Dvínandi stuðningur við staðreyndir Jón Steindór Valdimarsson skrifar 20. febrúar 2023 15:01 Á þessum vettvangi birtist grein þann 17. febrúar. Fyrirsögn hennar var: Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB. Greinarhöfundur, Hjörtur J. Guðmundsson, reynir þar að sýna fram á að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hafi farið dvínandi á síðustu misserum og birtir línurit máli sínu til sönnunar. Þar er vitnað til niðurstaðna skoðanakannana þriggja fyrirtækja. Eplin og appelsínurnar Þegar er reynt er að átta sig á þróun viðhorfs eða skoðana til tiltekins málefnis er grundvallaratriði að bera saman sömu hluti. Það er mikilvægt að um nákvæmlega sömu spurningu sé að ræða, sömu aðferðafræði sé beitt og að þýðið sé fundið með sama hætti. Þetta grundvallaratriði er virt að vettugi í framsetningu Hjartar og er niðurstaðan eftir því.Hann tekur mælingu Gallup í mars 2022, Prósents í júní og nóvember 2022 og loks Maskínu núna í febrúar. Þessi þrjú fyrirtæki spyrja ekki eins og þau beita ekki sömu aðferðum við að velja þau sem spurð eru. Það er einföld staðreynd. Gallup spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?Prósent spyr: Hve hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu aðild Íslands að Evrópusambandinu?Maskína spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)? Augljósar breytingar Það ég best veit á fyrirtækið Maskína (og áður MMR) eina lengstu samfelldu tímaröð þar sem nákvæmlega sama spurningin er borin upp um viðhorf til aðildar að Evrópusambandinu á grundvelli sömu aðferðafræði. Gögn Maskínu ná aftur til maí 2011. Allar mælingar Maskínu þar til í maí 2022 sýna að fleiri eru andvíg aðild en hlynnt, en þá er staðan hnífjöfn en í mælingunni í júní 2022 munar tæpu prósentustigi andvígum í vil. Í byrjun febrúar er niðurstaðan sú að þau sem eru hlynnt aðild eru orðin fimm prósentustigum fleiri en þau sem eru andvíg. Á meðfylgjandi línuriti má glöggt sjá að á milli mælinga í febrúar 2022 og febrúar 2023 hefur hlutfall þeirra sem eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið hækkað úr 27,9% í 40,8% eða um 12,9 prósentustig. Með sama hætti hefur hlutfall þeirra sem eru andvíg aðild lækkað úr 46,6% í 35,9% eða um 10,7 prósentustig og þeim sem eru hvorki hlynnt né andvíg fækkað úr 25,5% í 23,3% eða um 2,2 prósentustig. Niðurstaða Hjartar um að þeim sem eru hlynnt aðild að ESB hafi fækkað undanfarið er því ekki á rökum reist. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Á þessum vettvangi birtist grein þann 17. febrúar. Fyrirsögn hennar var: Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB. Greinarhöfundur, Hjörtur J. Guðmundsson, reynir þar að sýna fram á að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hafi farið dvínandi á síðustu misserum og birtir línurit máli sínu til sönnunar. Þar er vitnað til niðurstaðna skoðanakannana þriggja fyrirtækja. Eplin og appelsínurnar Þegar er reynt er að átta sig á þróun viðhorfs eða skoðana til tiltekins málefnis er grundvallaratriði að bera saman sömu hluti. Það er mikilvægt að um nákvæmlega sömu spurningu sé að ræða, sömu aðferðafræði sé beitt og að þýðið sé fundið með sama hætti. Þetta grundvallaratriði er virt að vettugi í framsetningu Hjartar og er niðurstaðan eftir því.Hann tekur mælingu Gallup í mars 2022, Prósents í júní og nóvember 2022 og loks Maskínu núna í febrúar. Þessi þrjú fyrirtæki spyrja ekki eins og þau beita ekki sömu aðferðum við að velja þau sem spurð eru. Það er einföld staðreynd. Gallup spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?Prósent spyr: Hve hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu aðild Íslands að Evrópusambandinu?Maskína spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)? Augljósar breytingar Það ég best veit á fyrirtækið Maskína (og áður MMR) eina lengstu samfelldu tímaröð þar sem nákvæmlega sama spurningin er borin upp um viðhorf til aðildar að Evrópusambandinu á grundvelli sömu aðferðafræði. Gögn Maskínu ná aftur til maí 2011. Allar mælingar Maskínu þar til í maí 2022 sýna að fleiri eru andvíg aðild en hlynnt, en þá er staðan hnífjöfn en í mælingunni í júní 2022 munar tæpu prósentustigi andvígum í vil. Í byrjun febrúar er niðurstaðan sú að þau sem eru hlynnt aðild eru orðin fimm prósentustigum fleiri en þau sem eru andvíg. Á meðfylgjandi línuriti má glöggt sjá að á milli mælinga í febrúar 2022 og febrúar 2023 hefur hlutfall þeirra sem eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið hækkað úr 27,9% í 40,8% eða um 12,9 prósentustig. Með sama hætti hefur hlutfall þeirra sem eru andvíg aðild lækkað úr 46,6% í 35,9% eða um 10,7 prósentustig og þeim sem eru hvorki hlynnt né andvíg fækkað úr 25,5% í 23,3% eða um 2,2 prósentustig. Niðurstaða Hjartar um að þeim sem eru hlynnt aðild að ESB hafi fækkað undanfarið er því ekki á rökum reist. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun