Hvað eiga handklæði og skrásetningargjöld sameiginlegt? Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir skrifar 2. febrúar 2023 12:00 Það er okkur Íslendingum mikilvægt að varðveita íslenska tungu. Við erum iðin við að búa til nýyrði, iðin við að leiðrétta þágufallssýki þó þörfin á því sé ekki endilega mikil. Við erum líka iðin við að nota orð sem lýsa nákvæmlega því sem fólk myndi einmitt halda að þau þýði. Þar má nefna orð eins og ostaskeri, rúðupiss og svitalyktareyðir. Svo eigum við líka orð sem gefa þeim sem ekki eru íslenskumælandi litla vísbendingu um hvað þau þýða eins og til dæmis orðin lampi, rúntur eða bolli. En svo er líka flokkur orða sem við myndum eflaust halda að merki eitt en þýða í raun annað. Þar má nefna orð eins og til dæmis handklæði sem er svo sannarlega ekki orð með svipaða merkingu og orðið hanski eða vettlingur. En svo er það mitt uppáhalds orð: skrásetningargjald. Skrásetningargjald er orð sem ég gerði ráð fyrir að merkti að ef ég myndi, sem dæmi, skrá mig á námskeið sem kostar að þá þyrfti ég hugsanleg að borga einskonar staðfestingargjald. Skrásetningargjaldið færi þá í að greiða fyrir vinnuna sem það kostar að skrá mig á námskeiðið og væri eitthvað smotterí. Hljómar einfalt, en er því miður ekki merking orðsins þegar nemendur skrá sig í nám við Háskóla Íslands. Skrásetningargjaldið siglir nefnilega undir fölsku flaggi í opinberum háskólum hér á landi, það er notað í hitt og þetta sem á alls ekkert skylt við skrásetningu. Röskvuliðar í Stúdentaráði og háskólaráði hafa margbent á þetta og telja að með þessu sé verið að rukka stúdenta meira en það sem lög um opinbera háskóla heimila að skrásetningargjaldið sé notað í. Skrásetningargjöld Háskóla Íslands fela í sér leynd skólagjöld sem ekki er heimild í lögum til að innheimta og þau skerða jafnrétti til náms. Það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum á Norðurlöndunum. Helsta undantekningin er Noregur þar sem nemendur greiða gjöld á bilinu 4.100 – 22.000 krónur, samkvæmt landssamtökum stúdenta í Noregi. Stúdentar við Háskóla Íslands greiða 75.000 krónur á ári sem er rúmlega þrefalt meira en í sambærilegum opinberum háskólum í Noregi, eða 340% meira. Þessi háu skrásetningargjöld hér á landi eru ein birtingarmynd undirfjármagnaðs háskólastigs. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil og þarf því að hluta til að reiða sig á fjármagn úr vösum stúdenta. Á dögunum bárust fréttir af því að allt að milljarð vanti upp á til þess Háskóli Íslands nái endum saman fyrir komandi ár. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða sem leiða til lakari gæða náms og hefta aðgengi til þess hreinlega að stunda nám. Ein af aðgerðunum sem lögð hefur verið til er nefnilega að hækka þetta svokalla skrásetningargjald úr 75.000 krónum upp í 95.000 krónur. Hér er um að ræða örvæntingarfulla tilraun háskólayfirvalda til þess að loka þessu risa gati í fjárhagsáætluninni sem þau standa frammi fyrir. Það er sorglegt að þetta sé staðan á sama tíma og ráðherra háskólamála boðar stórsókn í menntun. Röskva leggst alfarið gegn hækkun skrásetningargjaldanna og munu Röskvuliðar halda áfram að beita sér markvisst fyrir lækkun eða afnámi gjaldsins líkt og undanfarin ár. Skrásetningargjöldin skerða aðgengi að námi og það er ótækt að jafn íþyngjandi gjöld og þessi eigi að hækka alltaf þegar að upp á vantar í rekstur háskólans. Orðið handklæði mun aldrei verða að vettling, en skrásetningargjald í Háskóla Íslands á að þýða það sem orðið gefur til kynna. Við krefjumst þess að brugðist sé tafarlaust við, fallið verði frá niðurskurðarkröfu og fjárframlög stóraukin til Háskóla Íslands. