Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2023 22:45 JK Rowling er ekki háttskrifuð í bókum Sjóns. Getty/samsett Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. Sjón gagnrýndi Rowling í tísti í kvöld og vísar til ummæla sem breski rithöfundurinn lét falla í hlaðvarpsþætti um að tíminn eigi eftir að leiða í ljós hvort að hún hafi rangt fyrir sér um transfólk. Í sama þætti sagðist hún hafa vitað að það ætti eftir að fara illa í aðdáendur bókanna um Harry Potter að hún æði inn í umræðu um réttindi transfólks á sínum tíma. „JK Rowling getur leyft sér þann munað að segja að „tíminn leiði í ljós hvort ég hafi á röngu að standa“ á meðan transfólk neyðist til þess að búa við aðsteðjandi hættu á að það missi ekki aðeins mannréttindi sín heldur líf sitt vegna þess að heimtufrekt (e. entitled) fólk eins og hún er kerfisbundið að afmennska það,“ tísti Sjón á ensku. JK Rowling has the luxury of saying time will tell whether I ve got this wrong , while trans people are forced to live with the imminent danger of not only losing their human rights but also their lives because entitled people like her are systematically dehumanising them.— Sjón (@Sjonorama) March 15, 2023 Rowling hefur sætt harðri gagnrýni fyrir afstöðu sína til transfólks og transkvenna sérstaklega. Hún hefur ítrekað gefið í skyn að transkonur séu hættulegar öðrum konum og sagt að transkonur séu ekki konur. Leikararnir sem túlkuðu aðalpersónurnar í kvikmyndunum um Harry Potter eru á meðal þeirra sem hafa lýst sig ósammála Rowling opinberlega. Stormurinn í kringum Rowling geisar í skugga harðnandi orðræðu um hinsegin fólk víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í hlaðvarpinu líkti Rowling baráttufólki fyrir réttindum transfólks við svonefndar násugur úr Potter-bókunum, hóp illra seiðkarla og kvenna sem Potter þarf að glíma við. „Ég er að berjast gegn því sem ég tel öfluga og lævíslega hreyfingu sem hatar konur og sem hefur orðið gríðarlega ágegnt á mjög áhrifamiklum sviðum samfélagsins,“ sagði rithöfundurinn. Hinsegin Menning Bókmenntir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Sjón gagnrýndi Rowling í tísti í kvöld og vísar til ummæla sem breski rithöfundurinn lét falla í hlaðvarpsþætti um að tíminn eigi eftir að leiða í ljós hvort að hún hafi rangt fyrir sér um transfólk. Í sama þætti sagðist hún hafa vitað að það ætti eftir að fara illa í aðdáendur bókanna um Harry Potter að hún æði inn í umræðu um réttindi transfólks á sínum tíma. „JK Rowling getur leyft sér þann munað að segja að „tíminn leiði í ljós hvort ég hafi á röngu að standa“ á meðan transfólk neyðist til þess að búa við aðsteðjandi hættu á að það missi ekki aðeins mannréttindi sín heldur líf sitt vegna þess að heimtufrekt (e. entitled) fólk eins og hún er kerfisbundið að afmennska það,“ tísti Sjón á ensku. JK Rowling has the luxury of saying time will tell whether I ve got this wrong , while trans people are forced to live with the imminent danger of not only losing their human rights but also their lives because entitled people like her are systematically dehumanising them.— Sjón (@Sjonorama) March 15, 2023 Rowling hefur sætt harðri gagnrýni fyrir afstöðu sína til transfólks og transkvenna sérstaklega. Hún hefur ítrekað gefið í skyn að transkonur séu hættulegar öðrum konum og sagt að transkonur séu ekki konur. Leikararnir sem túlkuðu aðalpersónurnar í kvikmyndunum um Harry Potter eru á meðal þeirra sem hafa lýst sig ósammála Rowling opinberlega. Stormurinn í kringum Rowling geisar í skugga harðnandi orðræðu um hinsegin fólk víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í hlaðvarpinu líkti Rowling baráttufólki fyrir réttindum transfólks við svonefndar násugur úr Potter-bókunum, hóp illra seiðkarla og kvenna sem Potter þarf að glíma við. „Ég er að berjast gegn því sem ég tel öfluga og lævíslega hreyfingu sem hatar konur og sem hefur orðið gríðarlega ágegnt á mjög áhrifamiklum sviðum samfélagsins,“ sagði rithöfundurinn.
Hinsegin Menning Bókmenntir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira