Jóhann Þór: „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans“ Sæbjörn Steinke skrifar 27. janúar 2023 00:34 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm „Ég er fyrst og fremst stoltur af mínu liði, við gáfum þeim bara hörkuleik. Það er svolítið að tala svona, auðvitað er ég svekktur eftir tap. En við vorum ákveðnir að labba stoltir héðan út og ég held að við getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. „Þetta er jákvætt framhald eftir frekar slaka frammistöðu síðast, fullt af ljósum punktum og ég er þokkalega sáttur við þetta,“ sagði Jóhann Þór ennfremur. Jóhann sagði að það væri mjög augljóst hvað hefði fellt Grindvíkinga í seinni hálfleik. „Við sprungum, þeir tóku einhver sex sóknarfráköst á stuttum kafla og tvö þeirra hefði Ólafur alltaf náð ef hann hefði haft lappir í það. Hann var bara orðinn þreyttur.“ Keflavík var fljótt að komast í skotrétt í seinni hálfleik. Spilaði þreyta heimamanna þar inn í? „Nei, það var bara lína dómaranna.“ Ertu svekktur með línuna? „No comment.“ Jóhann sagði að Grindavík ætlaði sér að gera breytingar á leikmannahópi sínum fyrir gluggalok. „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans. Ég er ekki að fara að skipta um Kana. Sérðu Stjörnuna maður, þeir eru einhverjar tíu vikur að bíða eftir sakavottorði frá Þýskalandi fyrir sinn nýja leikmann út af þessum fáránlegu reglum.“ Er Jóhann ánægður með hvar liðið er statt í dag? Sigrarnir eru sjö, töpin eru sjö og liðið er í sjöunda sæti eftir fjórtán umferðir. „Já og nei. Það eru einhver ef og hefði, við hefðum getað verið búnir að vinna fleiri leiki. Við höfum tapað held ég þremur leikjum nokkuð sannfærandi. Miðað við allt og allt, róteringar á liðinu, breytingar og alls konar meiðsli og vesen er ég þokkalega sáttur þó maður vilji alltaf meira.“ Ef það kemur inn evrópskur leikmaður verða þá þeir Gaios Skordilis og Valdas Vasylius áfram hjá félaginu? „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða alla möguleika. Ég vil helst bara hafa þrjá erlenda leikmenn. Ég nenni ekki að vera pæla í því þegar ég er að skipta inn á hvort þessi þurfi að fara út af eða hinn. Við eigum eftir að setjast niður og taka ákvörðun um það.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Þetta er jákvætt framhald eftir frekar slaka frammistöðu síðast, fullt af ljósum punktum og ég er þokkalega sáttur við þetta,“ sagði Jóhann Þór ennfremur. Jóhann sagði að það væri mjög augljóst hvað hefði fellt Grindvíkinga í seinni hálfleik. „Við sprungum, þeir tóku einhver sex sóknarfráköst á stuttum kafla og tvö þeirra hefði Ólafur alltaf náð ef hann hefði haft lappir í það. Hann var bara orðinn þreyttur.“ Keflavík var fljótt að komast í skotrétt í seinni hálfleik. Spilaði þreyta heimamanna þar inn í? „Nei, það var bara lína dómaranna.“ Ertu svekktur með línuna? „No comment.“ Jóhann sagði að Grindavík ætlaði sér að gera breytingar á leikmannahópi sínum fyrir gluggalok. „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans. Ég er ekki að fara að skipta um Kana. Sérðu Stjörnuna maður, þeir eru einhverjar tíu vikur að bíða eftir sakavottorði frá Þýskalandi fyrir sinn nýja leikmann út af þessum fáránlegu reglum.“ Er Jóhann ánægður með hvar liðið er statt í dag? Sigrarnir eru sjö, töpin eru sjö og liðið er í sjöunda sæti eftir fjórtán umferðir. „Já og nei. Það eru einhver ef og hefði, við hefðum getað verið búnir að vinna fleiri leiki. Við höfum tapað held ég þremur leikjum nokkuð sannfærandi. Miðað við allt og allt, róteringar á liðinu, breytingar og alls konar meiðsli og vesen er ég þokkalega sáttur þó maður vilji alltaf meira.“ Ef það kemur inn evrópskur leikmaður verða þá þeir Gaios Skordilis og Valdas Vasylius áfram hjá félaginu? „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða alla möguleika. Ég vil helst bara hafa þrjá erlenda leikmenn. Ég nenni ekki að vera pæla í því þegar ég er að skipta inn á hvort þessi þurfi að fara út af eða hinn. Við eigum eftir að setjast niður og taka ákvörðun um það.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00