Hverjir eru mótherjar Vals? Sexfaldir Evrópumeistarar í lægð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2023 07:01 Þýska liðið Göppingen verður mótherji Vals í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. Tom Weller/picture alliance via Getty Images Eftir tveggja marka sigur Vals gegn Svíþjóðarmeisturum Ystad í gær hafnaði liðið í þriðja sæti B-riðils Evrópudeildarinnar í handbolta. Valsmenn eru því á leið í 16-liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir Göppingen frá Þýskalandi, en hvaða lið er Göppingen? Handboltaliðið Göppingen kemur frá samnefndri borg í sunnanverðu Þýskalandi þar sem búa um 60 þúsund manns. Göppingen er iðnaðarborg mitt á milli Frankfurt og München og í borginni eru höfuðstöðvar fyrirtækisins TeamViewer AG, aðalstyrktaraðila enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. En nóg um staðsetningu og starfsemi í Göppingen. Í borginni er rík handboltahefð og ekki er langt síðan liðið var í fremstu röð í evrópskum handbolta. Frá stofnun félagsins hefur Göppingen fagnað þýska meistaratitlinum ellefu sinnum - þar af utandyra í tvígang - og sigri í Evrópukeppni sex sinnum. Fjórir Evróputitlar á sjö árum Gengi Göppingen heima fyrir hefur reyndar ekki verið stórglæsilegt undanfarna áratugi, en félagið varð seinast þýskur meistari árið 1972. Félaginu hefur þó gengið mun betur í Evrópukeppnum undanfarið eftir langa eyðimerkurgöngu. Göppingen vann þáverandi útgáfu af Meistaradeildinni í tvígang árin 1960 og 1962, en gerði svo frábæra hluti í Evrópubikarkeppninni á seinasta áratug þessarar aldar. Á sjö ára tímabili vann Göppingen Evrópubikarkeppnina fjórum sinnum - árin 2011, 2012, 2016 og 2017. Leikmenn Göppingen lyfta titlinum eftir sigur gegn Füchse Berlin í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handbolta árið 2017.Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Oft verið kallað Íslendingalið Við Íslendingar erum fljótir að nefna þau lið sem samlandar okkar leika með Íslendingalið. Göppingen hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fengið þann stimpil á sig. Þar ber kannski hæst að nefna Geir Hallsteinsson, sem „opnaði leið íslenskra handknattleiksmanna til Vestur-Þýskalands 1973,“ eins og segir í umfjöllun Handbolta.is um vistaskipti Geirs til Göppingen, en hann lék með liðinu tímabilið 1973-1974. Hálf öld er síðan FH-ingurinn Geir Hallsteinsson lék með Göppingen. Þá hafa íslenskir leikmenn á borð við Rúnar Sigtryggsson (1998-2000), Jaliesky Garcia (2003-2009), og Janus Daða Smárason (2020-2022) einnig leikið með liðinu, ásamt Gunnari Einarssyni, sem lék með liðinu á árunum 1975-1979. Gengið heima fyrir ekki upp á marga fiska Eins og áður segir er gengi Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni undanfarna áratugi ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það er ef miðað er við stöðu félagsins um miðja seinustu öld. Liðið hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á seinasta tímabili, en það var besti árangur liðsins frá því tímabilið 2014-2015 og á sama tíma jöfnun á besta árangri liðsins á þessari öld. Þrátt fyrir góða frammistöðu í Evrópudeildinni undanfarnar vikur og mánuði er staða Göppingen í þýsku deildinni svo enn verri þetta tímabilið. Liðið situr í 14. sæti deildarinnar með aðeins 12 stig eftir 21 leik, 18 stigum frá Evrópusæti og aðeins sex stigum fyrir ofan fallsvæðið. Það er því ljóst að þrátt fyrir forna frægð félagsins hafi Valsmenn getað lent í mun erfiðari andstæðingum í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ef Valsliðið spilar jafn vel gegn Göppingen og það gerði í fyrri hálfleik gegn sænsku meisturunum í Ystad í gær verða möguleikarnir á sæti í átta liða úrslitum að teljast nokkuð góðir. Valur og Göppingen eigast við í tveimur leikjum í 16-liða úrslitum, heima og að heiman, síðar í þessum mánuði. Þýska liðið mætir á Hlíðarenda þann 21. mars og seinni leikurinn fer fram á heimavelli Göppingen, EWS Arena, viku síðar. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 „Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. 28. febrúar 2023 20:14 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
Handboltaliðið Göppingen kemur frá samnefndri borg í sunnanverðu Þýskalandi þar sem búa um 60 þúsund manns. Göppingen er iðnaðarborg mitt á milli Frankfurt og München og í borginni eru höfuðstöðvar fyrirtækisins TeamViewer AG, aðalstyrktaraðila enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. En nóg um staðsetningu og starfsemi í Göppingen. Í borginni er rík handboltahefð og ekki er langt síðan liðið var í fremstu röð í evrópskum handbolta. Frá stofnun félagsins hefur Göppingen fagnað þýska meistaratitlinum ellefu sinnum - þar af utandyra í tvígang - og sigri í Evrópukeppni sex sinnum. Fjórir Evróputitlar á sjö árum Gengi Göppingen heima fyrir hefur reyndar ekki verið stórglæsilegt undanfarna áratugi, en félagið varð seinast þýskur meistari árið 1972. Félaginu hefur þó gengið mun betur í Evrópukeppnum undanfarið eftir langa eyðimerkurgöngu. Göppingen vann þáverandi útgáfu af Meistaradeildinni í tvígang árin 1960 og 1962, en gerði svo frábæra hluti í Evrópubikarkeppninni á seinasta áratug þessarar aldar. Á sjö ára tímabili vann Göppingen Evrópubikarkeppnina fjórum sinnum - árin 2011, 2012, 2016 og 2017. Leikmenn Göppingen lyfta titlinum eftir sigur gegn Füchse Berlin í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handbolta árið 2017.Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Oft verið kallað Íslendingalið Við Íslendingar erum fljótir að nefna þau lið sem samlandar okkar leika með Íslendingalið. Göppingen hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fengið þann stimpil á sig. Þar ber kannski hæst að nefna Geir Hallsteinsson, sem „opnaði leið íslenskra handknattleiksmanna til Vestur-Þýskalands 1973,“ eins og segir í umfjöllun Handbolta.is um vistaskipti Geirs til Göppingen, en hann lék með liðinu tímabilið 1973-1974. Hálf öld er síðan FH-ingurinn Geir Hallsteinsson lék með Göppingen. Þá hafa íslenskir leikmenn á borð við Rúnar Sigtryggsson (1998-2000), Jaliesky Garcia (2003-2009), og Janus Daða Smárason (2020-2022) einnig leikið með liðinu, ásamt Gunnari Einarssyni, sem lék með liðinu á árunum 1975-1979. Gengið heima fyrir ekki upp á marga fiska Eins og áður segir er gengi Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni undanfarna áratugi ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það er ef miðað er við stöðu félagsins um miðja seinustu öld. Liðið hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á seinasta tímabili, en það var besti árangur liðsins frá því tímabilið 2014-2015 og á sama tíma jöfnun á besta árangri liðsins á þessari öld. Þrátt fyrir góða frammistöðu í Evrópudeildinni undanfarnar vikur og mánuði er staða Göppingen í þýsku deildinni svo enn verri þetta tímabilið. Liðið situr í 14. sæti deildarinnar með aðeins 12 stig eftir 21 leik, 18 stigum frá Evrópusæti og aðeins sex stigum fyrir ofan fallsvæðið. Það er því ljóst að þrátt fyrir forna frægð félagsins hafi Valsmenn getað lent í mun erfiðari andstæðingum í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ef Valsliðið spilar jafn vel gegn Göppingen og það gerði í fyrri hálfleik gegn sænsku meisturunum í Ystad í gær verða möguleikarnir á sæti í átta liða úrslitum að teljast nokkuð góðir. Valur og Göppingen eigast við í tveimur leikjum í 16-liða úrslitum, heima og að heiman, síðar í þessum mánuði. Þýska liðið mætir á Hlíðarenda þann 21. mars og seinni leikurinn fer fram á heimavelli Göppingen, EWS Arena, viku síðar.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25 „Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. 28. febrúar 2023 20:14 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
Umfjöllun: Ystad - Valur 33-35 | Frábær sigur Valsmanna Valur vann sigur á Svíþjóðarmeisturum Ystad, 33-35, í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Valsmenn voru einu marki frá því að tryggja sér 2. sæti riðilsins. 28. febrúar 2023 19:25
„Að vera svekktir með að ná ekki öðru sætinu sýnir karakterinn í liðinu“ „Þetta er bara spes tilfinning. Við unnum leikinn, en erum í dauðafæri að vinna þetta með þrem eða meira og ná 2. sætinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. 28. febrúar 2023 20:14