Rannsaka greiðslur Barcelona til varaformanns dómaranefndar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. febrúar 2023 07:01 Spænska stórveldið Barcelona er sagt hafa greitt fyrirtæki í eigu fyrrverandi varaformanni spænsku dómaranefndarinnar háar fjárhæðir á síðustu árum. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Saksóknarar á Spáni rannsaka nú greiðslur sem spænska stórveldið Barcelona greiddi fyrirtæki í eigu José María Enríquez Negreira á árunum 2016 til 2018. Negreira var þá varaformaður spænsku dómaranefndarinnar, CTA. Það var spænska útvarpsstöðin Cadena SER sem greindi frá þessu síðastliðinn miðvikudag, en Barcelona á að hafa greitt fyrirtækinu í kringum 1,4 milljónir evra á tímabilinu, sem samsvarar um 217 milljónum króna. Barcelona segist hafa vitað af rannsókninni og að hún snúi að því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi ráðgjafa sem hafi útvegað tæknilegum skýrslum tengum dómgæslu, ásamt því að segja að þetta væri algengt meðal atvinnuknattspyrnufélaga. Þá segir félagið einnig að ráðgjafinn hafi útvegað skýrslum í formi myndbanda af yngri leikmönnum annarra spænskra félaga. Prosecutors investigate Barcelona payments to company owned by refereeing official https://t.co/qw3RzFAIXs— Sid Lowe (@sidlowe) February 16, 2023 Greiðslurnar nái langt aftur í tímann Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti Barcelona, sagði svo síðar í samtali við spænska íþróttamiðilinn Mundo Deportivo að greiðslurnar til fyrirtækisins næðu langt aftur í tímann og að þær hafi hafist fyrir árið 2003. Hann segir að félagið hafi greitt 575 þúsund evrur á ári síðan tímabilið 2009-2010. Það hafi hins vegar verið sparnaðarúrræði að hætta greiðslunum árið 2018, sama ár og Negreira yfirgaf dómaranefndina. Þess skal þó getið að Negreira hafði ekki völd innan nefndarinnar til að skipa dómara á ákveðna leiki. Josep Maria Bartomeu var forseti Barcelona frá 2014 til 2020.Noelia Deniz/Urbanandsport /NurPhoto via Getty Images Börsungar vilja lítið tjá sig Aðspurðir út í ummæla síns fyrrverandi forseta vildu forsvarsmenn Barcelona lítið tjá sig. Þess í stað bentu þeir á yfirlýsinguna sem félagið sendi frá sér á miðvikudaginn. Joan Gaspart, sem var forseti félagsins frá 2000 til 2003, neitaði einnig að hafa vitað um greiðslur til fyrirtækisins, en eins og áður segir sagði Bartomeu að greiðslurnar næðu aftur til fyrir ársins 2003. Þá hefur CTA einnig sagt frá því að Negreira hafi ekki verið í neinu opinberu hlutverki fyrir nefndina frá árinu 2018, og að enginn dómari eða meðlimur hennar geti unnið verk sem muni valda hagsmunaárekstrum. Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það var spænska útvarpsstöðin Cadena SER sem greindi frá þessu síðastliðinn miðvikudag, en Barcelona á að hafa greitt fyrirtækinu í kringum 1,4 milljónir evra á tímabilinu, sem samsvarar um 217 milljónum króna. Barcelona segist hafa vitað af rannsókninni og að hún snúi að því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi ráðgjafa sem hafi útvegað tæknilegum skýrslum tengum dómgæslu, ásamt því að segja að þetta væri algengt meðal atvinnuknattspyrnufélaga. Þá segir félagið einnig að ráðgjafinn hafi útvegað skýrslum í formi myndbanda af yngri leikmönnum annarra spænskra félaga. Prosecutors investigate Barcelona payments to company owned by refereeing official https://t.co/qw3RzFAIXs— Sid Lowe (@sidlowe) February 16, 2023 Greiðslurnar nái langt aftur í tímann Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti Barcelona, sagði svo síðar í samtali við spænska íþróttamiðilinn Mundo Deportivo að greiðslurnar til fyrirtækisins næðu langt aftur í tímann og að þær hafi hafist fyrir árið 2003. Hann segir að félagið hafi greitt 575 þúsund evrur á ári síðan tímabilið 2009-2010. Það hafi hins vegar verið sparnaðarúrræði að hætta greiðslunum árið 2018, sama ár og Negreira yfirgaf dómaranefndina. Þess skal þó getið að Negreira hafði ekki völd innan nefndarinnar til að skipa dómara á ákveðna leiki. Josep Maria Bartomeu var forseti Barcelona frá 2014 til 2020.Noelia Deniz/Urbanandsport /NurPhoto via Getty Images Börsungar vilja lítið tjá sig Aðspurðir út í ummæla síns fyrrverandi forseta vildu forsvarsmenn Barcelona lítið tjá sig. Þess í stað bentu þeir á yfirlýsinguna sem félagið sendi frá sér á miðvikudaginn. Joan Gaspart, sem var forseti félagsins frá 2000 til 2003, neitaði einnig að hafa vitað um greiðslur til fyrirtækisins, en eins og áður segir sagði Bartomeu að greiðslurnar næðu aftur til fyrir ársins 2003. Þá hefur CTA einnig sagt frá því að Negreira hafi ekki verið í neinu opinberu hlutverki fyrir nefndina frá árinu 2018, og að enginn dómari eða meðlimur hennar geti unnið verk sem muni valda hagsmunaárekstrum.
Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira