Lífið samstarf

Leita að nýju hæfileikafólki

SS
þórdís2

Leit hafin að nýju hæfileikafólki

Skúrinn eru nýjir þættir sem fljótlega hefja göngu sína hér á Vísi. Í þáttunum, sem verða í umsjón Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur, er leitað að besta popplaginu ásamt nýrri útgáfu af SS pylsu-laginu góðkunna. Fimm atriði verða valin úr innsendum tillögum til að keppa um hylli dómnefndar og áhorfenda í þáttunum, þar sem við munum skyggnast á bak við tjöldin til að kynnast listafólkinu, eða hljómsveitunum, og heyra framlög þeirra keppnina.

SS leitar að nýrri útgáfu af SS pylsu-laginu góðkunna

„Það virðist vera mikið framboð af snillingum í öllum hornum tónlistargeirans og okkur langaði að taka þátt í verkefni sem gæfi þessu fólki tækifæri til að láta ljós sitt skína, drægi upp á yfirborðið nýtt hæfileikafólk,“ segir Hafþór Úlfarsson, deildarstjóri markaðsdeildar SS, aðspurður um hugmyndina að baki þáttunum. „SS pylsu-lagið er löngu orðið klassískt og það verður gaman að heyra nýjar og ferskar útgáfur af því, auk þess sem ég hlakka mikið til að heyra frumsömdu lögin og kynnast fólkinu á bak við þau,“ bætir Hafþór við.

Það er til mikils að vinna því fólkið á bak við bestu útgáfu SS pylsulagsins hlýtur að launum tvær milljónir króna, annað sætið hlýtur eina milljón og þriðja sætið fimm hundruð þúsund. Til viðbótar hljóta höfundar besta frumsamda lagsins eina milljón króna. 

Klippa: SS Skúrinn

Við hvetjum öll sem hafa áhuga á að vera með til að senda demó af frumsömdu lagi og skemmtilega útgáfu af SS pylsu-laginu, ásamt upplýsingum um það listafólk sem að verkinu kemur, á [email protected] fyrir 1. mars.

 Nánari upplýsingar má finna á ss.is/skurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.