Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2023 19:51 Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá kosningunum árið 2021 og aukist mikið frá því Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum. Stöð 2 Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri. Samfylkingin mælist nú með 24,4 prósent og er þriðja mánuðinn í röð með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 20,2 prósent í könnun Maskínu sem gerð var dagana 6. til 20. mars. Framsóknarflokkurinn, Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn bæta aðeins við sig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar og Miðflokkurinn stendur nánast í stað. Hins vegar missa Píratar 2,5 prósentustig og mælast nú með 10,2 prósent og Vinstri græn halda áfram að missa fylgi og mælast nú með aðeins 6 prósenta fylgi. Það er forvitnilegt að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Þrátt fyrir mikið fylgistap Framsóknarflokksins frákosningum þar sem flokkurinn fékk 17,2 prósenta fylgi, mælist hann ekki langt frá því fylgi hjá yngsta aldurshópnum 18-29 ára eða 16,2 prósent. Í öðrum aldurshópum er fylgið frá um 11 prósentum til tæplega 13 prósenta. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er minnst í yngsta aldurshópnum eða 16,5 prósent en mest hjá kjósendum á aldrinum 50 til 59 ára þar sem það er 25,6 prósent og 22,1 prósent hjá 60 plús. Sósíalistaflokkurinn sækir mest fylgi til yngsta aldurshópsins eða 9,2 prósent, Miðflokkurinn mest í sextíu ára og eldri eða 9,5 prósent og Píratar sækja mest af sínu fylgi til fólks á aldrinum 30-39 ára eða 16,4 prósent. Fylgi Samfylkingarinnar dreifist nokkuð jafnt á aldurshópana en er þó sýnu mest hjá yngsta aldurshópnum þar sem það er 25,6 prósent. Vinstri græn sækja hins vegar mest af sínu fylgi til tveggja elstu aldurshópanna þar sem það er 7 til 8 prósent en minnst til yngsta aldurshópsins þar sem það er aðeins 3,6 prósent. Ef könnun Maskínu yrði niðurstaða kosninga væri stjórnarmeirihlutinn kolfallinn með samanlagt 29 þingmenn. Samfylkingin og Framsókn fengju samanlagt 30 þingmenn og þyrftu að lágmarki tvo þingmenn til viðbótar frá einhverjum hinna flokkanna til að mynda ríkisstjórn. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Samfylkingin Tengdar fréttir Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21. mars 2023 11:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með 24,4 prósent og er þriðja mánuðinn í röð með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 20,2 prósent í könnun Maskínu sem gerð var dagana 6. til 20. mars. Framsóknarflokkurinn, Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn bæta aðeins við sig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar og Miðflokkurinn stendur nánast í stað. Hins vegar missa Píratar 2,5 prósentustig og mælast nú með 10,2 prósent og Vinstri græn halda áfram að missa fylgi og mælast nú með aðeins 6 prósenta fylgi. Það er forvitnilegt að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Þrátt fyrir mikið fylgistap Framsóknarflokksins frákosningum þar sem flokkurinn fékk 17,2 prósenta fylgi, mælist hann ekki langt frá því fylgi hjá yngsta aldurshópnum 18-29 ára eða 16,2 prósent. Í öðrum aldurshópum er fylgið frá um 11 prósentum til tæplega 13 prósenta. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er minnst í yngsta aldurshópnum eða 16,5 prósent en mest hjá kjósendum á aldrinum 50 til 59 ára þar sem það er 25,6 prósent og 22,1 prósent hjá 60 plús. Sósíalistaflokkurinn sækir mest fylgi til yngsta aldurshópsins eða 9,2 prósent, Miðflokkurinn mest í sextíu ára og eldri eða 9,5 prósent og Píratar sækja mest af sínu fylgi til fólks á aldrinum 30-39 ára eða 16,4 prósent. Fylgi Samfylkingarinnar dreifist nokkuð jafnt á aldurshópana en er þó sýnu mest hjá yngsta aldurshópnum þar sem það er 25,6 prósent. Vinstri græn sækja hins vegar mest af sínu fylgi til tveggja elstu aldurshópanna þar sem það er 7 til 8 prósent en minnst til yngsta aldurshópsins þar sem það er aðeins 3,6 prósent. Ef könnun Maskínu yrði niðurstaða kosninga væri stjórnarmeirihlutinn kolfallinn með samanlagt 29 þingmenn. Samfylkingin og Framsókn fengju samanlagt 30 þingmenn og þyrftu að lágmarki tvo þingmenn til viðbótar frá einhverjum hinna flokkanna til að mynda ríkisstjórn.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Samfylkingin Tengdar fréttir Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21. mars 2023 11:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21. mars 2023 11:41