Segir móðgun við heilbrigða skynsemi að draga orð sín til baka Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2023 15:31 Í morgun var aðalmeðferð máls Þórðar Snæs og Arnars Þórs á hendur Páli Vilhjálmssyni. Páll er hins vegar hvergi nærri af baki dottinn og heldur áfram að fjalla um málið á bloggi sínu og gefur ekkert eftir. vísir/samsett Í morgun var aðalmeðferð í meiðyrðamáli blaðamanna Heimildarinnar, áður Kjarnans, þeirra Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar á hendur Páli Vilhjálmssyni. Þeir tjáðu að þeim hafi verið brugðið við að lesa skrif Páls um sig í aprílmánuði í fyrra; ásakanir um byrlun, stuldi á síma og broti á lögum um stafrænt ofbeldi með dreifingu á persónulegum gögnum. Þau ummæli vegi að faglegum heiðri þeirra og að þeim persónulega. Arnar Þór sagði Pál hafa beinlínis skrifað að þeir hafi tekið þátt í glæp og Þórður, sem sagðist ýmsu vanur, sagði að sér hafi beinlínis verið brugðið. Páll sakaði þá um að eiga aðild að byrlun og stuldi á síma skipstjórans Páls Steingrímssonar sem kenndur hefur verið við hina svokölluðu „Skæruliðadeild Samherja“. Páll hefur verið óþreytandi við að gagnrýna fréttaflutning af málefnum Samherja, einkum í miðlum sem hann kallar RSK-miðla sem eru Ríkisútvarpið, Stundin og Kjarninn. Almælt tíðindi í málinu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Þórðar Snæs og Arnars Þórs spurði skjólstæðinga sína út úr í vitnaleiðslum og höfnuðu þeir því með öllu að vera viðriðnir umræddan glæp en Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Páls, lét það eiga sig að spyrja þá nokkurs. Páll sjálfur var ekki viðstaddur þegar málið á hendur honum var tekið fyrir í morgun. „Ég er bara ekki með ríkisstuðning í mína starfsemi við bloggið, ég þarf að vinna fyrir salti í grautinn, er í vinnunni og það er skýringin,“ segir Páll Vilhjálmsson kennari og bloggari í samtali við Vísi. Meðal þess sem vekur athygli í því sem fram kom í vitnaleiðslum er að Páli hafi boðist að draga ummæli sín til baka án allra eftirmála eða að greiðsla kæmi til vegna hinna umdeildu ummæli. Páll segir það rétt. „Ég fékk erindi frá lögmanni hans Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni þess efnis, að draga orð mín til baka þess efnis að þeir eigi beina og óbeina aðkomu að málinu. Þeir eru sakborningar og mér fannst það bara móðgun við heilbrigða skynsemi að segja það sem eru almælt tíðindi í málinu,“ segir Páll. Í stöðugum ýfingum við blaðamenn Þetta er ekki í fyrsta skipti sem blaða- og fréttamenn telja sig eiga eitt og annað sökótt við Pál. „Fréttamaður RÚV stefndi mér fyrir einhverjum sex sjö árum síðan, leitt að sjá blaðamenn stefna öðrum blaðamönnum sem ættu að vera hlynntir því að menn tjái sig. Að vilja að þrengt sé að tjáningarfrelsinu, er ömurleg staða fyrir blaðamenn.“ Páll varði sig þá sjálfur og var sýknaður. Nú hefur hann ákveðið að fá inn mann fyrir sig? „Ég hugsaði með mér að ég er með hundrað prósent feril sem verjandi fyrir Landsrétti og vildi verja það. Ég er í fullri vinnu og það er mál að sinna þessu. Ég fékk úrvals mann, Sigurð G. Guðjónsson, til að sjá um þetta fyrir mig.“ Páll segir ekki hlaupið að því að verja sig sjálfur, hann sé í fullri vinnu og þó það hafi tekist síðast þá er ekki á vísan að róa. „Þeir eru með heilt batterí á bak við sig. Og eiga ítök í fjölmiðlum. Ég taldi að gott væri að fá mann sem stendur fyrir utan þetta og er fagmaður í þessu,“ segir Páll. Boðar ný tíðindi í málinu Í vitnaleiðslum í morgun kom fram að rannsókn lögreglunnar á Akureyri standi enn yfir en Arnar Þór sagði að þeir hafi óskað eftir því að henni yrði flýtt. Eins og áður sagði hefur Páll fjallað um Samherjaskjölin og umfjöllun um þau nánast án afláts allt frá því að málið kom upp. Þó hann hafi ekki komist til að vera við málflutninginn í morgun vegna starfa sinna sem kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, kom hann því við í morgun að birta langa grein um málið á bloggi sínu. Hvergi nærri af baki dottinn. Fyrir liggur að Páll hefur haft góðan heimildarmann því hann virðist hafa pata af ýmsum vendingum í umræddri lögreglurannsókn þó deilt hafi verið um útleggingar hans. Nú segir Páll ný gögn væntanleg í „byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar vorið 2021 [...] sem gerbreyta stöðu málsins.“ Þórður Snær hefur sagt rannsóknina ráðast af hagsmunum Samherja en Páll segir að fram til þessa hafi rannsókn lögreglunnar beinst að aðkomu blaðamanna að málinu „eftir að skipstjóranum var byrlað. Nýr vitnisburður, og gögn sem styðja þá frásögn, sýna fram á að blaðamennirnir hafi tekið þátt í að skipuleggja byrlunina, verið með í ráðum þegar í upphafi.“ Þannig má ljóst vera að ekki sljákkar í Páli þrátt fyrir dómsmálið á hendur honum. Hann segir að verði sýnt fram á að blaðamennirnir eigi aðild að tilræðinu sjálfu þyngist sakargiftir. „Blaðamennirnir hafa ekki gert opinberlega grein fyrir sinni aðild. Þeir aftur stefna fyrir dómstóla þeim sem fjalla um málið, eins og tilfallandi bloggara.“ Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Dómsmál Samherjaskjölin Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13 Þórður Snær segist ekki lengur geta setið undir óhróðri Páls Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson ætla að stefna Páli Vilhjálmssyni bloggara og framhaldsskólakennara fyrir meiðyrði. 9. maí 2022 12:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þeir tjáðu að þeim hafi verið brugðið við að lesa skrif Páls um sig í aprílmánuði í fyrra; ásakanir um byrlun, stuldi á síma og broti á lögum um stafrænt ofbeldi með dreifingu á persónulegum gögnum. Þau ummæli vegi að faglegum heiðri þeirra og að þeim persónulega. Arnar Þór sagði Pál hafa beinlínis skrifað að þeir hafi tekið þátt í glæp og Þórður, sem sagðist ýmsu vanur, sagði að sér hafi beinlínis verið brugðið. Páll sakaði þá um að eiga aðild að byrlun og stuldi á síma skipstjórans Páls Steingrímssonar sem kenndur hefur verið við hina svokölluðu „Skæruliðadeild Samherja“. Páll hefur verið óþreytandi við að gagnrýna fréttaflutning af málefnum Samherja, einkum í miðlum sem hann kallar RSK-miðla sem eru Ríkisútvarpið, Stundin og Kjarninn. Almælt tíðindi í málinu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Þórðar Snæs og Arnars Þórs spurði skjólstæðinga sína út úr í vitnaleiðslum og höfnuðu þeir því með öllu að vera viðriðnir umræddan glæp en Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Páls, lét það eiga sig að spyrja þá nokkurs. Páll sjálfur var ekki viðstaddur þegar málið á hendur honum var tekið fyrir í morgun. „Ég er bara ekki með ríkisstuðning í mína starfsemi við bloggið, ég þarf að vinna fyrir salti í grautinn, er í vinnunni og það er skýringin,“ segir Páll Vilhjálmsson kennari og bloggari í samtali við Vísi. Meðal þess sem vekur athygli í því sem fram kom í vitnaleiðslum er að Páli hafi boðist að draga ummæli sín til baka án allra eftirmála eða að greiðsla kæmi til vegna hinna umdeildu ummæli. Páll segir það rétt. „Ég fékk erindi frá lögmanni hans Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni þess efnis, að draga orð mín til baka þess efnis að þeir eigi beina og óbeina aðkomu að málinu. Þeir eru sakborningar og mér fannst það bara móðgun við heilbrigða skynsemi að segja það sem eru almælt tíðindi í málinu,“ segir Páll. Í stöðugum ýfingum við blaðamenn Þetta er ekki í fyrsta skipti sem blaða- og fréttamenn telja sig eiga eitt og annað sökótt við Pál. „Fréttamaður RÚV stefndi mér fyrir einhverjum sex sjö árum síðan, leitt að sjá blaðamenn stefna öðrum blaðamönnum sem ættu að vera hlynntir því að menn tjái sig. Að vilja að þrengt sé að tjáningarfrelsinu, er ömurleg staða fyrir blaðamenn.“ Páll varði sig þá sjálfur og var sýknaður. Nú hefur hann ákveðið að fá inn mann fyrir sig? „Ég hugsaði með mér að ég er með hundrað prósent feril sem verjandi fyrir Landsrétti og vildi verja það. Ég er í fullri vinnu og það er mál að sinna þessu. Ég fékk úrvals mann, Sigurð G. Guðjónsson, til að sjá um þetta fyrir mig.“ Páll segir ekki hlaupið að því að verja sig sjálfur, hann sé í fullri vinnu og þó það hafi tekist síðast þá er ekki á vísan að róa. „Þeir eru með heilt batterí á bak við sig. Og eiga ítök í fjölmiðlum. Ég taldi að gott væri að fá mann sem stendur fyrir utan þetta og er fagmaður í þessu,“ segir Páll. Boðar ný tíðindi í málinu Í vitnaleiðslum í morgun kom fram að rannsókn lögreglunnar á Akureyri standi enn yfir en Arnar Þór sagði að þeir hafi óskað eftir því að henni yrði flýtt. Eins og áður sagði hefur Páll fjallað um Samherjaskjölin og umfjöllun um þau nánast án afláts allt frá því að málið kom upp. Þó hann hafi ekki komist til að vera við málflutninginn í morgun vegna starfa sinna sem kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, kom hann því við í morgun að birta langa grein um málið á bloggi sínu. Hvergi nærri af baki dottinn. Fyrir liggur að Páll hefur haft góðan heimildarmann því hann virðist hafa pata af ýmsum vendingum í umræddri lögreglurannsókn þó deilt hafi verið um útleggingar hans. Nú segir Páll ný gögn væntanleg í „byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar vorið 2021 [...] sem gerbreyta stöðu málsins.“ Þórður Snær hefur sagt rannsóknina ráðast af hagsmunum Samherja en Páll segir að fram til þessa hafi rannsókn lögreglunnar beinst að aðkomu blaðamanna að málinu „eftir að skipstjóranum var byrlað. Nýr vitnisburður, og gögn sem styðja þá frásögn, sýna fram á að blaðamennirnir hafi tekið þátt í að skipuleggja byrlunina, verið með í ráðum þegar í upphafi.“ Þannig má ljóst vera að ekki sljákkar í Páli þrátt fyrir dómsmálið á hendur honum. Hann segir að verði sýnt fram á að blaðamennirnir eigi aðild að tilræðinu sjálfu þyngist sakargiftir. „Blaðamennirnir hafa ekki gert opinberlega grein fyrir sinni aðild. Þeir aftur stefna fyrir dómstóla þeim sem fjalla um málið, eins og tilfallandi bloggara.“
Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Dómsmál Samherjaskjölin Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13 Þórður Snær segist ekki lengur geta setið undir óhróðri Páls Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson ætla að stefna Páli Vilhjálmssyni bloggara og framhaldsskólakennara fyrir meiðyrði. 9. maí 2022 12:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30
Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13
Þórður Snær segist ekki lengur geta setið undir óhróðri Páls Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson ætla að stefna Páli Vilhjálmssyni bloggara og framhaldsskólakennara fyrir meiðyrði. 9. maí 2022 12:24