Villuráfandi ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson skrifar 17. febrúar 2023 12:01 Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Boðleiðin var útgerðarstjóri – þingmaður – ráðherra – seðlabankastjóri. Allt til að mæta þörfum útgerðarinnar. Hagræðingarkrafan var engin. Og auðvitað skipti það stjórnvöld engu máli þótt almenningi blæddi. Því er haldið fram að verðbólga sé peningalegt fyrirbæri og tengist peningamagni í umferð og ábyrgð seðlabanka því mikil. Fjármálastefna ríkisins sem birtist í fjárlögum hefur mjög mikil áhrif og stýrir aðgerðum seðlabanka. Almennt geta orsakir verðbólgu verið nokkrar. Skortur á að framboð vöru og þjónustu heldur ekki í við eftirspurn (húsnæðisskortur t.d.); verðhækkanir hrávöru; hækkun launa er ekki viðkennd sem réttlát hlutdeild í hagnaði. Verðbólgan er í boði stjórnvalda hverju sinni, hvað sem hver segir. Verðbólgan er mannanna verk. Sú fullyrðing að verðbólgan sem við erum að kljást við nú sé að mestu innflutt er ekki rétt. Hún er að mestu til komin vegna umframpeningamagns í umferð, algjörs stjórnleysis á húsnæðismarkaði innanlands og stefnuleysis í ríkisfjármálum. Eitt er öruggt, verðbólga bitnar á öllum og skerðir lífskjör almennings. Hvað gerir ríkisstjórnin til að milda áhrif hennar á þá sem hafa ekki nokkurn möguleika á að takast á við hana? Grátbroslegt er, að stjórnvöld skuli voga sér í fjárlögum þessa árs að boða niðurskurð til velferðarmála. Það fjármagn sem stjórnvöld ætla í velferðina heldur engan veginn í við verðbólgu og vaxtaokur sem kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Fátækasta fólkinu í landinu. Á tekjuhliðinni hefur ríkisstjórnin verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar. Krónutöluhækkanirnar sem lagðar voru á almenning í upphafi árs eru óforsvaranlegar með öllu svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að draga úr þenslu eða minnka ríkisbáknið, heldur þvert á móti fjölgað ráðuneytum með milljarða aukakostnaði fyrir ríkissjóð. Aðgerðaleysi þeirra til að auka framboð á húsnæði er illskiljanlegt en verðhækkanir á húsnæði hafa verið stærsti liðurinn í verðbólgunni. Með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum mætti ná mælanlegum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Fyrsta skrefið er að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Hvar er ríkisstjórn stödd sem nýtir ekki rentur af auðlindum þjóðarinnar til hagsbóta fyrir hana? Engin hækkun hefur orðið á veiðileyfagjaldi, heldur þvert á móti lækkun eins og á bankaskattinum. Ef einhverjir eru aflögufærir í samfélaginu þá eru það bankarnir og stórútgerðin. Almenningur ber verðbólguáhættuna af lánum sínum í formi verðtryggðra lána. Ekki fjármálastofnanir. Þetta er einsdæmi á neytendalánum til almennings í hinum vestræna heimi, þar sem höfuðstóll lána hækkar í takti við verðbólgu. Þetta leiðir til þess að stjórntæki Seðlabankans gegn verðbólgunni virka ekki sem skyldi. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar mun leiða til þess að þúsundir heimila brenna upp á verðbólgubáli hennar. Það er tímabært að gyrða sig í brók og taka utan um alla en ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu. Boðleiðin var útgerðarstjóri – þingmaður – ráðherra – seðlabankastjóri. Allt til að mæta þörfum útgerðarinnar. Hagræðingarkrafan var engin. Og auðvitað skipti það stjórnvöld engu máli þótt almenningi blæddi. Því er haldið fram að verðbólga sé peningalegt fyrirbæri og tengist peningamagni í umferð og ábyrgð seðlabanka því mikil. Fjármálastefna ríkisins sem birtist í fjárlögum hefur mjög mikil áhrif og stýrir aðgerðum seðlabanka. Almennt geta orsakir verðbólgu verið nokkrar. Skortur á að framboð vöru og þjónustu heldur ekki í við eftirspurn (húsnæðisskortur t.d.); verðhækkanir hrávöru; hækkun launa er ekki viðkennd sem réttlát hlutdeild í hagnaði. Verðbólgan er í boði stjórnvalda hverju sinni, hvað sem hver segir. Verðbólgan er mannanna verk. Sú fullyrðing að verðbólgan sem við erum að kljást við nú sé að mestu innflutt er ekki rétt. Hún er að mestu til komin vegna umframpeningamagns í umferð, algjörs stjórnleysis á húsnæðismarkaði innanlands og stefnuleysis í ríkisfjármálum. Eitt er öruggt, verðbólga bitnar á öllum og skerðir lífskjör almennings. Hvað gerir ríkisstjórnin til að milda áhrif hennar á þá sem hafa ekki nokkurn möguleika á að takast á við hana? Grátbroslegt er, að stjórnvöld skuli voga sér í fjárlögum þessa árs að boða niðurskurð til velferðarmála. Það fjármagn sem stjórnvöld ætla í velferðina heldur engan veginn í við verðbólgu og vaxtaokur sem kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Fátækasta fólkinu í landinu. Á tekjuhliðinni hefur ríkisstjórnin verið einn helsti drifkraftur verðbólgunnar. Krónutöluhækkanirnar sem lagðar voru á almenning í upphafi árs eru óforsvaranlegar með öllu svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að draga úr þenslu eða minnka ríkisbáknið, heldur þvert á móti fjölgað ráðuneytum með milljarða aukakostnaði fyrir ríkissjóð. Aðgerðaleysi þeirra til að auka framboð á húsnæði er illskiljanlegt en verðhækkanir á húsnæði hafa verið stærsti liðurinn í verðbólgunni. Með markvissum aðgerðum í húsnæðismálum mætti ná mælanlegum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Fyrsta skrefið er að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Hvar er ríkisstjórn stödd sem nýtir ekki rentur af auðlindum þjóðarinnar til hagsbóta fyrir hana? Engin hækkun hefur orðið á veiðileyfagjaldi, heldur þvert á móti lækkun eins og á bankaskattinum. Ef einhverjir eru aflögufærir í samfélaginu þá eru það bankarnir og stórútgerðin. Almenningur ber verðbólguáhættuna af lánum sínum í formi verðtryggðra lána. Ekki fjármálastofnanir. Þetta er einsdæmi á neytendalánum til almennings í hinum vestræna heimi, þar sem höfuðstóll lána hækkar í takti við verðbólgu. Þetta leiðir til þess að stjórntæki Seðlabankans gegn verðbólgunni virka ekki sem skyldi. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar mun leiða til þess að þúsundir heimila brenna upp á verðbólgubáli hennar. Það er tímabært að gyrða sig í brók og taka utan um alla en ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun