Drottningin af Boganum bankar á landsliðsdyrnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 15:01 Sandra María Jessen hefur verið á skotskónum í Lengjubikarnum og þá sérstaklega í Boganum. Hér er hún sem leikmaður Bayer 04 Leverkusen. Getty/Ralf Treese Sandra María Jessen hefur heldur betur farið á kostum með liði Þór/KA í Lengjubikarnum en Akureyrarkonur eru komnar í undanúrslit keppninnar. Sandra María var langmarkahæsti leikmaður Lengjubikars kvenna með ellefu mörk í aðeins fimm leikjum. Hún skoraði fjórum mörkum meira en sú næsta sem var Bryndís Arna Níelsdóttir hjá Val með sjö mörk. Sandra hefur svo sannarlega verið drottningin af Boganum í þessum Lengjubikar því hún skoraði þrennu í öllum heimaleikjum Þór/KA sem voru allir spilaðir í Boganum. Drottningin af Boganum skoraði þrennu í 6-1 sigri á FH 12. febrúar, þá þrennu í 4-3 sigri á Íslandsmeisturum Vals 4. mars og loks þrennu í 7-2 sigri á Selfossi 19. mars. Sandra skoraði líka í hinum tveimur leikjunum því hún skoraði fyrsta markið í 3-1 útisigri á KR 25. febrúar og kom Þór/KA í 1-0 í 3-1 tapu á móti Þrótti í Egilshöllinni 10. mars síðastliðinn. Sandra kom til baka í fyrrasumar eftir barneignarfrí en hafði þar áður verið í atvinnumennsku í Þýskalandi. Þegar Sandra María spilaði úti þá var hún í íslenska landsliðinu en hefur ekki verið valin í landsliðið síðan að hún átti barnið. Sandra hefur hins vegar sýnt með frammistöðu sinni í Lengjubikarnum að hún er komin aftur í góða gamla markaformið sitt og hlýtur að vera farin að banka á landsliðsdyrnar. Undanúrslit Lengjubikars kvenna fara fram á morgun og á laugardaginn en báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Breiðabliks og Þór/KA fer fram á morgun klukkan 17.30 á Kópavogsvelli (Sýndur á Stöð 2 Sport 5) og leikur Þróttar og Stjörnunnar fer fram á Þróttheimagrasinu klukkan 14.00 á laugardaginn (Sýndur á Stöð 2 Sport). Flest mörk í riðlakeppni Lengjubikars kvenna 2023: 11 - Sandra María Jessen, Þór/KA 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir, Val 6 - Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 - Birta Georgsdóttir, Breiðabliki 6 - Taylor Marie Ziemer, Breiðabliki 5 - Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti 5 - Katla Tryggvadóttir, Þrótti 4 - Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Sandra María var langmarkahæsti leikmaður Lengjubikars kvenna með ellefu mörk í aðeins fimm leikjum. Hún skoraði fjórum mörkum meira en sú næsta sem var Bryndís Arna Níelsdóttir hjá Val með sjö mörk. Sandra hefur svo sannarlega verið drottningin af Boganum í þessum Lengjubikar því hún skoraði þrennu í öllum heimaleikjum Þór/KA sem voru allir spilaðir í Boganum. Drottningin af Boganum skoraði þrennu í 6-1 sigri á FH 12. febrúar, þá þrennu í 4-3 sigri á Íslandsmeisturum Vals 4. mars og loks þrennu í 7-2 sigri á Selfossi 19. mars. Sandra skoraði líka í hinum tveimur leikjunum því hún skoraði fyrsta markið í 3-1 útisigri á KR 25. febrúar og kom Þór/KA í 1-0 í 3-1 tapu á móti Þrótti í Egilshöllinni 10. mars síðastliðinn. Sandra kom til baka í fyrrasumar eftir barneignarfrí en hafði þar áður verið í atvinnumennsku í Þýskalandi. Þegar Sandra María spilaði úti þá var hún í íslenska landsliðinu en hefur ekki verið valin í landsliðið síðan að hún átti barnið. Sandra hefur hins vegar sýnt með frammistöðu sinni í Lengjubikarnum að hún er komin aftur í góða gamla markaformið sitt og hlýtur að vera farin að banka á landsliðsdyrnar. Undanúrslit Lengjubikars kvenna fara fram á morgun og á laugardaginn en báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Breiðabliks og Þór/KA fer fram á morgun klukkan 17.30 á Kópavogsvelli (Sýndur á Stöð 2 Sport 5) og leikur Þróttar og Stjörnunnar fer fram á Þróttheimagrasinu klukkan 14.00 á laugardaginn (Sýndur á Stöð 2 Sport). Flest mörk í riðlakeppni Lengjubikars kvenna 2023: 11 - Sandra María Jessen, Þór/KA 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir, Val 6 - Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 - Birta Georgsdóttir, Breiðabliki 6 - Taylor Marie Ziemer, Breiðabliki 5 - Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti 5 - Katla Tryggvadóttir, Þrótti 4 - Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val
Flest mörk í riðlakeppni Lengjubikars kvenna 2023: 11 - Sandra María Jessen, Þór/KA 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir, Val 6 - Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 - Birta Georgsdóttir, Breiðabliki 6 - Taylor Marie Ziemer, Breiðabliki 5 - Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti 5 - Katla Tryggvadóttir, Þrótti 4 - Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira