Ísland á „grafalvarlegum stað“ eftir tvær vikur af verkföllum Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2023 20:33 Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs. Vísir/Ívar Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir það gríðarleg vonbrigði að verkfall hefjist aftur í nótt. Á föstudaginn og laugardag hefði tónninn í deiluaðilum verið jákvæður og hann var vongóður um að deilan myndi leysast. „Því hún þarf svo sannarlega að leysast. Þetta eru mikil vonbrigði að það sé aftur búið að sigla í strand,“ sagði Þórður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Varðandi það að langt gæti verið í næstu viðræður sagði Þórður að skaðinn yrði gífurlegur. „Við sáum þarna að við fengum einn og hálfan dag og strax urðu tíu prósent bensínstöðva tómar og farið að skapast ákveðið vandamál,“ sagði Þórður. „En fimm til sjö dagar, þá ertu kominn alveg að þolmörkum hvað við sem samfélag þolum. Eftir sjöunda daginn fer þetta að líta ansi svart út.“ Þórður sagði að ef ekki stæði til að ræða saman fyrr en eftir tvær vikur í fyrsta lagi, væri Ísland komið á grafalvarlegan stað. Varðandi undanþágur og hvernig undanþágur muni fara fram sagði Þórður að áhugavert hefði verið að fylgjast með því í síðustu viku. Enginn hafi verið að dreifa eldsneyti nema Skeljungur og Olíudreifing. Nú þyrfti að senda inn undanþágur og í kjölfar þess sé hægt að opna ákveðnar bensínstöðvar fyrir viðkomandi. Þórður sagði að þetta myndi ekki byrja að gerast fyrr en eftir nokkra daga. Þá þyrfti að fá bílstjóra í verkfalli til að keyra undanþágurnar. Viðtalið við Þórð má sjá í spilaranum hér að neðan. Rætt er við hann í lok fréttarinnar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Því hún þarf svo sannarlega að leysast. Þetta eru mikil vonbrigði að það sé aftur búið að sigla í strand,“ sagði Þórður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Varðandi það að langt gæti verið í næstu viðræður sagði Þórður að skaðinn yrði gífurlegur. „Við sáum þarna að við fengum einn og hálfan dag og strax urðu tíu prósent bensínstöðva tómar og farið að skapast ákveðið vandamál,“ sagði Þórður. „En fimm til sjö dagar, þá ertu kominn alveg að þolmörkum hvað við sem samfélag þolum. Eftir sjöunda daginn fer þetta að líta ansi svart út.“ Þórður sagði að ef ekki stæði til að ræða saman fyrr en eftir tvær vikur í fyrsta lagi, væri Ísland komið á grafalvarlegan stað. Varðandi undanþágur og hvernig undanþágur muni fara fram sagði Þórður að áhugavert hefði verið að fylgjast með því í síðustu viku. Enginn hafi verið að dreifa eldsneyti nema Skeljungur og Olíudreifing. Nú þyrfti að senda inn undanþágur og í kjölfar þess sé hægt að opna ákveðnar bensínstöðvar fyrir viðkomandi. Þórður sagði að þetta myndi ekki byrja að gerast fyrr en eftir nokkra daga. Þá þyrfti að fá bílstjóra í verkfalli til að keyra undanþágurnar. Viðtalið við Þórð má sjá í spilaranum hér að neðan. Rætt er við hann í lok fréttarinnar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira