Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2023 11:59 Þröstur Helgason Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1 næstu mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar til fundar Þrastar með starfsmönnum rásarinnar í morgun. Þröstur hefur gegnt dagskrárstjórn á Rás 1 í nærri níu ár, eða frá 1. apríl 2014. Fram kom á Vísi árið 2018 að vinnusálfræðingur hefði verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Þá var nýlokið könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar var ánægja ríkjandi. Þó kom í ljós óánægja meðal starfsmanna á Rás 1 en þar voru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir ræddi við nokkra starfsmenn á RÚV á þeim tíma sem lýstu þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum til að fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir töldu vandann aðeins snúa að Þresti. Hann þætti ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum. Þröstur er með BA-gráðu í íslensku og meistaragráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Þá varð hann doktor í almennri bókmenntafræði við íslensku- og menningardeild HÍ vorið 2015. Ritgerð hans nefndist Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi. Lítil tímarit, landfræði, menningarsaga. Þröstur var ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins um átta ára skeið og hefur starfað sem stundakennari, þáttagerðarmaður og bókmenntagagnrýnandi. Ekki náðist í Þröst við vinnslu fréttarinnar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:52. Í fyrri útgáfu var haft eftir Heimildinni að Þröstur hefði vísað til þess að mat starfsmanna hefði haft áhrif á ákvörðun hans. Þetta hefur verið leiðrétt í frétt Heimildarinnar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þröstur hefur gegnt dagskrárstjórn á Rás 1 í nærri níu ár, eða frá 1. apríl 2014. Fram kom á Vísi árið 2018 að vinnusálfræðingur hefði verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Þá var nýlokið könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar var ánægja ríkjandi. Þó kom í ljós óánægja meðal starfsmanna á Rás 1 en þar voru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir ræddi við nokkra starfsmenn á RÚV á þeim tíma sem lýstu þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum til að fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir töldu vandann aðeins snúa að Þresti. Hann þætti ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum. Þröstur er með BA-gráðu í íslensku og meistaragráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Þá varð hann doktor í almennri bókmenntafræði við íslensku- og menningardeild HÍ vorið 2015. Ritgerð hans nefndist Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi. Lítil tímarit, landfræði, menningarsaga. Þröstur var ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins um átta ára skeið og hefur starfað sem stundakennari, þáttagerðarmaður og bókmenntagagnrýnandi. Ekki náðist í Þröst við vinnslu fréttarinnar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:52. Í fyrri útgáfu var haft eftir Heimildinni að Þröstur hefði vísað til þess að mat starfsmanna hefði haft áhrif á ákvörðun hans. Þetta hefur verið leiðrétt í frétt Heimildarinnar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira