800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 13:04 Það eru mikil umsvif í Þorlákshöfn í kringum laxeldi á landi enda á að setja á næstu fimm til sjö árum 160 til 180 milljarða króna í verkefnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda Stærstu verkefni Sveitarfélagsins Ölfuss um þessar mundir er uppbygging fulleldis eða þauleldis á laxi á landi. Framkvæmdirnar eiga sér flestar stað í Þorlákshöfn þar sem alls staðar er verið að byggja og undirbúa laxeldið. Fiskar eru komnir í einhver ker en það er verið að steypa önnur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þetta risa, risa framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. „Á næstu fimm til sjö árum þá er stefnt að því að verja 160 til 180 milljörðum til þessara framkvæmda og svona til samanburðar þá kostaði Kárahnjúkavirkjun 146 milljarða, þannig að þetta er gríðarlega mikil framkvæmd og áætluð útflutningsverðmæti þegar þessi verkefni verða að fullu komin til, segjum innan fimm til sjö ára, þá gætu útflutningsverðmætin verið nærri 120 milljörðum og til samanburðar þá voru útflutningsverðmæti allra skipanna hjá Brim árið 2021 20 milljarðar,“ segir Elliði. Elliði segir að fiskeldið á landi muni skapa mjög mikið af nýjum störfum. „Já, það verða til sex til átta hundruð störf beint við þetta, auk afleiddra starfa, þannig að framtíðin hér er björt.“ En hvað er það, sem gerir Þorlákshöfn að svona vinsælum stað þegar fiskeldi er annars vegar? „Við erum náttúrlega með vaxandi höfn, við erum að setja þrjá til fimm milljarða í höfnina núna á þremur árum og hér eru náttúrulegar aðstæður til allra matvælavinnslu góðar. Það er mikið af jarðsjó, það er gott vatn og næg orka og mikið land. Þetta í bland við öfluga íbúa gerir þetta svæði mjög aðlaðandi og nú erum við að byrja að þróa Græna iðngarða og mikill áhugi hjá fyrirtækjum að taka þátt í því“, segir Elliði enn fremur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er stoltur og ánægður með þá miklu uppbyggingu, sem á sér stað í sveitarfélaginu þegar fiskeldi á landi er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Fiskeldi Landeldi Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Stærstu verkefni Sveitarfélagsins Ölfuss um þessar mundir er uppbygging fulleldis eða þauleldis á laxi á landi. Framkvæmdirnar eiga sér flestar stað í Þorlákshöfn þar sem alls staðar er verið að byggja og undirbúa laxeldið. Fiskar eru komnir í einhver ker en það er verið að steypa önnur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þetta risa, risa framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. „Á næstu fimm til sjö árum þá er stefnt að því að verja 160 til 180 milljörðum til þessara framkvæmda og svona til samanburðar þá kostaði Kárahnjúkavirkjun 146 milljarða, þannig að þetta er gríðarlega mikil framkvæmd og áætluð útflutningsverðmæti þegar þessi verkefni verða að fullu komin til, segjum innan fimm til sjö ára, þá gætu útflutningsverðmætin verið nærri 120 milljörðum og til samanburðar þá voru útflutningsverðmæti allra skipanna hjá Brim árið 2021 20 milljarðar,“ segir Elliði. Elliði segir að fiskeldið á landi muni skapa mjög mikið af nýjum störfum. „Já, það verða til sex til átta hundruð störf beint við þetta, auk afleiddra starfa, þannig að framtíðin hér er björt.“ En hvað er það, sem gerir Þorlákshöfn að svona vinsælum stað þegar fiskeldi er annars vegar? „Við erum náttúrlega með vaxandi höfn, við erum að setja þrjá til fimm milljarða í höfnina núna á þremur árum og hér eru náttúrulegar aðstæður til allra matvælavinnslu góðar. Það er mikið af jarðsjó, það er gott vatn og næg orka og mikið land. Þetta í bland við öfluga íbúa gerir þetta svæði mjög aðlaðandi og nú erum við að byrja að þróa Græna iðngarða og mikill áhugi hjá fyrirtækjum að taka þátt í því“, segir Elliði enn fremur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er stoltur og ánægður með þá miklu uppbyggingu, sem á sér stað í sveitarfélaginu þegar fiskeldi á landi er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Fiskeldi Landeldi Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira