Arsenal skorað flest sigurmörk í uppbótartíma á leiktíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2023 14:31 Leikmenn Arsenal fagna sigurmarki Reiss Nelson gegn Bournemouth. EPA-EFE/Daniel Hambury Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, er það lið deildarinnar sem hefur skorað flest sigurmörk á yfirstandandi tímabili eftir að venjulegum leiktíma er lokið. Arsenal hefur alls skorað þrjú slík og eitt þeirra kom í gær þegar Skytturnar komu til baka gegn Bournemouth. Arsenal lenti 0-2 undir á heimavelli sínum gegn nýliðum Bournemouth í gær, laugardag. Þrátt fyrir að ná að jafna leikinn þegar enn voru tuttugu mínútur eftir virtist Skyttunum fyrirmunað að koma inn sigurmarki. Það er þangað til komnar voru tvær mínútur fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Reiss Nelson reyndist hetja Arsenal á laugardag en þetta var í þriðja sinn sem lærisveinar Mikel Arteta skora sigurmark í uppbótartíma leikja á leiktíðinni. Meistaraheppni eða meistaraseigla? Þó Arsenal hafi skorað nokkur sigumörk þegar líða var farið á leiki fyrir áramót þá var það ekki fyrr en eftir áramót sem liðið fór að bíða alveg fram á síðustu stundu. Eddie Nketiah skoraði dramatískt sigurmark á 90. mínútu gegn Manchester United þann 22. janúar í 3-2 sigri Arsenal. Skytturnar þurftu svo að bíða fram á 93. mínútu þann 18. febrúar þegar skot Jorginho fór af slánni og í Emi Martinez, markvörð Aston Villa, og í netið. Gabriel Martinelli gulltryggði svo 4-2 sigur Arsenal þann daginn eftir að Martinez hafði farið fram í horni á 98. mínútu leiksins. Arsenal have scored more 90th-minute winners than any other side in the #PL this season (3) It s the joint-most the Gunners have ever scored in a single PL season#ARSBOU pic.twitter.com/ABmwZEmAX5— Premier League (@premierleague) March 5, 2023 Skytturnar hafa því þrívegis tryggt sér sigur með mörkum í uppbótartíma. Stigin sex sem Arsenal hefur tryggt sér með þeim mörkum gerir það að verkum að liðið er á toppnum með 63 stig að loknum 26 leikjum á meðan Manchester City er í 2. sæti með fimm stigum minna eða 58 talsins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25 „Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00 Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Arsenal lenti 0-2 undir á heimavelli sínum gegn nýliðum Bournemouth í gær, laugardag. Þrátt fyrir að ná að jafna leikinn þegar enn voru tuttugu mínútur eftir virtist Skyttunum fyrirmunað að koma inn sigurmarki. Það er þangað til komnar voru tvær mínútur fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Reiss Nelson reyndist hetja Arsenal á laugardag en þetta var í þriðja sinn sem lærisveinar Mikel Arteta skora sigurmark í uppbótartíma leikja á leiktíðinni. Meistaraheppni eða meistaraseigla? Þó Arsenal hafi skorað nokkur sigumörk þegar líða var farið á leiki fyrir áramót þá var það ekki fyrr en eftir áramót sem liðið fór að bíða alveg fram á síðustu stundu. Eddie Nketiah skoraði dramatískt sigurmark á 90. mínútu gegn Manchester United þann 22. janúar í 3-2 sigri Arsenal. Skytturnar þurftu svo að bíða fram á 93. mínútu þann 18. febrúar þegar skot Jorginho fór af slánni og í Emi Martinez, markvörð Aston Villa, og í netið. Gabriel Martinelli gulltryggði svo 4-2 sigur Arsenal þann daginn eftir að Martinez hafði farið fram í horni á 98. mínútu leiksins. Arsenal have scored more 90th-minute winners than any other side in the #PL this season (3) It s the joint-most the Gunners have ever scored in a single PL season#ARSBOU pic.twitter.com/ABmwZEmAX5— Premier League (@premierleague) March 5, 2023 Skytturnar hafa því þrívegis tryggt sér sigur með mörkum í uppbótartíma. Stigin sex sem Arsenal hefur tryggt sér með þeim mörkum gerir það að verkum að liðið er á toppnum með 63 stig að loknum 26 leikjum á meðan Manchester City er í 2. sæti með fimm stigum minna eða 58 talsins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25 „Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00 Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25
„Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00
Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29