfulltrúar hafi fengið ábendingar frá íbúum, og þá sérstaklega í dreifbýli, að nafnið Stykkishólmsbær væri ekki talið ná nægjanlega vel utan um umfang sveitarfélagsins. „Hefur meðal annars verið bent á að eftirliðurinn bær eigi frekar við um þéttbýli rétt eins og að sveit eigi við um dreifbýli. H-listinn telur að með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur sé betur komið til móts við þessi sjónarmið og nái jafnframt betur utan um hið sameinaða sveitarfélag. Gefur það nafn til kynna að í sveitarfélaginu sé ekki aðeins um þéttbýlt svæði að ræða heldur einnig dreifbýli,“ segir í bókun meirihlutans. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. 12. janúar 2023 10:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Örnefnanefnd mælti upphaflega með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Meirihluti bæjarstjórnar, H-listinn, kaus með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur en minnihlutinn, Í-listinn, taldi Stykkishólmsbær henta betur. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir í samtali við fréttastofu að hann telji nafnið endurspegla betur hið nýja sveitarfélag. Hann segir nánast engan kostnað fylgja nafnbreytingunni. „Það voru mjög gagnlegar og góðar umræður sem fóru fram um nafnið. Síðan á endanum voru rök með og á móti báðum nöfnum sem eftir stóðu. En ég held að þetta hafi síðan verið ákvörðun þessara, sem héldu sig við [Sveitarfélagið] Stykkishólmur, þá hafi vegið þyngst þetta sem snýr að dreifbýlinu og að þetta væri þá nýtt sveitarfélag með nýtt nafn - en ekki nafn eins sveitarfélags sem var lagt niður í sameiningunni.“ Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 H-listinn sagði í bókun á fundinum að bæjarfulltrúar hafi fengið ábendingar frá íbúum, og þá sérstaklega í dreifbýli, að nafnið Stykkishólmsbær væri ekki talið ná nægjanlega vel utan um umfang sveitarfélagsins. „Hefur meðal annars verið bent á að eftirliðurinn bær eigi frekar við um þéttbýli rétt eins og að sveit eigi við um dreifbýli. H-listinn telur að með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur sé betur komið til móts við þessi sjónarmið og nái jafnframt betur utan um hið sameinaða sveitarfélag. Gefur það nafn til kynna að í sveitarfélaginu sé ekki aðeins um þéttbýlt svæði að ræða heldur einnig dreifbýli,“ segir í bókun meirihlutans.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. 12. janúar 2023 10:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. 12. janúar 2023 10:30