Fellur frá aðfararbeiðni eftir fund með lögmanni Eflingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2023 16:55 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari stendur í ströngu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari hefur fallið frá aðfararbeiðni sinni til sýslumanns um að fá kjörskrá félagsmanna Eflingar afhenta. Þetta er niðurstaðan eftir fund lögmanns Eflingar með sáttasemjara síðdegis í dag. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð úr héraði um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Bæði sáttasemjari og Efling munu afla Landsrétti gagna svo hratt sem auðið er og óska eftir að deila þeirra fái flýtimeðferð fyrir réttinum. Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshóteli hófst á hádegi í gær. Efling og Íslandshótel hafa tekist á við hótelin í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sakar Íslandshótel um að verkfallsbrot. Á sama tíma sakar Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela liðsmenn Eflingar um hótanir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á mánudag að miðlunartillaga sáttasemjara væri lögleg. Eflingu væri skylt að afhenda sáttasemjara kjörskrá til þess að hann gæti látið atkvæðagreiðslu fara fram meðal félagsmanna Eflingar. Efling neitaði að afhenda og vísaði til þess að vilja bíða niðurstöðu æðri dómstóls. Í framhaldinu sagði Sólveig Anna að kjörskráin væri ekki til. Sáttasemjari sagðist neyddur sem embættismaður til að óska liðsinnis sýslumanns að sækja kröfugerðina. Nú er sú fyrirætlan úr sögunni eftir fund Aðalsteins með Daníel Isebarn Ágústssyni, lögmanni Eflingar. Á mánudag féll dómur í Félagsdómi þess efnis að verkfall Eflingar, sem hófst í hádeginu í gær, væri löglegt. Í gærkvöldi samþykktu svo félagsmenn Eflingar sem starfa á átta hótelum og við akstur hjá Samskipum og olíufélögum að fara í verkfall. Það hefst að óbreyttu miðvikudaginn 15. febrúar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8. febrúar 2023 14:53 „Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“ Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg. 8. febrúar 2023 12:02 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Bæði sáttasemjari og Efling munu afla Landsrétti gagna svo hratt sem auðið er og óska eftir að deila þeirra fái flýtimeðferð fyrir réttinum. Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshóteli hófst á hádegi í gær. Efling og Íslandshótel hafa tekist á við hótelin í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sakar Íslandshótel um að verkfallsbrot. Á sama tíma sakar Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela liðsmenn Eflingar um hótanir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á mánudag að miðlunartillaga sáttasemjara væri lögleg. Eflingu væri skylt að afhenda sáttasemjara kjörskrá til þess að hann gæti látið atkvæðagreiðslu fara fram meðal félagsmanna Eflingar. Efling neitaði að afhenda og vísaði til þess að vilja bíða niðurstöðu æðri dómstóls. Í framhaldinu sagði Sólveig Anna að kjörskráin væri ekki til. Sáttasemjari sagðist neyddur sem embættismaður til að óska liðsinnis sýslumanns að sækja kröfugerðina. Nú er sú fyrirætlan úr sögunni eftir fund Aðalsteins með Daníel Isebarn Ágústssyni, lögmanni Eflingar. Á mánudag féll dómur í Félagsdómi þess efnis að verkfall Eflingar, sem hófst í hádeginu í gær, væri löglegt. Í gærkvöldi samþykktu svo félagsmenn Eflingar sem starfa á átta hótelum og við akstur hjá Samskipum og olíufélögum að fara í verkfall. Það hefst að óbreyttu miðvikudaginn 15. febrúar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8. febrúar 2023 14:53 „Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“ Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg. 8. febrúar 2023 12:02 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00
Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8. febrúar 2023 14:53
„Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“ Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg. 8. febrúar 2023 12:02