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er varaforseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Það er okkur Íslendingum mikilvægt að varðveita íslenska tungu. Við erum iðin við að búa til nýyrði, iðin við að leiðrétta þágufallssýki þó þörfin á því sé ekki endilega mikil. Við erum líka iðin við að nota orð sem lýsa nákvæmlega því sem fólk myndi einmitt halda að þau þýði. Þar má nefna orð eins og ostaskeri, rúðupiss og svitalyktareyðir. Svo eigum við líka orð sem gefa þeim sem ekki eru íslenskumælandi litla vísbendingu um hvað þau þýða eins og til dæmis orðin lampi, rúntur eða bolli. En svo er líka flokkur orða sem við myndum eflaust halda að merki eitt en þýða í raun annað. Þar má nefna orð eins og til dæmis handklæði sem er svo sannarlega ekki orð með svipaða merkingu og orðið hanski eða vettlingur. En svo er það mitt uppáhalds orð: skrásetningargjald. Skrásetningargjald er orð sem ég gerði ráð fyrir að merkti að ef ég myndi, sem dæmi, skrá mig á námskeið sem kostar að þá þyrfti ég hugsanleg að borga einskonar staðfestingargjald. Skrásetningargjaldið færi þá í að greiða fyrir vinnuna sem það kostar að skrá mig á námskeiðið og væri eitthvað smotterí. Hljómar einfalt, en er því miður ekki merking orðsins þegar nemendur skrá sig í nám við Háskóla Íslands. Skrásetningargjaldið siglir nefnilega undir fölsku flaggi í opinberum háskólum hér á landi, það er notað í hitt og þetta sem á alls ekkert skylt við skrásetningu. Röskvuliðar í Stúdentaráði og háskólaráði hafa margbent á þetta og telja að með þessu sé verið að rukka stúdenta meira en það sem lög um opinbera háskóla heimila að skrásetningargjaldið sé notað í. Skrásetningargjöld Háskóla Íslands fela í sér leynd skólagjöld sem ekki er heimild í lögum til að innheimta og þau skerða jafnrétti til náms. Það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum á Norðurlöndunum. Helsta undantekningin er Noregur þar sem nemendur greiða gjöld á bilinu 4.100 – 22.000 krónur, samkvæmt landssamtökum stúdenta í Noregi. Stúdentar við Háskóla Íslands greiða 75.000 krónur á ári sem er rúmlega þrefalt meira en í sambærilegum opinberum háskólum í Noregi, eða 340% meira. Þessi háu skrásetningargjöld hér á landi eru ein birtingarmynd undirfjármagnaðs háskólastigs. Háskóli Íslands hefur verið undirfjármagnaður um árabil og þarf því að hluta til að reiða sig á fjármagn úr vösum stúdenta. Á dögunum bárust fréttir af því að allt að milljarð vanti upp á til þess Háskóli Íslands nái endum saman fyrir komandi ár. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða sem leiða til lakari gæða náms og hefta aðgengi til þess hreinlega að stunda nám. Ein af aðgerðunum sem lögð hefur verið til er nefnilega að hækka þetta svokalla skrásetningargjald úr 75.000 krónum upp í 95.000 krónur. Hér er um að ræða örvæntingarfulla tilraun háskólayfirvalda til þess að loka þessu risa gati í fjárhagsáætluninni sem þau standa frammi fyrir. Það er sorglegt að þetta sé staðan á sama tíma og ráðherra háskólamála boðar stórsókn í menntun. Röskva leggst alfarið gegn hækkun skrásetningargjaldanna og munu Röskvuliðar halda áfram að beita sér markvisst fyrir lækkun eða afnámi gjaldsins líkt og undanfarin ár. Skrásetningargjöldin skerða aðgengi að námi og það er ótækt að jafn íþyngjandi gjöld og þessi eigi að hækka alltaf þegar að upp á vantar í rekstur háskólans. Orðið handklæði mun aldrei verða að vettling, en skrásetningargjald í Háskóla Íslands á að þýða það sem orðið gefur til kynna. Við krefjumst þess að brugðist sé tafarlaust við, fallið verði frá niðurskurðarkröfu og fjárframlög stóraukin til Háskóla Íslands. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er varaforseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun