Í fyrsta sinn með hausverk yfir því að velja landsliðshópinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2023 09:01 Arnar Þór Viðarsson ætlar sér að koma íslenska karlalandsliðinu á EM 2024. vísir/sigurjón Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist spenntur fyrir komandi landsleikjum enda getur hann loksins teflt fram sínu sterkasta liði. Framundan eru leikir gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. „Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem ég var með virkilegan hausverk yfir því að velja hópinn. Það eru mjög lítið um meiðsli og þau málefni sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár eru fyrir aftan okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég þurfti virkilega að púsla saman hóp,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í gær. Landsliðsmennirnir hafa margir hverjir spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum vikum. „Það er ein af forsendunum að mönnum líði vel í sínu félagsliði, er að þeir séu að spila vel. Það er mjög ánægjulegt að sjá að mjög margir af okkar leikmönnum líður vel og eru að spila vel. Hvort sem þeir eru ungir eða efnilegir eða eldri og reyndari, sú blanda er akkúrat núna æskileg,“ sagði Arnar Þór. Einn af óreyndari mönnunum í íslenska hópnum er Sævar Atli Magnússon. Breiðhyltingurinn hefur spilað vel með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni að undanförnu. „Hann hefur staðið sig mjög vel. Við höfum fylgst mjög vel með honum lengi. Hann kom til dæmis inn í janúarverefnið og stóð sig mjög vel þar. Það var eitt af stóru skrefunum í átt að þessu og svo er hann búinn að vera frábær með Lyngby undanfarnar vikur. Að mínu á hann fyllilega skilið að vera í þessum hóp,“ sagði Arnar Þór. Bæði Bosnía og Liechtenstein eru með nýja þjálfara sem eykur á óvissuna fyrir leikina tvo sem framundan eru. „Það eykur að sjálfsögðu flækjustigið fyrir okkur en það er það líka fyrir andstæðinginn. Þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa sig. Ég þekki það frá því ég tók við liðinu, þá hafði ég bara þrjá daga til að undirbúa liðið og það er ekki auðvelt,“ sagði Arnar Þór. „Þetta er í báðar áttir. Við þurfum að undirbúa okkur betur og vera tilbúnir að greina þessa þjálfara, hvað þeir hafa gert áður. Hvort þeir hafi spilað með fjóra eða fimm til baka. Svo er það líka flókið fyrir þá að koma sínum hlutum inn á skömmum tíma,“ sagði Arnar Þór. En hvað væri hann sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. En við gerum okkur grein fyrir því að til dæmis leikurinn gegn Bosníu er mjög mikilvægur og mjög erfiður. Þetta er maraþon, tíu leikir í fimm gluggum. Við erum með ákveðinn stigafjölda í huga sem gæti verið nóg til að ná 2. sætinu. Það gerist ekkert bara í þessum glugga. Við tökum bara leik fyrir leik og ætlum að sjálfsögðu að vinna alla leiki sem við förum inn í,“ sagði Arnar Þór að endingu. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
„Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem ég var með virkilegan hausverk yfir því að velja hópinn. Það eru mjög lítið um meiðsli og þau málefni sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár eru fyrir aftan okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég þurfti virkilega að púsla saman hóp,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í gær. Landsliðsmennirnir hafa margir hverjir spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum vikum. „Það er ein af forsendunum að mönnum líði vel í sínu félagsliði, er að þeir séu að spila vel. Það er mjög ánægjulegt að sjá að mjög margir af okkar leikmönnum líður vel og eru að spila vel. Hvort sem þeir eru ungir eða efnilegir eða eldri og reyndari, sú blanda er akkúrat núna æskileg,“ sagði Arnar Þór. Einn af óreyndari mönnunum í íslenska hópnum er Sævar Atli Magnússon. Breiðhyltingurinn hefur spilað vel með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni að undanförnu. „Hann hefur staðið sig mjög vel. Við höfum fylgst mjög vel með honum lengi. Hann kom til dæmis inn í janúarverefnið og stóð sig mjög vel þar. Það var eitt af stóru skrefunum í átt að þessu og svo er hann búinn að vera frábær með Lyngby undanfarnar vikur. Að mínu á hann fyllilega skilið að vera í þessum hóp,“ sagði Arnar Þór. Bæði Bosnía og Liechtenstein eru með nýja þjálfara sem eykur á óvissuna fyrir leikina tvo sem framundan eru. „Það eykur að sjálfsögðu flækjustigið fyrir okkur en það er það líka fyrir andstæðinginn. Þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa sig. Ég þekki það frá því ég tók við liðinu, þá hafði ég bara þrjá daga til að undirbúa liðið og það er ekki auðvelt,“ sagði Arnar Þór. „Þetta er í báðar áttir. Við þurfum að undirbúa okkur betur og vera tilbúnir að greina þessa þjálfara, hvað þeir hafa gert áður. Hvort þeir hafi spilað með fjóra eða fimm til baka. Svo er það líka flókið fyrir þá að koma sínum hlutum inn á skömmum tíma,“ sagði Arnar Þór. En hvað væri hann sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. En við gerum okkur grein fyrir því að til dæmis leikurinn gegn Bosníu er mjög mikilvægur og mjög erfiður. Þetta er maraþon, tíu leikir í fimm gluggum. Við erum með ákveðinn stigafjölda í huga sem gæti verið nóg til að ná 2. sætinu. Það gerist ekkert bara í þessum glugga. Við tökum bara leik fyrir leik og ætlum að sjálfsögðu að vinna alla leiki sem við förum inn í,“ sagði Arnar Þór að endingu.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira