Þýski handboltinn: Gísli Þorgeir frábær og sigur hjá Arnóri Þór í Íslendingaslag Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 16:45 Gísli Þorgeir átti frábæran leik fyrir Magdeburg í dag. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson var allt í öllu í sóknarleik Magdeburg þegar liðið vann góðan sigur á Lemgo í þýska handboltanum. Þá voru þrír Íslendingar í eldlínunni í sannkölluðum Íslendingaslag. Magdeburg er í harðri baráttu við topp þýsku úrvalsdeildarinnar og héldu í dag til Lemgo og mættu þar heimamönnum sem eru í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn í dag var jafn til að byrja með en í stöðunni 12-9 fyrir Magdeburg náðu gestirnir 7-1 áhlaupi og komust í góða forystu. Staðan í hálfleik var 21-15 fyrir gestina frá Magdeburg. Þann mun náðu heimamenn aldrei að brúa. Þeir minnkuðu muninn mest niður í tvö mörk en komust ekki nær og Magdeburg fagnaði að lokum 34-28 sigri. Gísli Þorgeir átti frábæran leik í dag. Hann var markahæstur hjá Magdeburg með átta mörk auk þess að gefa fjórar stoðsendingar. Spenna í Íslendingaslag Bergischer, lið Arnórs Þórs Gunnarssonar tók á móti Melsungen á heimavelli í dag en með Melsungen leika landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson. Leikurinn var jafn lengst af í fyrri hálfleik en Bergischer skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og leiddi að honum loknum 13-10. Elvar Örn var öflugur í tapi Melsungen gegn Bergischer.Vísir/Vilhelm Bergischer hélt frumkvæðinu í síðari hálfleik. Munurinn var oftast nær 2-3 mörk en heimamenn náðu mest fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Þá skoraði Melsungen fjögur mörk í röð og munurinn skyndilega orðinn eitt mark. Þeir komust hins vegar ekki nær. Bergischer vann að lokum eins marks sigur, lokatölur 28-27. Arnór Þór skoraði eitt mark fyrir Bergischer líkt og Arnar Freyr gerði fyrir Melsungen. Elvar Örn Jónsson skoraði hins vegar fimm mörk fyrir gestina auk þess að gefa eina stoðsendingu. Teitur Örn Einarsson kom lítið við sögu í góðum endurkomusigri Flensburg gegn Stuttgart. Heimamenn í Stuttgart komust mest fimm mörkum yfir í síðari hálfleiknum en Flensburg skoraði þrettán mörk gegn sex síðustu tuttugu mínúturnar og fögnuðu 32-30 sigri. Þýski handboltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Magdeburg er í harðri baráttu við topp þýsku úrvalsdeildarinnar og héldu í dag til Lemgo og mættu þar heimamönnum sem eru í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn í dag var jafn til að byrja með en í stöðunni 12-9 fyrir Magdeburg náðu gestirnir 7-1 áhlaupi og komust í góða forystu. Staðan í hálfleik var 21-15 fyrir gestina frá Magdeburg. Þann mun náðu heimamenn aldrei að brúa. Þeir minnkuðu muninn mest niður í tvö mörk en komust ekki nær og Magdeburg fagnaði að lokum 34-28 sigri. Gísli Þorgeir átti frábæran leik í dag. Hann var markahæstur hjá Magdeburg með átta mörk auk þess að gefa fjórar stoðsendingar. Spenna í Íslendingaslag Bergischer, lið Arnórs Þórs Gunnarssonar tók á móti Melsungen á heimavelli í dag en með Melsungen leika landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson. Leikurinn var jafn lengst af í fyrri hálfleik en Bergischer skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og leiddi að honum loknum 13-10. Elvar Örn var öflugur í tapi Melsungen gegn Bergischer.Vísir/Vilhelm Bergischer hélt frumkvæðinu í síðari hálfleik. Munurinn var oftast nær 2-3 mörk en heimamenn náðu mest fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Þá skoraði Melsungen fjögur mörk í röð og munurinn skyndilega orðinn eitt mark. Þeir komust hins vegar ekki nær. Bergischer vann að lokum eins marks sigur, lokatölur 28-27. Arnór Þór skoraði eitt mark fyrir Bergischer líkt og Arnar Freyr gerði fyrir Melsungen. Elvar Örn Jónsson skoraði hins vegar fimm mörk fyrir gestina auk þess að gefa eina stoðsendingu. Teitur Örn Einarsson kom lítið við sögu í góðum endurkomusigri Flensburg gegn Stuttgart. Heimamenn í Stuttgart komust mest fimm mörkum yfir í síðari hálfleiknum en Flensburg skoraði þrettán mörk gegn sex síðustu tuttugu mínúturnar og fögnuðu 32-30 sigri.
Þýski handboltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira