Zlatan sneri aftur og er sá elsti í sögu AC Milan Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 14:00 Zlatan Ibrahimovic er aftur mættur í slaginn með AC Milan. Getty/Jonathan Moscrop Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til leiks með AC Milan í gær í 2-0 sigri gegn Atalanta í ítölsku A-deildinni. Þá voru liðnir 280 dagar frá því að hann spilaði síðast leik. Zlatan kom inn á sem varamaður fyrir Oliver Giroud á 74. mínútu og tók þátt í mikilvægum sigri en Milan er nú með 47 stig líkt og grannarnir í Inter, í 2.-3. sæti. Langt er þó í Napoli sem á meistaratitilinn vísan, með 65 stig á toppnum. Zlatan sló met hjá AC Milan með því að spila í gær því hann er elsti leikmaður í sögu félagsins til að spila leik í A-deildinni. Zlatan spilaði leikinn 41 árs og 146 daga og sló met varnarmannsins Alessandro Costacurta sem var 41 árs og 25 daga þegar hann spilaði kveðjuleik sinn í deildinni. Zlatan bætti við enn einum titlinum á sínum ferli þegar hann varð ítalskur meistari með Milan á síðustu leiktíð en þurfti svo að fara í aðgerð strax eftir tímabilið vegna hnémeiðsla. Aðgerð sem hann frestaði til að verða meistari. Hann tjáði sig lítillega um þann erfiða tíma sem fór í að koma sér aftur á fótboltavöllinn. Lofaði þjálfaranum að fresta aðgerðinni „Ef ég ætti að útskýra allt myndi ég þurfa að standa hérna í fleiri klukkustundir. Ég hef þurft að þjást mikið, meira að segja síðustu sex mánuðina á síðasta tímabili. Ég vildi hjálpa og gat ekki verið inni á vellinum. Þegar maður er ekki heill heilsu er erfitt að hjálpa liðinu. Ég hefði getað farið í þessa aðgerð sex mánuðum fyrr en ég vissi að það væri komið að okkur að vinna ítalska meistaratitilinn,“ sagði Zatan við DAZN. „Þá lofaði ég Pioli [Stefano Pioli, þjálfara Milan] að fara ekki í aðgerð. Ég hef aldrei fórnað svona miklu fyrir titil. Á sama tíma var þetta erfitt ár með Mino [Raiola, umboðsmann Zlatans sem dó]. Það eru svo margar manneskjur sem hjálpa mér og veita mér styrk. En þegar ég er heill heilsu er ég sterkari en allir aðrir,“ sagði Zlatan. Ítalski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Zlatan kom inn á sem varamaður fyrir Oliver Giroud á 74. mínútu og tók þátt í mikilvægum sigri en Milan er nú með 47 stig líkt og grannarnir í Inter, í 2.-3. sæti. Langt er þó í Napoli sem á meistaratitilinn vísan, með 65 stig á toppnum. Zlatan sló met hjá AC Milan með því að spila í gær því hann er elsti leikmaður í sögu félagsins til að spila leik í A-deildinni. Zlatan spilaði leikinn 41 árs og 146 daga og sló met varnarmannsins Alessandro Costacurta sem var 41 árs og 25 daga þegar hann spilaði kveðjuleik sinn í deildinni. Zlatan bætti við enn einum titlinum á sínum ferli þegar hann varð ítalskur meistari með Milan á síðustu leiktíð en þurfti svo að fara í aðgerð strax eftir tímabilið vegna hnémeiðsla. Aðgerð sem hann frestaði til að verða meistari. Hann tjáði sig lítillega um þann erfiða tíma sem fór í að koma sér aftur á fótboltavöllinn. Lofaði þjálfaranum að fresta aðgerðinni „Ef ég ætti að útskýra allt myndi ég þurfa að standa hérna í fleiri klukkustundir. Ég hef þurft að þjást mikið, meira að segja síðustu sex mánuðina á síðasta tímabili. Ég vildi hjálpa og gat ekki verið inni á vellinum. Þegar maður er ekki heill heilsu er erfitt að hjálpa liðinu. Ég hefði getað farið í þessa aðgerð sex mánuðum fyrr en ég vissi að það væri komið að okkur að vinna ítalska meistaratitilinn,“ sagði Zatan við DAZN. „Þá lofaði ég Pioli [Stefano Pioli, þjálfara Milan] að fara ekki í aðgerð. Ég hef aldrei fórnað svona miklu fyrir titil. Á sama tíma var þetta erfitt ár með Mino [Raiola, umboðsmann Zlatans sem dó]. Það eru svo margar manneskjur sem hjálpa mér og veita mér styrk. En þegar ég er heill heilsu er ég sterkari en allir aðrir,“ sagði Zlatan.
Ítalski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira