Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2023 12:31 Sigurjón hefur þungar áhyggjur af stöðunni. samsett/Vísir Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. Forstjóri Skeljungs og framkvæmdastjóri Olís hafa báðir sagt að eftir að verkföll hefjast taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. Áhrifin gríðarleg og alvarleg Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur miklar áhyggjur af afleiðingum verkfallsins sem yrðu miklar á Hjúkrunarheimilum og öðrum velferðarfyrirtækjum landsins. Starfsfólk gæti átt erfitt með að komast til og frá vinnu og flutningur á mat, lyfjum og öðrum rekstrarvörum til stofnanna og fyrirtækja gæti raskast verulega. „Við höfum áhyggjur af því að flutningur á skjólstæðingum, þjónustu okkar til og frá dagþjálfun t.d. eða velferðarfyrirtækjum skerðist eða stöðvist,“ segir Sigurjón. Auk þess sem flutningur til og frá sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum gæti raskast. „Þannig að áhrifin á okkar aðildarfélög eru gríðarleg og alvarleg.“ Þurfa undanþágu Hann segir að forstjórar Hjúkrunarheimila og annarra velferðarstofnanna hafi þungar áhyggjur. „Við höfum mjög miklar áhyggjur já. Það er alveg ljóst að starfsemi okkar aðildarfyrirtækja gengur ekki lengi undir þessum aðstæðum ekki nema að það komist á mjög gott fyrirkomulag varðandi undanþágur til að okkar starfsemi geti gengið að fullu áfram.“ Forsvarsmenn samtakanna hafa sótt um undanþágu frá verkfallsaðgerðum og segist Sigurjón vongóður um að Efling taki vel í þær beiðnir. „Svo við getum haldið áfram fullri þjónustu við okkar heimilisfólk og okkar skjólstæðinga vegna þess að hjá okkur er stór meirihluti legurýma landsins og við erum að þjónusta viðkvæmustu einstaklinga íslensks samfélags þannig það er mjög mikilvægt að við náum góðri niðurstöðu þar.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Lyf Hjúkrunarheimili Bensín og olía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Forstjóri Skeljungs og framkvæmdastjóri Olís hafa báðir sagt að eftir að verkföll hefjast taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. Áhrifin gríðarleg og alvarleg Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur miklar áhyggjur af afleiðingum verkfallsins sem yrðu miklar á Hjúkrunarheimilum og öðrum velferðarfyrirtækjum landsins. Starfsfólk gæti átt erfitt með að komast til og frá vinnu og flutningur á mat, lyfjum og öðrum rekstrarvörum til stofnanna og fyrirtækja gæti raskast verulega. „Við höfum áhyggjur af því að flutningur á skjólstæðingum, þjónustu okkar til og frá dagþjálfun t.d. eða velferðarfyrirtækjum skerðist eða stöðvist,“ segir Sigurjón. Auk þess sem flutningur til og frá sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum gæti raskast. „Þannig að áhrifin á okkar aðildarfélög eru gríðarleg og alvarleg.“ Þurfa undanþágu Hann segir að forstjórar Hjúkrunarheimila og annarra velferðarstofnanna hafi þungar áhyggjur. „Við höfum mjög miklar áhyggjur já. Það er alveg ljóst að starfsemi okkar aðildarfyrirtækja gengur ekki lengi undir þessum aðstæðum ekki nema að það komist á mjög gott fyrirkomulag varðandi undanþágur til að okkar starfsemi geti gengið að fullu áfram.“ Forsvarsmenn samtakanna hafa sótt um undanþágu frá verkfallsaðgerðum og segist Sigurjón vongóður um að Efling taki vel í þær beiðnir. „Svo við getum haldið áfram fullri þjónustu við okkar heimilisfólk og okkar skjólstæðinga vegna þess að hjá okkur er stór meirihluti legurýma landsins og við erum að þjónusta viðkvæmustu einstaklinga íslensks samfélags þannig það er mjög mikilvægt að við náum góðri niðurstöðu þar.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Lyf Hjúkrunarheimili Bensín og olía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira