Hefur aldrei fundið fyrir fordómum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 21:00 Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. Vísir/Stína „Ég myndi segja að það sem Íslendingar og Jamaíkumenn eiga sameiginlegt er gríðarlegt þjóðarstolt,“ segir Claudia Ashanie Wilson. Claudia kemur frá Jamaíku og er fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Í viðtali við jamaíska fréttaþáttinn Diaspora Check-in nú á dögunum ræddi Claudia meðal annars um muninn á Íslendingum og Jamaíkumönnum, jafnréttismál og reynslu sína af því að vera svartur, kvenkyns lögfræðingur á Íslandi. Claudia, sem kemur frá litlu héraði á Jamaíku, flutti til Íslands í desember árið 2001 og var að eigin sögn í leit að ást og ævintýrum. Hún bendir á Ísland að sé tífalt stærra en Jamaíka, en íbúafjöldinn er hins vegar tífalt minni. „Þar af leiðandi höfum við mikið pláss hérna.“ Sjónvarpsþættirnir The Practice átti stóran þátt í því að hún ákvað að leggja lögfræðina fyrir sig, og hún brennur fyrir mannréttindamálum. Brennur fyrir mannréttindum „Reynsla mín af því að vera innflytjandi á Íslandi hefur tvímælalaust ýtt undir að ég vil kanna þessi mál og hjálpa öðrum eins mikið og ég get, og ég er svo áköf í að veita vernd gegn óréttlæti. Þá segir Claudia að þegar kom að því að læra íslensku hafi hún farið fremur óhefðbunda leið. „Íslenska er erfitt tungumál og ég get svo sannarlega vottað það að ég er ennþá að læra það,“ segir hún og bætir við að það sé einnig stór munur á íslensku lagamáli og íslensku sem fólk talar í daglegu lífi. Þá segir Claudia að hún taki sínu hlutverki mjög alvarlega. „Það er ástæða fyrir öllu, og mér var ætlað að koma hingað. Og ég lít ekki léttvægum augum á þetta tækifæri, að vera fyrsti svarti lögfræðingurinn á Íslandi, fyrsta konan af erlendum uppruna sem öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Þar af leiðandi hefur þetta ýtt mér út í að bæta lífsgæði annarra í þessu landi.“ Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. „Og ég held að fólk sé meðvitað um það sem ég geri.“ Nafnið á lögfræðistofu hennar, Claudia and partners, er tilkomið af ástæðu. „Af því að fólk þekkir mig kannski ekki úti á götu en það þekkir vissulega nafnið mitt.“ Lögmennska Innflytjendamál Jamaíka Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Í viðtali við jamaíska fréttaþáttinn Diaspora Check-in nú á dögunum ræddi Claudia meðal annars um muninn á Íslendingum og Jamaíkumönnum, jafnréttismál og reynslu sína af því að vera svartur, kvenkyns lögfræðingur á Íslandi. Claudia, sem kemur frá litlu héraði á Jamaíku, flutti til Íslands í desember árið 2001 og var að eigin sögn í leit að ást og ævintýrum. Hún bendir á Ísland að sé tífalt stærra en Jamaíka, en íbúafjöldinn er hins vegar tífalt minni. „Þar af leiðandi höfum við mikið pláss hérna.“ Sjónvarpsþættirnir The Practice átti stóran þátt í því að hún ákvað að leggja lögfræðina fyrir sig, og hún brennur fyrir mannréttindamálum. Brennur fyrir mannréttindum „Reynsla mín af því að vera innflytjandi á Íslandi hefur tvímælalaust ýtt undir að ég vil kanna þessi mál og hjálpa öðrum eins mikið og ég get, og ég er svo áköf í að veita vernd gegn óréttlæti. Þá segir Claudia að þegar kom að því að læra íslensku hafi hún farið fremur óhefðbunda leið. „Íslenska er erfitt tungumál og ég get svo sannarlega vottað það að ég er ennþá að læra það,“ segir hún og bætir við að það sé einnig stór munur á íslensku lagamáli og íslensku sem fólk talar í daglegu lífi. Þá segir Claudia að hún taki sínu hlutverki mjög alvarlega. „Það er ástæða fyrir öllu, og mér var ætlað að koma hingað. Og ég lít ekki léttvægum augum á þetta tækifæri, að vera fyrsti svarti lögfræðingurinn á Íslandi, fyrsta konan af erlendum uppruna sem öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Þar af leiðandi hefur þetta ýtt mér út í að bæta lífsgæði annarra í þessu landi.“ Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. „Og ég held að fólk sé meðvitað um það sem ég geri.“ Nafnið á lögfræðistofu hennar, Claudia and partners, er tilkomið af ástæðu. „Af því að fólk þekkir mig kannski ekki úti á götu en það þekkir vissulega nafnið mitt.“
Lögmennska Innflytjendamál Jamaíka Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira