„Hvar varst þú í sumar?:” Ný stefna í menntasjóðsmálum Sveinn Ægir Birgisson skrifar 14. mars 2023 10:00 Stúdentar þekkja flestir til Menntasjóðs námsmanna (MSNM). Stór hluti háskólanema fær lán af einhverjum toga frá honum til að geta stundað nám sitt. Ef ekki væri fyrir menntasjóðinn væri aðgengi að háskólamenntun á Íslandi mun minna en það er í dag. Menntasjóðurinn er þó ekki fullkominn, langt í frá. Framfærslan sem námsmenn fá frá sjóðnum er langt undir þeim framfærslumörkum sem þarf til þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. Námslán skerðast einnig ef háskólanemi vinnur of mikið með námi eða á sumrin, sem sagt ef tekjur námsmanna fara yfir 1,4 milljón á ári, sem margir einmitt gera til þess að bæta upp þessa lágu framfærslu. Röskva hefur verið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands undanfarin ár og hefur þar af leiðandi sæti í stjórn MSNM. Hún hefur alltaf verið með háværar kröfur um bætt kjör fyrir stúdenta hjá MSNM og þrátt fyrir að einhverjum áföngum hafi verið náð, hefur samvinna þeirra við sjóðinn og stjórnvöld hans aðallega verið stál í stál. Hver er ástæðan fyrir því að Röskva nær ekki fram þeim breytingum sem stúdentar krefjast og þurfa? Staðreyndin er sú að til þess að ná fram alvöru breytingum í þágu stúdenta þurfa markmiðin að vera skýr og framkvæmanleg. Mikilvægt er að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta, en ef kröfurnar eru ekki í tengingu við raunveruleikann eru þær í raun tilgangslausar. Sú er því miður raunin að kröfur Röskvu hafa í flestum tilvikum verið svo óraunhæfar að ekki hefur komið til greina að koma þeim í framkvæmd. Hreyfingin hefur öskrað hástöfum út í vindinn um óraunhæfar og óframkvæmanlegar kröfur og hafa í leiðinni misst sjónar á þeim tækifærum til breytinga sem liggja fyrir og eru praktísk. Stúdentahreyfingin þarf að taka mið af rekstrarstöðu og umhverfi sjóðsins, finna tækifærin sem liggja fyrir og ná raunverulegum árangri með því að berjast fyrir framkvæmanlegum breytingum. Það viljum við í Vöku gera. Við sjáum greinilegt sóknartækifæri til breytinga hjá MSNM, sem er að frítekjumarkið verði tvískipt. Það er að segja; við viljum að námslán stúdenta verði ekki skert fyrir vinnu á sumrin, líkt og gerist í dag. Sú vinna á sér stað á meðan fólk er ekki í skóla, þar af leiðandi ekki á framfærslu og hún kemur því menntasjóðnum í raun ekki við. Það að stúdentar geti unnið óskert á sumrin myndi minnka þörf stúdenta til þess að vinna með skóla sem myndi leiða af sér bættan námsárangur hjá íslenskum háskólanemum. Sumir gætu líka einfaldlega tekið lægri námslán og þar með verið minna skuldsettir þegar þeir halda út á vinnumarkaðinn. Þessi breyting er raunhæf og vel framkvæmanleg í núverandi rekstrarstöðu sjóðsins. Skerðingalaus sumarvinna myndi strax skila sér í áþreifanlegum umbótum fyrir námsmenn. Fyrsti áfangi sem hægt væri að byggja á og vinna áfram að til að bæta kjör stúdenta enn frekar. Til þess að hægt sé að setja þetta mál á oddinn þarf Vaka að fá umboð frá stúdentum í næstu stúdentaráðskosningum 22. - 23. mars. Höfundur skipar annað sætið á lista Vöku á Menntavísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Stúdentar þekkja flestir til Menntasjóðs námsmanna (MSNM). Stór hluti háskólanema fær lán af einhverjum toga frá honum til að geta stundað nám sitt. Ef ekki væri fyrir menntasjóðinn væri aðgengi að háskólamenntun á Íslandi mun minna en það er í dag. Menntasjóðurinn er þó ekki fullkominn, langt í frá. Framfærslan sem námsmenn fá frá sjóðnum er langt undir þeim framfærslumörkum sem þarf til þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. Námslán skerðast einnig ef háskólanemi vinnur of mikið með námi eða á sumrin, sem sagt ef tekjur námsmanna fara yfir 1,4 milljón á ári, sem margir einmitt gera til þess að bæta upp þessa lágu framfærslu. Röskva hefur verið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands undanfarin ár og hefur þar af leiðandi sæti í stjórn MSNM. Hún hefur alltaf verið með háværar kröfur um bætt kjör fyrir stúdenta hjá MSNM og þrátt fyrir að einhverjum áföngum hafi verið náð, hefur samvinna þeirra við sjóðinn og stjórnvöld hans aðallega verið stál í stál. Hver er ástæðan fyrir því að Röskva nær ekki fram þeim breytingum sem stúdentar krefjast og þurfa? Staðreyndin er sú að til þess að ná fram alvöru breytingum í þágu stúdenta þurfa markmiðin að vera skýr og framkvæmanleg. Mikilvægt er að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta, en ef kröfurnar eru ekki í tengingu við raunveruleikann eru þær í raun tilgangslausar. Sú er því miður raunin að kröfur Röskvu hafa í flestum tilvikum verið svo óraunhæfar að ekki hefur komið til greina að koma þeim í framkvæmd. Hreyfingin hefur öskrað hástöfum út í vindinn um óraunhæfar og óframkvæmanlegar kröfur og hafa í leiðinni misst sjónar á þeim tækifærum til breytinga sem liggja fyrir og eru praktísk. Stúdentahreyfingin þarf að taka mið af rekstrarstöðu og umhverfi sjóðsins, finna tækifærin sem liggja fyrir og ná raunverulegum árangri með því að berjast fyrir framkvæmanlegum breytingum. Það viljum við í Vöku gera. Við sjáum greinilegt sóknartækifæri til breytinga hjá MSNM, sem er að frítekjumarkið verði tvískipt. Það er að segja; við viljum að námslán stúdenta verði ekki skert fyrir vinnu á sumrin, líkt og gerist í dag. Sú vinna á sér stað á meðan fólk er ekki í skóla, þar af leiðandi ekki á framfærslu og hún kemur því menntasjóðnum í raun ekki við. Það að stúdentar geti unnið óskert á sumrin myndi minnka þörf stúdenta til þess að vinna með skóla sem myndi leiða af sér bættan námsárangur hjá íslenskum háskólanemum. Sumir gætu líka einfaldlega tekið lægri námslán og þar með verið minna skuldsettir þegar þeir halda út á vinnumarkaðinn. Þessi breyting er raunhæf og vel framkvæmanleg í núverandi rekstrarstöðu sjóðsins. Skerðingalaus sumarvinna myndi strax skila sér í áþreifanlegum umbótum fyrir námsmenn. Fyrsti áfangi sem hægt væri að byggja á og vinna áfram að til að bæta kjör stúdenta enn frekar. Til þess að hægt sé að setja þetta mál á oddinn þarf Vaka að fá umboð frá stúdentum í næstu stúdentaráðskosningum 22. - 23. mars. Höfundur skipar annað sætið á lista Vöku á Menntavísindasviði.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun