„Rosalega frústrerandi“ að trúa því að maður geti betur Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 09:01 Kolbeinn Höður Gunnarsson er fljótasti maður landsins í dag. vísir/Sigurjón Kolbeinn Höður Gunnarsson er fljótasti maður landsins en hann hefur á skömmum tíma slegið Íslandsmetin í 60 og 200 metra hlaupi innanhúss. Hann segist nú vera að sýna nokkuð sem hann vissi lengi að hann gæti. Kolbeinn vakti fyrst athygli fyrir um áratug þegar þessi 27 ára Akureyringur fór að setja sín fyrstu Íslandsmet, í 200 og 400 metra hlaupum. Hann hefur síðan æft og keppt fyrir FH síðustu ár, og einnig Memphis-háskólann þegar hann bjó í Bandaríkjunum, og er eins og fyrr segir orðinn fljótasti maður landsins. Kolbeinn sló nefnilega 30 ára gamalt Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á Nike-mótaröðinni í Kaplakrika í janúar, með því að hlaupa á 6,68 sekúndum, og svo eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum um helgina þegar hann hljóp á 21,03. Gamla metið hans var 21,21 sekúndur. „Alltaf fundið það innst inni að ég væri betri“ „Upplifunin er þannig og ég hef alltaf fundið það innst inni að ég væri betri en það sem ég hef verið að sýna síðustu ár. Það getur verið rosalega frústrerandi að trúa því upp á sjálfan sig að maður eigi að vera á betri stað en maður er. En loksins er maður að sýna fram á það að maður sé á þessum stað sem maður trúði alltaf á,“ sagði Kolbeinn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Þar kom fram að þrátt fyrir að Kolbeinn væri fljótasti maður landsins nyti hann engra sérstakra styrkja úr Afrekssjóði. „Það mætti vera mun betur staðið að þessu. Mín persónulega skoðun er að það ætti að aðstoða fólk við að komast á þetta „level“. Ekki bíða eftir því að það vinni sig þangað sjálft og fara síðan að henda í það peningum. En ég er svo sem ekki við stjórnvölinn og hef ekkert um það að segja. En vonandi með komu Vésteins [Hafsteinssonar, nýráðins afreksstjóra ÍSÍ] til landsins þá breytist þetta, og breytist vonandi fljótt því ég á ekki mikið eftir í þessu,“ sagði Kolbeinn hlæjandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Kolbeinn vakti fyrst athygli fyrir um áratug þegar þessi 27 ára Akureyringur fór að setja sín fyrstu Íslandsmet, í 200 og 400 metra hlaupum. Hann hefur síðan æft og keppt fyrir FH síðustu ár, og einnig Memphis-háskólann þegar hann bjó í Bandaríkjunum, og er eins og fyrr segir orðinn fljótasti maður landsins. Kolbeinn sló nefnilega 30 ára gamalt Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á Nike-mótaröðinni í Kaplakrika í janúar, með því að hlaupa á 6,68 sekúndum, og svo eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum um helgina þegar hann hljóp á 21,03. Gamla metið hans var 21,21 sekúndur. „Alltaf fundið það innst inni að ég væri betri“ „Upplifunin er þannig og ég hef alltaf fundið það innst inni að ég væri betri en það sem ég hef verið að sýna síðustu ár. Það getur verið rosalega frústrerandi að trúa því upp á sjálfan sig að maður eigi að vera á betri stað en maður er. En loksins er maður að sýna fram á það að maður sé á þessum stað sem maður trúði alltaf á,“ sagði Kolbeinn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Þar kom fram að þrátt fyrir að Kolbeinn væri fljótasti maður landsins nyti hann engra sérstakra styrkja úr Afrekssjóði. „Það mætti vera mun betur staðið að þessu. Mín persónulega skoðun er að það ætti að aðstoða fólk við að komast á þetta „level“. Ekki bíða eftir því að það vinni sig þangað sjálft og fara síðan að henda í það peningum. En ég er svo sem ekki við stjórnvölinn og hef ekkert um það að segja. En vonandi með komu Vésteins [Hafsteinssonar, nýráðins afreksstjóra ÍSÍ] til landsins þá breytist þetta, og breytist vonandi fljótt því ég á ekki mikið eftir í þessu,“ sagði Kolbeinn hlæjandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira