Er ekki bara best að vita um hvað maður er að tala? Þórarinn Eyfjörð skrifar 13. febrúar 2023 14:30 Í vetur hafa ákveðnir stjórnmálamenn og forkólfar hagsmunasamtaka fyrirtækja á almennum markaði, ekki unnt sér hvíldar. Afbökuð orðræða um opinbera starfsmenn hefur einkennt málflutning þeirra og með litríkum spunameistaraæfingum er hamrað á því að hvítt sé svart. Og reyndar einnig að svart sé hvítt. Þessi gamla aðferðarfræði við að afvegaleiða sannleikann, afbaka staðreyndir og þrástagast á vitleysunni, er bæði gömul og þaulreynd aðferð til að rugla umræðuna. Við þekkjum þessa aðferð bæði úr umræðum dagsins og við þekkjum hana einnig frá lærdómi sögurnar; hvernig staðreyndum hefur verið snúið á haus og heilu samfélögin leidd á forað sundurlyndis og ótta með skelfilegum afleiðingum. Þessi áhersla á að halda taktvisst fram einhverri endaleysu er ekki tilviljun, heldur ákvörðun um að vinna skipulega að því að ná fram tilteknum markmiðum. Þau markmið byggja oftar en ekki á ákveðum skilgreindum hagsmunum sem geta verið í stjórnmálum, viðskiptum, valdabaráttu og ýmsu öðru. Markmiðið að sölsa undir sig gæði Hér í okkar samfélagi þekkjum við þessa orðræðu úr stjórnmálum og viðskiptum, sem reyndar eru því miður sitthvor hliðin á sama peningnum í okkar samfélagi. Til áratuga hafa ráðandi stjórnmálaflokkar og tengdir hagsmunaaðilar leitt sameiginlega hagsmunabaráttu til að tryggja völd sín og hagsmuni. Markmiðið í þeirri baráttu er sölsa undir sig allt sem kalla má sameiginleg gæði og verðmæti samfélagsins, til hagsbóta fyrir sig, fjölskyldur sínar og vini. Eitt púslið í þessari mynd er að tryggja eftir mætti að opinbera stjórnsýsla og velferðarkerfið okkar allra, verði sem veikast. Í opinberri stjórnsýslu og velferðarkerfi okkar allra er þannig best að láta elda brenna alla daga og þrengja markvisst að getu kerfisins til að starfa eðlilega með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Það er nefnilega auðveldara að athafna sig þegar kerfin eru veik og þróttlítil. Engin takmörk sett að ráðast að grunnkerfum samfélagsins Eitt trixið í þessari herferð gegn velferðarsamfélaginu er að telja þjóðinni trú um að opinberir starfsmenn leiði launaþróun í landinu, að þeir njóti bestu launaþróunar á grunni lífskjarasamningsins og nú síðast að opinberir starfsmenn séu með hæstu launin á vinnumarkaði. Það eru engin takmörk á því hvað spunameisturum auðvaldsins dettur í hug þegar ráðast skal á þau kerfi, sem leggja grunninn að sameiginlegri velferð okkar. Nú hrópa þeir á torgum að opinbera starfsmenn með háu launin á vinnumarkaði. Höfum í huga að hér erum við m.a. að tala um starfsfólk Landhelgisgæslunnar, félagsþjónustunnar, allra skóla landsins, bráðamóttökunnar, starfsfólk Barna- og unglingadeildar Landspítalans, fangaverði, skólaliða, hjúkrunarfræðinga, félagsliða, stuðningsfulltrúa, lækna og lögregluþjóna og öll önnur störf sem halda samfélagi okkar uppi alla daga, svo atvinnuvegirnir geti keyrt á fullum afköstum. Skýrslur Kjaratölfræðinefndar passa ekki áróðrinum Heildarsamtök á vinnumarkaði hafa með sér mjög öflugt samstarf á vettvangi Kjaratölfræðinefndar. Nefndin er samstarfsvettvangur aðila vinnumarkaðarins og byggir á samkomulagi frá 15. maí 2019. Nefndinni er meðal annars ætlað að stuðla að því að aðilar samkomulagsins hafi sameiginlegan skilning á eðli, eiginleikum og þróun þeirra hagtalna sem mestu varða við gerð kjarasamninga. Nefndin gefur reglulega út skýrslur sem byggðar eru á bestu gögnum hverju sinni. Nýjasta skýrslan var birt síðastliðið haust og er þar hægt að finna helstu upplýsingar um laun og launaþróun á íslenskum vinnumarkaði. Þessar upplýsingar gætu trúlega gagnast bæði hagsmunasamtökum atvinnurekenda, alþingismönnum og verðandi ráðherrum ef þessir aðilar hefðu einhvern áhuga á kynna sér bestu upplýsingar um launasetningu á íslenskum vinnumarkaði. En sumir hafa kannski ekki áhuga á bestu upplýsingum. Opinbert starfsfólk alltaf með lægri regluleg laun Þegar launaupplýsingar í nýjustu útgáfu Kjaratölfræðinefndar eru skoðaðar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós um laun á íslenskum vinnumarkaði. Ef við til dæmis skoðum dreifingu reglulegra launa (grunnlaun + vaktaálag) gefur sú skoðun okkur mikilvægar upplýsingar um hvernig launastigið og launaupphæðir dreifast á milli vinnandi fólks eftir heildarsamtökum þeirra. Í þessari töflu sjáum við hvernig laun dreifast innan heildarsamtaka (ASÍ, BHM og BSRB) eftir því hver viðsemjandinn er (launagreiðendur á almennum markaði, ríki, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög). Innan allra heildarsamtakanna má sjá að laun félagsfólks eru alltaf hæst þar sem samið er um laun á almennum markaði. Opinbert starfsfólk er alltaf með lægri regluleg laun innan hverra heildarsamtaka. Í þessum tölum koma fram meðaltöl launa, þannig að það getur verið meiri eða minni launamunur milli einstakra hópa, en heildarniðustaðan er að almenni markaðurinn er mun betur haldinn í launum en opinberir starfsmenn. Störfum fjölgar þegar þjóðinni fjölgar Önnur hlið á starfsumhverfi opinberra starfsmanna sem haldið hefur vöku fyrir ýmsum forkólfum atvinnulífsins, er fjöldi ríkisstarfsmanna. Ein þráhyggjan sem tuggin hefur verið er að ríkið stefni á að gera alla Íslendinga að ríkisstarfsmönnum. Þessi umræða og villandi framsetning er náttúrulega út úr öllu korti. Það segir sig sjálft að með góðri og nauðsynlegri fjölgun landsmanna og fordæmalausri fjölgun ferðamanna, þurfa öryggis-, heilbrigðis- og félagskerfi landsins að bregðast við. Við þurfum fleira fólk til að sinna grunnþjónustunni eftir því sem þjóðinni fjölgar. Við getum einnig, ef við höfum nennu til, skoðað gögn sem sýna og segja okkur hver þróunin í starfsmannahaldi hins opinbera hefur verið. Á upplýsingasíðu stjórnvalda um opinber umsvif koma fram gagnlegar upplýsingar sem hæglega geta frætt þau sem vilja vita hver sé fjölgun eða fækkun opinberra starfsmanna og hlutfall launakostnaðar vegna starfa þeirra (opinberumsvif.is). Í töflunni sjáum við þróun á heildargjöldum hins opinbera vegna launa opinberra starfsmanna. Flestir sem í þessum hópi eru starfa í velferðar-, mennta- og heilbrigðisgeiranum. Einnig getur verið fróðlegt fyrir áhugasama að skoða þróun í fjölda stöðugilda hjá hinu opinbera og miða við hverja 1.000 íbúa. Á góðum degi hefur þessi þróun verið kölluð stjórnlaus fjölgun opinberra starfsmanna. Við vitum öll að í Covid-19 faraldrinum þá þurfti meðan annars að styrkja og fjölga starfsfólki þar sem aðstæður kölluðu á fleiri hendur til að sinna lífsnauðsynlegum verkefnum á sviði heilbrigðismála, almannavarna, sóttvarna og félagsþjónustu og til að reyna að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Því er ekkert óeðlilegt að kóvidárin sýni örlitla hreyfingu upp á við, en það var nauðsynleg styrking sem gagnaðist öllu samfélagi okkar ótrúlega vel. Í upplýsingaóreiðu samtímans höfum við séð hvernig áróðursmeistarar sérhagsmuna hafa skammlaust notað ýmis meðöl til að vinna að markmiðum sínum og hamra á tómri vitleysu til að vinna vondum málstað framgang. Er ekki bara best að vita um hvað maður er að tala? Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í vetur hafa ákveðnir stjórnmálamenn og forkólfar hagsmunasamtaka fyrirtækja á almennum markaði, ekki unnt sér hvíldar. Afbökuð orðræða um opinbera starfsmenn hefur einkennt málflutning þeirra og með litríkum spunameistaraæfingum er hamrað á því að hvítt sé svart. Og reyndar einnig að svart sé hvítt. Þessi gamla aðferðarfræði við að afvegaleiða sannleikann, afbaka staðreyndir og þrástagast á vitleysunni, er bæði gömul og þaulreynd aðferð til að rugla umræðuna. Við þekkjum þessa aðferð bæði úr umræðum dagsins og við þekkjum hana einnig frá lærdómi sögurnar; hvernig staðreyndum hefur verið snúið á haus og heilu samfélögin leidd á forað sundurlyndis og ótta með skelfilegum afleiðingum. Þessi áhersla á að halda taktvisst fram einhverri endaleysu er ekki tilviljun, heldur ákvörðun um að vinna skipulega að því að ná fram tilteknum markmiðum. Þau markmið byggja oftar en ekki á ákveðum skilgreindum hagsmunum sem geta verið í stjórnmálum, viðskiptum, valdabaráttu og ýmsu öðru. Markmiðið að sölsa undir sig gæði Hér í okkar samfélagi þekkjum við þessa orðræðu úr stjórnmálum og viðskiptum, sem reyndar eru því miður sitthvor hliðin á sama peningnum í okkar samfélagi. Til áratuga hafa ráðandi stjórnmálaflokkar og tengdir hagsmunaaðilar leitt sameiginlega hagsmunabaráttu til að tryggja völd sín og hagsmuni. Markmiðið í þeirri baráttu er sölsa undir sig allt sem kalla má sameiginleg gæði og verðmæti samfélagsins, til hagsbóta fyrir sig, fjölskyldur sínar og vini. Eitt púslið í þessari mynd er að tryggja eftir mætti að opinbera stjórnsýsla og velferðarkerfið okkar allra, verði sem veikast. Í opinberri stjórnsýslu og velferðarkerfi okkar allra er þannig best að láta elda brenna alla daga og þrengja markvisst að getu kerfisins til að starfa eðlilega með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Það er nefnilega auðveldara að athafna sig þegar kerfin eru veik og þróttlítil. Engin takmörk sett að ráðast að grunnkerfum samfélagsins Eitt trixið í þessari herferð gegn velferðarsamfélaginu er að telja þjóðinni trú um að opinberir starfsmenn leiði launaþróun í landinu, að þeir njóti bestu launaþróunar á grunni lífskjarasamningsins og nú síðast að opinberir starfsmenn séu með hæstu launin á vinnumarkaði. Það eru engin takmörk á því hvað spunameisturum auðvaldsins dettur í hug þegar ráðast skal á þau kerfi, sem leggja grunninn að sameiginlegri velferð okkar. Nú hrópa þeir á torgum að opinbera starfsmenn með háu launin á vinnumarkaði. Höfum í huga að hér erum við m.a. að tala um starfsfólk Landhelgisgæslunnar, félagsþjónustunnar, allra skóla landsins, bráðamóttökunnar, starfsfólk Barna- og unglingadeildar Landspítalans, fangaverði, skólaliða, hjúkrunarfræðinga, félagsliða, stuðningsfulltrúa, lækna og lögregluþjóna og öll önnur störf sem halda samfélagi okkar uppi alla daga, svo atvinnuvegirnir geti keyrt á fullum afköstum. Skýrslur Kjaratölfræðinefndar passa ekki áróðrinum Heildarsamtök á vinnumarkaði hafa með sér mjög öflugt samstarf á vettvangi Kjaratölfræðinefndar. Nefndin er samstarfsvettvangur aðila vinnumarkaðarins og byggir á samkomulagi frá 15. maí 2019. Nefndinni er meðal annars ætlað að stuðla að því að aðilar samkomulagsins hafi sameiginlegan skilning á eðli, eiginleikum og þróun þeirra hagtalna sem mestu varða við gerð kjarasamninga. Nefndin gefur reglulega út skýrslur sem byggðar eru á bestu gögnum hverju sinni. Nýjasta skýrslan var birt síðastliðið haust og er þar hægt að finna helstu upplýsingar um laun og launaþróun á