Ísland sem söluvara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 13. febrúar 2023 18:00 Staðan í hælisleitendamálum á Íslandi er stjórnlaus. Dómsmálaráðherra hefur nú viðurkennt þetta ítrekað sem og að þetta sé afleiðing af stefnu íslenskra stjórnvalda. Enn bendir þó fátt til þess að stjórnvöld geri sér grein fyrir eðli og umfangi vandans. Fjöldi hælisleitenda hér er nú orðinn 20-faldur í hlutfalli við Danmörku. Viðbrögðin eru engin, nema þau að þynna áfram út litla útlendingafrumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu í fimmta sinn. Það mun nánast engu breyta. Um helgina birti ég, á Facebook, upplýsingar um stóraukinn straum hælisleitenda til Íslands miðað við önnur lönd og myndband þar sem Ísland var auglýst sem vænlegur áfangastaður fyrir fólk frá Venesúela. Myndbandið var þó síður en svo einsdæmi. Slíkar auglýsingar eru auk þess ekki bundnar við Venesúela því Ísland er komið á kortið víðar. Eftir að ályktað var sem svo að allir sem kæmu frá Venesúela ættu rétt á hæli á Íslandi hafa fréttirnar dreifst hratt. Á vefnum er nú fjöldinn allur af heimasíðum þar sem fjallað er um kosti þess fyrir íbúa Venesúela að gerast hælisleitendur á Íslandi. Margir þeirra sem selja ferðir til Íslands aðra leiðina gefa sig út fyrir að vera ferðaskrifstofur og auglýsa Ísland sem besta áfangastaðinn. Einn aðili auglýsir t.d. hinar ýmsu heimsferðir en er auk þess með tvær undirsíður um Ísland sem áfangastað, önnur Evrópulönd deila einni síðu, nema Spánn sem fær sérsíðu. Sumir láta nægja að auglýsa landið með hefðbundnum ferðamannauglýsingum en þegar smellt er á þær er áhugasömum bent á að hafa samband í síma eða á spjallþráðum til að fá upplýsingar um hvaða ráðstafanir eigi að gera t.d. til að fara bara aðra leiðina. Mér bárust upplýsingar frá manneskju sem prufaði að svara auglýsingunum sem litu út eins og auglýsingar um Ísland sem ferðamannastað. Skilaboð eða símtöl létu ekki á sér standa. T.d. „Halló, góðan dag. Þessa stundina eigum við ferðir fyrir þá sem vilja flytjast til Íslands“. Svo er gefið upp verð, dagsetning næsta flugs og frekari upplýsingar boðaðar. Auk ferðaauglýsinga er fjöldi vefsíða sem virðast tileinkaðar því að hvetja fólk til að nýta tækifærið sem gefst til að setjast að á Íslandi og upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Jafnframt eru birt myndbönd á Youtube til að vekja athygli á því að best sé að fara til Íslands. Þetta er bara það sem er á yfirborðinu en auk þess er landið mikið auglýst á ýmsum umræðuþráðum og samfélagsmiðlum. Hér fylgja nokkur dæmi um texta. Fyrst frá „ferðaskrifstofum“: Á undirsíðu einnar þeirra um Ísland segir „Við fáum stöðugt spurningar frá farþegum okkar um hvernig eigi að komast frá Venesúela til Íslands“. Svo er útskýrt að ferðaskrifstofan sé vel til þess fallin að aðstoða við það. Næst er farið yfir hina ýmsu kosti þess að flytja til Íslands. Mikil lífsgæði, menntakerfið frábært og ein hæstu laun Evrópu. En einnig það að bensín sé ódýrara en í öðrum Evrópulöndum og miklu auðveldara að sækja um lán en annars staðar í Evrópu þar sem bankarnir bjóði upp á fleiri valkosti. Á fyrirspurnasíðunni er spurningunni „Vilt þú flytja úr landi?“ svarað: „Teymið okkar er þjálfað til þess. Fremur en að hjálpa þér að fara í ferðalag viljum við hjálpa þér að uppfylla öll þín markmið.“ Annars staðar segir: „Á meðal hinna ýmsu valkosta fyrir ferðir frá Venesúela, velja margir landsmenn að flytja til Íslands því það er land sem býður upp á mikil fríðindi […] Þótt það séu önnur lönd í Evrópu þar sem hægt er að hefja nýtt líf, er Ísland orðið aðlaðandi valkostur fyrir mikinn fjölda Venesúelabúa sem leita eftir góðum innviðum og tækifærum fyrir sig og fjölskyldur sínar.“ Sums staðar er gert ráð fyrir að menn viti þegar af Íslandi sem áfangastað án þess að þekkja vel til landsins: „Án efa þekkir þú þegar hina mörgu kosti þess að hefja nýtt líf í þessu landi [á Íslandi], þess vegna ætlum við að veita þér upplýsingar um það sem þú ættir að vita áður en þú flytur til Íslands“. Svo er m.a. sagt frá því að landið sé eyja og þótt veðrið geti valdið einhverjum áhyggjum sé það hlýrra en víða annars staðar í norðri. Hinir ýmsu kostir þess að búa á Íslandi eru svo tíundaðir. „Með þessum upplýsingum ert þú tilbúinn til að flytja til Íslands og teymið getur leiðbeint þér í hverju skrefi. Með þessari þjónustu munt þú fá allar nauðsynlegar upplýsingar til að komast inn í landið vandræðalaust. Hafðu samband við einn af ráðgjöfum okkar og láttu hann um ferðina, þá þarft þú ekki að hugsa um annað en að hefja nýtt lífi í draumalandinu þínu.“ Youtube stjarna birti flott myndband með fyrirsögninni „Ísland er besta landið til að sækja um hæli.“ Svo skrifar hann: „ Í þessu myndbandi útskýri ég hvers vegna Ísland er besta land í heimi til að sækja um hæli á þessu ári, 2022, ekki aðeins vegna öryggisins, lífsgæða og launa, sem eru þau hæstu á jörðinni, heldur einnig vegna þess að landið er að leita að fjölskyldum til að búa í landinu.“ Fyrir þetta fær hann hrós frá mörgum fyrir hversu duglegur hann sé að upplýsa margt fólk um þetta tækifæri. Á vefsíðu sem virðist helguð því að auglýsa Ísland segir: „Það sérkennilega við allt þetta er að fyrir Venesúelabúa er Ísland land sem þeir vissu ekki að væri til þar til alveg nýverið. Með komu fyrstu innflytjendanna fóru ættingjar og vinir að segja frá því að þetta væri góður staður til að búa eftir að hafa tekið út aðstæðurnar. […] Þannig hefur almannarómur orðið besta leiðin til að mæla með Íslandi sem stað til að hefja nýtt líf.“ Önnur slík síða segir: „Samkvæmt röð kannana sem framkvæmdar voru af Gallup er Ísland „vinsamlegasta land í heimi“ fyrir innflytjendur. Hvort sem það er af fjölskylduástæðum, vegna vinnu eða til að hefja nýtt líf höfum við komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé staðurinn til að flytja á. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að í þessu landi ríkir velferðarkerfi, frábær laun og ótrúlegt mennta- og heilbrigðiskerfi. Til að hjálpa þér með ferðlið munum við í þessari grein sýna þér hver skilyrðin eru til að geta flutt til Íslands.“ Og enn ein: „Þar sem innflytjendalögin eru mjög nýleg á Íslandi eru innflytjendamál nýtt fyrirbrigði sem getur veitt mörgum frábært tækifæri. Það að hefja nýtt líf í þessu landi með mjög mikil lífsgæði getur reynst frábært veðmál um framtíðina því allir eru velkomnir til vinnu. Upplýsingarnar sem íslensk stjórnvöld veita eru mjög nákvæmar og einfalda alla framkvæmd. Það er tími til kominn að velja og freista gæfunnar. Þetta land [Ísland] gerir það auðvelt“. Getum við sætt okkur við áframhaldandi stjórnleysi í málaflokknum? Er ásættanlegt að væntingar um betra líf á Íslandi séu seldar þeim sem geta borgað háar upphæðir í Bandaríkjadölum (sem hækka jafnan eftir því sem lengra er komið). Oft er þetta aleiga fólks eða það þarf að steypa sér í skuldir sem á að greiða þegar komið er á áfangastað. Sögurnar um Ísland eru stundum ýktar en það er stefna Íslenskra stjórnvalda sem hefur gert landið að söluvöru. Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Staðan í hælisleitendamálum á Íslandi er stjórnlaus. Dómsmálaráðherra hefur nú viðurkennt þetta ítrekað sem og að þetta sé afleiðing af stefnu íslenskra stjórnvalda. Enn bendir þó fátt til þess að stjórnvöld geri sér grein fyrir eðli og umfangi vandans. Fjöldi hælisleitenda hér er nú orðinn 20-faldur í hlutfalli við Danmörku. Viðbrögðin eru engin, nema þau að þynna áfram út litla útlendingafrumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu í fimmta sinn. Það mun nánast engu breyta. Um helgina birti ég, á Facebook, upplýsingar um stóraukinn straum hælisleitenda til Íslands miðað við önnur lönd og myndband þar sem Ísland var auglýst sem vænlegur áfangastaður fyrir fólk frá Venesúela. Myndbandið var þó síður en svo einsdæmi. Slíkar auglýsingar eru auk þess ekki bundnar við Venesúela því Ísland er komið á kortið víðar. Eftir að ályktað var sem svo að allir sem kæmu frá Venesúela ættu rétt á hæli á Íslandi hafa fréttirnar dreifst hratt. Á vefnum er nú fjöldinn allur af heimasíðum þar sem fjallað er um kosti þess fyrir íbúa Venesúela að gerast hælisleitendur á Íslandi. Margir þeirra sem selja ferðir til Íslands aðra leiðina gefa sig út fyrir að vera ferðaskrifstofur og auglýsa Ísland sem besta áfangastaðinn. Einn aðili auglýsir t.d. hinar ýmsu heimsferðir en er auk þess með tvær undirsíður um Ísland sem áfangastað, önnur Evrópulönd deila einni síðu, nema Spánn sem fær sérsíðu. Sumir láta nægja að auglýsa landið með hefðbundnum ferðamannauglýsingum en þegar smellt er á þær er áhugasömum bent á að hafa samband í síma eða á spjallþráðum til að fá upplýsingar um hvaða ráðstafanir eigi að gera t.d. til að fara bara aðra leiðina. Mér bárust upplýsingar frá manneskju sem prufaði að svara auglýsingunum sem litu út eins og auglýsingar um Ísland sem ferðamannastað. Skilaboð eða símtöl létu ekki á sér standa. T.d. „Halló, góðan dag. Þessa stundina eigum við ferðir fyrir þá sem vilja flytjast til Íslands“. Svo er gefið upp verð, dagsetning næsta flugs og frekari upplýsingar boðaðar. Auk ferðaauglýsinga er fjöldi vefsíða sem virðast tileinkaðar því að hvetja fólk til að nýta tækifærið sem gefst til að setjast að á Íslandi og upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Jafnframt eru birt myndbönd á Youtube til að vekja athygli á því að best sé að fara til Íslands. Þetta er bara það sem er á yfirborðinu en auk þess er landið mikið auglýst á ýmsum umræðuþráðum og samfélagsmiðlum. Hér fylgja nokkur dæmi um texta. Fyrst frá „ferðaskrifstofum“: Á undirsíðu einnar þeirra um Ísland segir „Við fáum stöðugt spurningar frá farþegum okkar um hvernig eigi að komast frá Venesúela til Íslands“. Svo er útskýrt að ferðaskrifstofan sé vel til þess fallin að aðstoða við það. Næst er farið yfir hina ýmsu kosti þess að flytja til Íslands. Mikil lífsgæði, menntakerfið frábært og ein hæstu laun Evrópu. En einnig það að bensín sé ódýrara en í öðrum Evrópulöndum og miklu auðveldara að sækja um lán en annars staðar í Evrópu þar sem bankarnir bjóði upp á fleiri valkosti. Á fyrirspurnasíðunni er spurningunni „Vilt þú flytja úr landi?“ svarað: „Teymið okkar er þjálfað til þess. Fremur en að hjálpa þér að fara í ferðalag viljum við hjálpa þér að uppfylla öll þín markmið.“ Annars staðar segir: „Á meðal hinna ýmsu valkosta fyrir ferðir frá Venesúela, velja margir landsmenn að flytja til Íslands því það er land sem býður upp á mikil fríðindi […] Þótt það séu önnur lönd í Evrópu þar sem hægt er að hefja nýtt líf, er Ísland orðið aðlaðandi valkostur fyrir mikinn fjölda Venesúelabúa sem leita eftir góðum innviðum og tækifærum fyrir sig og fjölskyldur sínar.“ Sums staðar er gert ráð fyrir að menn viti þegar af Íslandi sem áfangastað án þess að þekkja vel til landsins: „Án efa þekkir þú þegar hina mörgu kosti þess að hefja nýtt líf í þessu landi [á Íslandi], þess vegna ætlum við að veita þér upplýsingar um það sem þú ættir að vita áður en þú flytur til Íslands“. Svo er m.a. sagt frá því að landið sé eyja og þótt veðrið geti valdið einhverjum áhyggjum sé það hlýrra en víða annars staðar í norðri. Hinir ýmsu kostir þess að búa á Íslandi eru svo tíundaðir. „Með þessum upplýsingum ert þú tilbúinn til að flytja til Íslands og teymið getur leiðbeint þér í hverju skrefi. Með þessari þjónustu munt þú fá allar nauðsynlegar upplýsingar til að komast inn í landið vandræðalaust. Hafðu samband við einn af ráðgjöfum okkar og láttu hann um ferðina, þá þarft þú ekki að hugsa um annað en að hefja nýtt lífi í draumalandinu þínu.“ Youtube stjarna birti flott myndband með fyrirsögninni „Ísland er besta landið til að sækja um hæli.“ Svo skrifar hann: „ Í þessu myndbandi útskýri ég hvers vegna Ísland er besta land í heimi til að sækja um hæli á þessu ári, 2022, ekki aðeins vegna öryggisins, lífsgæða og launa, sem eru þau hæstu á jörðinni, heldur einnig vegna þess að landið er að leita að fjölskyldum til að búa í landinu.“ Fyrir þetta fær hann hrós frá mörgum fyrir hversu duglegur hann sé að upplýsa margt fólk um þetta tækifæri. Á vefsíðu sem virðist helguð því að auglýsa Ísland segir: „Það sérkennilega við allt þetta er að fyrir Venesúelabúa er Ísland land sem þeir vissu ekki að væri til þar til alveg nýverið. Með komu fyrstu innflytjendanna fóru ættingjar og vinir að segja frá því að þetta væri góður staður til að búa eftir að hafa tekið út aðstæðurnar. […] Þannig hefur almannarómur orðið besta leiðin til að mæla með Íslandi sem stað til að hefja nýtt líf.“ Önnur slík síða segir: „Samkvæmt röð kannana sem framkvæmdar voru af Gallup er Ísland „vinsamlegasta land í heimi“ fyrir innflytjendur. Hvort sem það er af fjölskylduástæðum, vegna vinnu eða til að hefja nýtt líf höfum við komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé staðurinn til að flytja á. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að í þessu landi ríkir velferðarkerfi, frábær laun og ótrúlegt mennta- og heilbrigðiskerfi. Til að hjálpa þér með ferðlið munum við í þessari grein sýna þér hver skilyrðin eru til að geta flutt til Íslands.“ Og enn ein: „Þar sem innflytjendalögin eru mjög nýleg á Íslandi eru innflytjendamál nýtt fyrirbrigði sem getur veitt mörgum frábært tækifæri. Það að hefja nýtt líf í þessu landi með mjög mikil lífsgæði getur reynst frábært veðmál um framtíðina því allir eru velkomnir til vinnu. Upplýsingarnar sem íslensk stjórnvöld veita eru mjög nákvæmar og einfalda alla framkvæmd. Það er tími til kominn að velja og freista gæfunnar. Þetta land [Ísland] gerir það auðvelt“. Getum við sætt okkur við áframhaldandi stjórnleysi í málaflokknum? Er ásættanlegt að væntingar um betra líf á Íslandi séu seldar þeim sem geta borgað háar upphæðir í Bandaríkjadölum (sem hækka jafnan eftir því sem lengra er komið). Oft er þetta aleiga fólks eða það þarf að steypa sér í skuldir sem á að greiða þegar komið er á áfangastað. Sögurnar um Ísland eru stundum ýktar en það er stefna Íslenskra stjórnvalda sem hefur gert landið að söluvöru. Höfundur er formaður Miðflokksins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun