Mætti í klefann og lofaði bónusum eftir sigurinn á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2023 07:58 Íslendingar fengu engin stig með sér heim frá Bosníu en heimamenn fögnuðu ákaft í búningsklefanum eftir leik, meðal annars með formanni knattspyrnusambands Bosníu. Getty/Armin Durgut og @nfsbih_official Kollegi Vöndu Sigurgeirsdóttur hjá bosníska knattspyrnusambandinu, Vico Zeljkovic, var heldur betur sigurreifur eftir að Bosnía vann 3-0 sigurinn örugga gegn Íslandi í fyrsta leik í undankeppni EM í gærkvöld. Mikil öryggisgæsla var á vellinum í Zenica í gærkvöld vegna Zeljkovic og mátti sjá hermenn og sérsveitarmenn vopnaða rifflum í kringum hann. Zeljkovic mætti svo inn í fábrotinn búningsklefa heimamanna eftir leik og þar tók þessi 34 ára formaður þátt í að fagna frábærri frammistöðu bosníska liðsins, eins og sjá má hér að neðan. Hann kvaddi sér svo hljóðs til að tilkynna leikmönnum að þeir gætu átt von á góðum bónusgreiðslum. Bosnía sækir Slóvakíu heim á sunnudaginn og sagði Zeljkovic að Bosníumenn myndu fá tvöfaldan bónus ef þeir næðu í jafntefli í þeim leik, og þrefaldan bónus ef að liðið ynni sigur. View this post on Instagram A post shared by Nogometni/Fudbalski savez BiH (@nfsbih_official) Búast má við því að Portúgal vinni riðilinn sem liðin spila í en að barátta verði á milli Bosníu, Slóvakíu og mögulega Íslands um að fylgja Portúgölum upp úr riðlinum og á EM. Sú barátta hófst fullkomlega fyrir Bosníu í gær því auk afar sannfærandi sigurs liðsins gegn Íslandi þá gerði Slóvakía óvænt markalaust jafntefli við Lúxemborg. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Teknir til fanga í Zenica Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins. 23. mars 2023 23:35 „Ég tek ábyrgð á þessu tapi“ „Ég er hundfúll. Þetta var erfitt kvöld og við vorum ekki nógu góðir,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari eftir útreiðina sem hans menn fengu í Bosníu í kvöld. 23. mars 2023 22:44 Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23. mars 2023 22:15 Einkunnir eftir tapið í Bosníu: Margir með algjöra falleinkunn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fór mikla sneypuför til Bosníu og einkunnir leikmanna endurspegla það. Niðurstaðan varð 3-0 tap og munurinn hefði getað orðið meiri. 23. mars 2023 22:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Mikil öryggisgæsla var á vellinum í Zenica í gærkvöld vegna Zeljkovic og mátti sjá hermenn og sérsveitarmenn vopnaða rifflum í kringum hann. Zeljkovic mætti svo inn í fábrotinn búningsklefa heimamanna eftir leik og þar tók þessi 34 ára formaður þátt í að fagna frábærri frammistöðu bosníska liðsins, eins og sjá má hér að neðan. Hann kvaddi sér svo hljóðs til að tilkynna leikmönnum að þeir gætu átt von á góðum bónusgreiðslum. Bosnía sækir Slóvakíu heim á sunnudaginn og sagði Zeljkovic að Bosníumenn myndu fá tvöfaldan bónus ef þeir næðu í jafntefli í þeim leik, og þrefaldan bónus ef að liðið ynni sigur. View this post on Instagram A post shared by Nogometni/Fudbalski savez BiH (@nfsbih_official) Búast má við því að Portúgal vinni riðilinn sem liðin spila í en að barátta verði á milli Bosníu, Slóvakíu og mögulega Íslands um að fylgja Portúgölum upp úr riðlinum og á EM. Sú barátta hófst fullkomlega fyrir Bosníu í gær því auk afar sannfærandi sigurs liðsins gegn Íslandi þá gerði Slóvakía óvænt markalaust jafntefli við Lúxemborg.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Teknir til fanga í Zenica Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins. 23. mars 2023 23:35 „Ég tek ábyrgð á þessu tapi“ „Ég er hundfúll. Þetta var erfitt kvöld og við vorum ekki nógu góðir,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari eftir útreiðina sem hans menn fengu í Bosníu í kvöld. 23. mars 2023 22:44 Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23. mars 2023 22:15 Einkunnir eftir tapið í Bosníu: Margir með algjöra falleinkunn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fór mikla sneypuför til Bosníu og einkunnir leikmanna endurspegla það. Niðurstaðan varð 3-0 tap og munurinn hefði getað orðið meiri. 23. mars 2023 22:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Skýrsla Vals: Teknir til fanga í Zenica Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins. 23. mars 2023 23:35
„Ég tek ábyrgð á þessu tapi“ „Ég er hundfúll. Þetta var erfitt kvöld og við vorum ekki nógu góðir,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari eftir útreiðina sem hans menn fengu í Bosníu í kvöld. 23. mars 2023 22:44
Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23. mars 2023 22:15
Einkunnir eftir tapið í Bosníu: Margir með algjöra falleinkunn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fór mikla sneypuför til Bosníu og einkunnir leikmanna endurspegla það. Niðurstaðan varð 3-0 tap og munurinn hefði getað orðið meiri. 23. mars 2023 22:00