Heimildin óumdeild og ekki háð samþykki deiluaðila Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2023 06:34 Ásmundur segir heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu óumdeilda. „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin.“ Þetta segir Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari og fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands við Morgunblaðið, um þá ákvörðun Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ásmundur gagnrýnir ályktun ASÍ um miðlunartillöguna, þar sem sagði meðal annars að ríkissáttasemjari ætti ekki að leggja fram miðlunartillögu nema hún hefði að minnsta kosti „þegjandi samþykki“ beggja aðila. Þetta sé hvergi að finna í lögum. „Það er ekkert nýtt í því að lögð sé fram miðlunartillaga, bara ekkert,“ segir Ásmundur. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur sagði á Sprengisandi í gær að á síðustu 40 árum hefðu verið lagðar fram 30 miðlunartillögur en þriðjungur þeirra hefði verið felldur. Ásmundur lagði eina slíka fram á sínum tíma, sem var felld með 90 prósent atkvæða, en hann segir hana hafa lagt grunn að áframhaldandi viðræðum sem enduðu með samningi. „Það hafa verið samþykktar ályktanir og gefnar út yfirlýsingar um það að sáttasemjari hafi ekki lagalegt umboð til að koma með miðlunartillögu. Ég verð í rauninni að lýsa undrun minni á því. Staðreyndin er að sáttasemjari hefur þessa heimild samkvæmt lögum og það fer eftir hans mati á stöðu deilunnar hvort hann telur rétt að leggja fram miðlunartillögu eða ekki. Það er engin krafa um það að aðilarnir séu sammála honum,“ segir Ásmundur. Héraðsdómur Reykjavíkur mun úrskurða um það í dag hvort Eflingu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagalista sinn svo hægt sé að gang til atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Hún felur í sér sama skammtímasamning til handa Eflingarfélögum og gerður var við Starfsgreinasambandið. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta segir Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari og fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands við Morgunblaðið, um þá ákvörðun Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ásmundur gagnrýnir ályktun ASÍ um miðlunartillöguna, þar sem sagði meðal annars að ríkissáttasemjari ætti ekki að leggja fram miðlunartillögu nema hún hefði að minnsta kosti „þegjandi samþykki“ beggja aðila. Þetta sé hvergi að finna í lögum. „Það er ekkert nýtt í því að lögð sé fram miðlunartillaga, bara ekkert,“ segir Ásmundur. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur sagði á Sprengisandi í gær að á síðustu 40 árum hefðu verið lagðar fram 30 miðlunartillögur en þriðjungur þeirra hefði verið felldur. Ásmundur lagði eina slíka fram á sínum tíma, sem var felld með 90 prósent atkvæða, en hann segir hana hafa lagt grunn að áframhaldandi viðræðum sem enduðu með samningi. „Það hafa verið samþykktar ályktanir og gefnar út yfirlýsingar um það að sáttasemjari hafi ekki lagalegt umboð til að koma með miðlunartillögu. Ég verð í rauninni að lýsa undrun minni á því. Staðreyndin er að sáttasemjari hefur þessa heimild samkvæmt lögum og það fer eftir hans mati á stöðu deilunnar hvort hann telur rétt að leggja fram miðlunartillögu eða ekki. Það er engin krafa um það að aðilarnir séu sammála honum,“ segir Ásmundur. Héraðsdómur Reykjavíkur mun úrskurða um það í dag hvort Eflingu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagalista sinn svo hægt sé að gang til atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Hún felur í sér sama skammtímasamning til handa Eflingarfélögum og gerður var við Starfsgreinasambandið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira