Fimmta meðferðin varð til þess að stóri draumurinn rættist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2023 12:36 Dóra stendur á tímamótum og fagnar áfanganum. Dóra Jó Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri og leikari, segist vita það fyrir víst að hafði hún ekki hafið sína fimmtu meðferð fyrir þremur árum hefði draumur hennar um að leikstýra Skaupinu einn daginn aldrei orðið að veruleika. Dóra fagnar þremur árum edrú í dag. „Þvílíkt ferðalag! Það óskar sér enginn að vera með fíknisjúkdóm og fyrir 3 árum var ég á mjög slæmum stað, orðin mjög veik. Vinkona mín Dóra Einarsdóttir minnti mig nýlega á að á þessum degi fyrir 3 árum sagði ég henni buguð og brotin á leið í fimmtu meðferðina að mig dreymdi um að leikstýra Skaupinu einn daginn,“ segir Dóra. „Ég veit það fyrir víst að ég hefði aldrei getað uppfyllt þann draum ef ég hefði ekki náð að verða edrú.“ Dóra segist í bata í dag og deilir með fylgjendum sínum á Facebook hvað hafi hjálpað henni í baráttunni. Nefnir hún tólf spora samtök með ókeypis og stórkostleg prógrömm fyrir þá sem glíma við fíkn eða meðvirkni. „SÁÁ, Vogur og Vík gerðu mikið fyrir mig og loks meðferðin í Svíþjóð, sem er því miður búið að loka. Eftir það fór ég í endurhæfingu sem var mér nauðsynlegt enda skilur neysla mann eftir með mjög laskað taugakerfi.“ Þá segist hún hafa eytt fúlgum fjár í sálfræðiþjónustu sem hún viti að sé ekki á allra færi. En það sé nauðsynlegt fyrir hana að vinna sig úr áföllum. „Í dag sé ég skýr tengsl milli áfallastreitu, meðvirkni, athyglisbrests og fíknisjúkdóma. Lykillinn að bata mínum í dag er að fylgja innsæinu, biðja um hjálp, hlusta á þarfir mínar, vera með skýr mörk og sjálfsvirði sem ég set ekki í hendur annarra og nærandi tenging við annað fólk.“ Dóra vonast til að geta haldið áfram að vaxa og þroskast til að geta verið til staðar fyrir aðra. „Ég finn fyrir gríðarlegu þakklæti og hlakka til að halda áfram að vera edrú og fá að upplifa skýrt þetta fáránlega fyndna, fallega og sorglega ferðalag sem lífið er.“ SÁÁ Áfengi og tóbak Áramótaskaupið Fíkn Tengdar fréttir „Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. 1. janúar 2023 12:53 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
„Þvílíkt ferðalag! Það óskar sér enginn að vera með fíknisjúkdóm og fyrir 3 árum var ég á mjög slæmum stað, orðin mjög veik. Vinkona mín Dóra Einarsdóttir minnti mig nýlega á að á þessum degi fyrir 3 árum sagði ég henni buguð og brotin á leið í fimmtu meðferðina að mig dreymdi um að leikstýra Skaupinu einn daginn,“ segir Dóra. „Ég veit það fyrir víst að ég hefði aldrei getað uppfyllt þann draum ef ég hefði ekki náð að verða edrú.“ Dóra segist í bata í dag og deilir með fylgjendum sínum á Facebook hvað hafi hjálpað henni í baráttunni. Nefnir hún tólf spora samtök með ókeypis og stórkostleg prógrömm fyrir þá sem glíma við fíkn eða meðvirkni. „SÁÁ, Vogur og Vík gerðu mikið fyrir mig og loks meðferðin í Svíþjóð, sem er því miður búið að loka. Eftir það fór ég í endurhæfingu sem var mér nauðsynlegt enda skilur neysla mann eftir með mjög laskað taugakerfi.“ Þá segist hún hafa eytt fúlgum fjár í sálfræðiþjónustu sem hún viti að sé ekki á allra færi. En það sé nauðsynlegt fyrir hana að vinna sig úr áföllum. „Í dag sé ég skýr tengsl milli áfallastreitu, meðvirkni, athyglisbrests og fíknisjúkdóma. Lykillinn að bata mínum í dag er að fylgja innsæinu, biðja um hjálp, hlusta á þarfir mínar, vera með skýr mörk og sjálfsvirði sem ég set ekki í hendur annarra og nærandi tenging við annað fólk.“ Dóra vonast til að geta haldið áfram að vaxa og þroskast til að geta verið til staðar fyrir aðra. „Ég finn fyrir gríðarlegu þakklæti og hlakka til að halda áfram að vera edrú og fá að upplifa skýrt þetta fáránlega fyndna, fallega og sorglega ferðalag sem lífið er.“
SÁÁ Áfengi og tóbak Áramótaskaupið Fíkn Tengdar fréttir „Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. 1. janúar 2023 12:53 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
„Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. 1. janúar 2023 12:53
„Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11