Boðið flug og uppihald fyrir að smygla tveimur kílóum af kókaíni Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2023 10:58 Maðurinn var handtekinn eftir komuna til landsins frá Varsjá á Þorláksmessu. Myndin er úr dómsal í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir smygl á rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Maðurinn, Lázló Balla, er ríkisborgari Ungverjalands og Úkraínu og var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á tæplega 2,2 kílóum af kókaíni. Hann flutti efnin sem farþegi í vél frá Varsjá í Póllandi til Keflavíkur þann 23. desember síðastliðinn. Balla var með efnin falin í farangri og var styrkleiki þeirra 83 prósent. Var talið að þau hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Balla játaði sök í málinu. Í dómi kemur fram að hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi svo kunnugt sé. Ekki verði ráðið af gögnum að hann hafi verið eigandi efnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins. Balla kvaðst hafa átt að fá borgað fargjaldið til Íslands og uppihald í nokkra daga, en hann er sagður hafa verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Hæfileg refsing ákærða var metin tveggja ára fangelsi, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hafði sætt frá komunni til landisns. Balla var jafnframt gert að greiða málsvarðarlaun skipaðs verjanda og sakarkostnað, samtals um 1,3 milljónir króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Maðurinn, Lázló Balla, er ríkisborgari Ungverjalands og Úkraínu og var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á tæplega 2,2 kílóum af kókaíni. Hann flutti efnin sem farþegi í vél frá Varsjá í Póllandi til Keflavíkur þann 23. desember síðastliðinn. Balla var með efnin falin í farangri og var styrkleiki þeirra 83 prósent. Var talið að þau hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Balla játaði sök í málinu. Í dómi kemur fram að hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi svo kunnugt sé. Ekki verði ráðið af gögnum að hann hafi verið eigandi efnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins. Balla kvaðst hafa átt að fá borgað fargjaldið til Íslands og uppihald í nokkra daga, en hann er sagður hafa verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Hæfileg refsing ákærða var metin tveggja ára fangelsi, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hafði sætt frá komunni til landisns. Balla var jafnframt gert að greiða málsvarðarlaun skipaðs verjanda og sakarkostnað, samtals um 1,3 milljónir króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira