„Við viljum ekki hægja á umferðinni“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 19:07 Þór segir Einar Þorsteinsson formann borgarráðs ætla að hitta sig í vikunni. Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar. Meirihluti Umhverfis og skipulagsráðs samþykkti bókun þess efnis á fundi sínum á miðvikudag að áfram skyldi stefnt að því að hringtorgið við Hringbraut 121 í Vesturbænum myndi víkja. Skipulag og útlit þessara T-gatnamóta er enn í vinnslu hjá Reykjavíkurborg og Vegagerðinni en samþykkt var að ráðast í eftirfarandi breytingar fyrst til þess að bæta aðgengi og aðstöðu gangandi og hjólandi. Ný gönguljós koma á Eiðsgranda vestan við innkeyrslu að Hringbraut 121, sem í daglegu tali er oft kallað JL húsið. Samhliða þessu er gert ráð fyrir því að vinstri beygjuvasi verði fjarlægður og í staðinn komi beygjuakrein. Ekki verði lengur hægt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121. Þá verði settar upp miðeyjur á Ánanaust en gönguþverun þar þykir ansi varasöm. Bæjarstjóri Seltjarnarness er ósáttur við áformin og gagnrýnir samráðsleysið harðlega. „Ég las þetta í Morgunblaðinu eins og aðrir og við erum ekki sáttir við það að svona veigamiklar breytingar sem skipta okkur máli úti á nesi varðandi samgöngur að við lesum bara um þau í fjölmiðlum. Við viljum frekar vera við borðið og hjálpa til við svona ákvarðanatöku. Þetta torg hér sem annar umferð ágætlega á að hverfa og hér eiga að koma t-gatnamót í staðinn. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eru að vinna í þessu. Það sem okkur hugnast ekki eru enn ein ljósin hér sem tefja umferð enn frekar.“ Yfirlýst stefna meirihlutans í Reykjavík er að hægja á og draga úr umferð og skapa betra umhverfi fyrir virka ferðamáta. Þór er ekki sammála þessari nálgun á þessum stað. „Við náttúrulega viljum ekki hægja á umferðinni. Hún er ekkert of hröð hér.“ En stefnir í meira samráð? „Formaður borgarráðs hafði samband við mig og við hyggjumst fá okkur kaffi eftir helgina og ræða málin betur.“ Umferð Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Seltjarnarnes Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Meirihluti Umhverfis og skipulagsráðs samþykkti bókun þess efnis á fundi sínum á miðvikudag að áfram skyldi stefnt að því að hringtorgið við Hringbraut 121 í Vesturbænum myndi víkja. Skipulag og útlit þessara T-gatnamóta er enn í vinnslu hjá Reykjavíkurborg og Vegagerðinni en samþykkt var að ráðast í eftirfarandi breytingar fyrst til þess að bæta aðgengi og aðstöðu gangandi og hjólandi. Ný gönguljós koma á Eiðsgranda vestan við innkeyrslu að Hringbraut 121, sem í daglegu tali er oft kallað JL húsið. Samhliða þessu er gert ráð fyrir því að vinstri beygjuvasi verði fjarlægður og í staðinn komi beygjuakrein. Ekki verði lengur hægt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121. Þá verði settar upp miðeyjur á Ánanaust en gönguþverun þar þykir ansi varasöm. Bæjarstjóri Seltjarnarness er ósáttur við áformin og gagnrýnir samráðsleysið harðlega. „Ég las þetta í Morgunblaðinu eins og aðrir og við erum ekki sáttir við það að svona veigamiklar breytingar sem skipta okkur máli úti á nesi varðandi samgöngur að við lesum bara um þau í fjölmiðlum. Við viljum frekar vera við borðið og hjálpa til við svona ákvarðanatöku. Þetta torg hér sem annar umferð ágætlega á að hverfa og hér eiga að koma t-gatnamót í staðinn. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eru að vinna í þessu. Það sem okkur hugnast ekki eru enn ein ljósin hér sem tefja umferð enn frekar.“ Yfirlýst stefna meirihlutans í Reykjavík er að hægja á og draga úr umferð og skapa betra umhverfi fyrir virka ferðamáta. Þór er ekki sammála þessari nálgun á þessum stað. „Við náttúrulega viljum ekki hægja á umferðinni. Hún er ekkert of hröð hér.“ En stefnir í meira samráð? „Formaður borgarráðs hafði samband við mig og við hyggjumst fá okkur kaffi eftir helgina og ræða málin betur.“
Umferð Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Seltjarnarnes Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira