Flugvélin verði ekki seld nema önnur taki við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 3. febrúar 2023 14:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sér ekki fyrir sér að TF-SIF verði seld nema búið sé að ákveða hvað taki við. Vísir/Arnar Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tilkynnti í vikunni að ekki væru til fjármunir fyrir rekstri flugvélarinnar og því ætti að hætta rekstri hennar. Áformin hafa verið harðlega gagnrýnd úr ýmsum áttum og segir forsætisráðherra að skoða þurfi málið aftur. „Þetta mál var kynnt í ríkisstjórn í janúar. Ég var ekki á þeim fundi en ég tel fulla ástæðu til þess í ljósi þess viðbragðs sem við höfum heyrt, bæði frá Landhelgisgæslunni, almannavörnum og ýmsum aðilum úti í samfélaginu, sem þurfa á þjónustu þessarar flugvélar að halda, alveg einsýnt að það þarf að fara yfir þessa ákvörðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Vélin fari ekki nema annað taki við Hún bendir á að ekki sé hægt að selja flugvélina nema meirihluti þingmanna samþykki söluna. „Við munum ræða þetta á vettvangi Þjóðaröryggisráðs út frá þeim sjónarmiðum sem hafa komið fram gagnvart okkar skuldbindingum í alþjóðlegu samstarfi og líka gagnvart almannavarnarsjónarmiðum. Augljóslega þarf bara að fara mjög vel yfir þetta mál.“ Hún sjái ekki fyrir sér að salan verði að veruleika nema ákvörðun liggi fyrir um framhaldið. „Ég sé ekki fyrir mér að það sé hægt að taka þessa ákvörðun nema fyrir liggi hvað eigi að taka við. Við vitum það að þegar þessi vél kom á sínum tíma var það langur aðdragandi í að fá hana til landsins. Augljóslega má ekki verða neitt rof í þeim efnum,“ segir Katrín. „Ég held að þessi ákvörðun þurfi einfaldlega miklu betri skoðunar við. Það er ekki hægt að ráðast í að selja þessa vél án þess að það sé búið að fara yfir öll þessi sjónarmið. Það verður gert.“ Hún segir koma til greina að þessi tiltekna vél verði seld ef önnur komi í staðin. „Við vitum það sem þekkjum þessa sögu að það tók langan tíma síðast. Þetta snýst um það að tryggja að ekkert rof verði á þessari viðbúnaðargetu Landhelgisgæslunnar, það er ekki í boði.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30 Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00 Formaður fjárlaganefndar boðar til aukafundar vegna TF-SIF Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins 2. febrúar 2023 19:20 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tilkynnti í vikunni að ekki væru til fjármunir fyrir rekstri flugvélarinnar og því ætti að hætta rekstri hennar. Áformin hafa verið harðlega gagnrýnd úr ýmsum áttum og segir forsætisráðherra að skoða þurfi málið aftur. „Þetta mál var kynnt í ríkisstjórn í janúar. Ég var ekki á þeim fundi en ég tel fulla ástæðu til þess í ljósi þess viðbragðs sem við höfum heyrt, bæði frá Landhelgisgæslunni, almannavörnum og ýmsum aðilum úti í samfélaginu, sem þurfa á þjónustu þessarar flugvélar að halda, alveg einsýnt að það þarf að fara yfir þessa ákvörðun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Vélin fari ekki nema annað taki við Hún bendir á að ekki sé hægt að selja flugvélina nema meirihluti þingmanna samþykki söluna. „Við munum ræða þetta á vettvangi Þjóðaröryggisráðs út frá þeim sjónarmiðum sem hafa komið fram gagnvart okkar skuldbindingum í alþjóðlegu samstarfi og líka gagnvart almannavarnarsjónarmiðum. Augljóslega þarf bara að fara mjög vel yfir þetta mál.“ Hún sjái ekki fyrir sér að salan verði að veruleika nema ákvörðun liggi fyrir um framhaldið. „Ég sé ekki fyrir mér að það sé hægt að taka þessa ákvörðun nema fyrir liggi hvað eigi að taka við. Við vitum það að þegar þessi vél kom á sínum tíma var það langur aðdragandi í að fá hana til landsins. Augljóslega má ekki verða neitt rof í þeim efnum,“ segir Katrín. „Ég held að þessi ákvörðun þurfi einfaldlega miklu betri skoðunar við. Það er ekki hægt að ráðast í að selja þessa vél án þess að það sé búið að fara yfir öll þessi sjónarmið. Það verður gert.“ Hún segir koma til greina að þessi tiltekna vél verði seld ef önnur komi í staðin. „Við vitum það sem þekkjum þessa sögu að það tók langan tíma síðast. Þetta snýst um það að tryggja að ekkert rof verði á þessari viðbúnaðargetu Landhelgisgæslunnar, það er ekki í boði.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir „Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30 Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00 Formaður fjárlaganefndar boðar til aukafundar vegna TF-SIF Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins 2. febrúar 2023 19:20 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Það er til nóg af flugvélum í landinu“ Atburðarásin sem fór af stað þegar greint var frá áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið áhugaverð, vægast sagt. Enda gerist það ekki oft, fáeinum vikum eftir samþykkt fjárlaga, að ráðherra tilkynnir einhliða um aðgerð í sparnaðarskyni sem dregur úr öryggi allra landsmanna. 3. febrúar 2023 13:30
Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3. febrúar 2023 11:00
Formaður fjárlaganefndar boðar til aukafundar vegna TF-SIF Þingmenn fordæma vinnubrögð dómsmálaráðherra við ákvörðun um sölu á flugvél Landhelgisgæslunnar og segja hana mikilvæga vegna þjóðaröryggis. Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd um málið á morgun. Ýmsir sem tengjast viðbrögðum við náttúruvá og annarri hættu undrast einnig að selja eigi þessa fullkomnustu leitar og björgunarflugvél landsins 2. febrúar 2023 19:20