íslenskum vinnumarkaði. Þessar upplýsingar gætu trúlega gagnast bæði hagsmunasamtökum atvinnurekenda, alþingismönnum og verðandi ráðherrum ef þessir aðilar hefðu einhvern áhuga á kynna sér bestu upplýsingar um launasetningu á íslenskum vinnumarkaði. En sumir hafa kannski ekki áhuga á bestu upplýsingum. Opinbert starfsfólk alltaf með lægri regluleg laun Þegar launaupplýsingar í nýjustu útgáfu Kjaratölfræðinefndar eru skoðaðar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós um laun á íslenskum vinnumarkaði. Ef við til dæmis skoðum dreifingu reglulegra launa (grunnlaun + vaktaálag) gefur sú skoðun okkur mikilvægar upplýsingar um hvernig launastigið og launaupphæðir dreifast á milli vinnandi fólks eftir heildarsamtökum þeirra. Í þessari töflu sjáum við hvernig laun dreifast innan heildarsamtaka (ASÍ, BHM og BSRB) eftir því hver viðsemjandinn er (launagreiðendur á almennum markaði, ríki, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög). Innan allra heildarsamtakanna má sjá að laun félagsfólks eru alltaf hæst þar sem samið er um laun á almennum markaði. Opinbert starfsfólk er alltaf með lægri regluleg laun innan hverra heildarsamtaka. Í þessum tölum koma fram meðaltöl launa, þannig að það getur verið meiri eða minni launamunur milli einstakra hópa, en heildarniðustaðan er að almenni markaðurinn er mun betur haldinn í launum en opinberir starfsmenn. Störfum fjölgar þegar þjóðinni fjölgar Önnur hlið á starfsumhverfi opinberra starfsmanna sem haldið hefur vöku fyrir ýmsum forkólfum atvinnulífsins, er fjöldi ríkisstarfsmanna. Ein þráhyggjan sem tuggin hefur verið er að ríkið stefni á að gera alla Íslendinga að ríkisstarfsmönnum. Þessi umræða og villandi framsetning er náttúrulega út úr öllu korti. Það segir sig sjálft að með góðri og nauðsynlegri fjölgun landsmanna og fordæmalausri fjölgun ferðamanna, þurfa öryggis-, heilbrigðis- og félagskerfi landsins að bregðast við. Við þurfum fleira fólk til að sinna grunnþjónustunni eftir því sem þjóðinni fjölgar. Við getum einnig, ef við höfum nennu til, skoðað gögn sem sýna og segja okkur hver þróunin í starfsmannahaldi hins opinbera hefur verið. Á upplýsingasíðu stjórnvalda um opinber umsvif koma fram gagnlegar upplýsingar sem hæglega geta frætt þau sem vilja vita hver sé fjölgun eða fækkun opinberra starfsmanna og hlutfall launakostnaðar vegna starfa þeirra (opinberumsvif.is). Í töflunni sjáum við þróun á heildargjöldum hins opinbera vegna launa opinberra starfsmanna. Flestir sem í þessum hópi eru starfa í velferðar-, mennta- og heilbrigðisgeiranum. Einnig getur verið fróðlegt fyrir áhugasama að skoða þróun í fjölda stöðugilda hjá hinu opinbera og miða við hverja 1.000 íbúa. Á góðum degi hefur þessi þróun verið kölluð stjórnlaus fjölgun opinberra starfsmanna. Við vitum öll að í Covid-19 faraldrinum þá þurfti meðan annars að styrkja og fjölga starfsfólki þar sem aðstæður kölluðu á fleiri hendur til að sinna lífsnauðsynlegum verkefnum á sviði heilbrigðismála, almannavarna, sóttvarna og félagsþjónustu og til að reyna að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Því er ekkert óeðlilegt að kóvidárin sýni örlitla hreyfingu upp á við, en það var nauðsynleg styrking sem gagnaðist öllu samfélagi okkar ótrúlega vel. Í upplýsingaóreiðu samtímans höfum við séð hvernig áróðursmeistarar sérhagsmuna hafa skammlaust notað ýmis meðöl til að vinna að markmiðum sínum og hamra á tómri vitleysu til að vinna vondum málstað framgang. Er ekki bara best að vita um hvað maður er að tala? Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar