„Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 23:31 Tryggvi Garðar Jónsson var svekktur með úrslitin í kvöld, en ánægður með sína eigin frammistöðu. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Garðar Jónsson gat gengið sáttur frá borði eftir leik Vals gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Tryggvi skoraði ellefu mörk fyrir Valsliðið, en það dugði þó ekki til og Valur er úr leik eftir tveggja marka tap, 33-31. Valsmenn þurftu nánast á kraftaverki að halda eftir sjö marka tap í fyrri leiknum á heimavelli. Íslandsmeistararnir mættu með hálf laskað lið til leiks, en Tryggvi Garðar nýtti sitt tækifæri vel, en var þó eðlilega vonsvikinn með úrslit leiksins. „Þetta eru auðvitað smá vonbrigði. Við vorum allir sammála um það að við ætluðum að vinna þennan leik, alveg sama hvað,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leikinn. „Við erum núna úr leik í keppninni og við ætluðum að gera það með sæmd. Við ætluðum að vinna leikinn og vinna báða hálfleikana. Okkur tókst kannski að vinna seinni hálfleikinn, en við vildum vinna þá báða.“ Valsmenn geta þó borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins, enda er tveggja marka tap á útivelli gegn liði sem spilar í sterkustu deild heims ekkert til að skammast sín fyrir. „Ég er alveg sammála því. Við spiluðum alveg flotta vörn og sókn á köflum, en ég hefði viljað vinna leikinn.“ Þá segist Tryggvi hafa notið sín vel á vellinum í kvöld. „Já ég var heitur í kvöld. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel fyrir þennan leik og skoða heilmikið. Strákarnir voru að finna mig vel og klippa mig vel og ég var að nýta skotin mín vel.“ Umræða um stöðu Tryggva hjá Valsliðinu myndaðist í vor þegar Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði orð á því að þessi 19 ára leikmaður væri hvorki að spila með aðalliði Vals, né U-liðinu. Tryggvi fékk þó traustið frá þjálfara liðsins, Snorra Steini Guðjónssyni, og segir að hann hafi fengið skotleyfir frá þjálfaranum. „Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara. Ég kom inn á og skaut örugglega úr öllum færum sem ég gat fengið.“ „Ég er búinn að vera að bíða eftir svona leik mjög lengi frá mér og ég er bara þakklátur fyrir það.“ Þá segist Tryggvi vona að frammistaðan í kvöld skili honum fleiri mínútum inni á vellinum á komandi vikum. „Já ég ætla að vona það. En Snorri ræður þessu og hann setur bara besta liðið inn á. Þannig að vonandi næ ég að komast inn í það.“ Að lokum bætti Tryggvi við að Evrópuævintýri sem þetta væri ómetanleg reynsla fyrir hvaða leikmann sem er. „Þetta er bara geggjuð reynsla. Bara geggjuð reynsla fyrir alla. Þetta er bara geggjað. Umgjörðin í Val, þetta eru bara þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessari keppni, spila í þessum höllum á móti Bundesligu-liðum og allsstaðar. Þetta eru bara forréttindi,“ sagði Tryggvi að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34 „Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53 Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Valsmenn þurftu nánast á kraftaverki að halda eftir sjö marka tap í fyrri leiknum á heimavelli. Íslandsmeistararnir mættu með hálf laskað lið til leiks, en Tryggvi Garðar nýtti sitt tækifæri vel, en var þó eðlilega vonsvikinn með úrslit leiksins. „Þetta eru auðvitað smá vonbrigði. Við vorum allir sammála um það að við ætluðum að vinna þennan leik, alveg sama hvað,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leikinn. „Við erum núna úr leik í keppninni og við ætluðum að gera það með sæmd. Við ætluðum að vinna leikinn og vinna báða hálfleikana. Okkur tókst kannski að vinna seinni hálfleikinn, en við vildum vinna þá báða.“ Valsmenn geta þó borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins, enda er tveggja marka tap á útivelli gegn liði sem spilar í sterkustu deild heims ekkert til að skammast sín fyrir. „Ég er alveg sammála því. Við spiluðum alveg flotta vörn og sókn á köflum, en ég hefði viljað vinna leikinn.“ Þá segist Tryggvi hafa notið sín vel á vellinum í kvöld. „Já ég var heitur í kvöld. Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel fyrir þennan leik og skoða heilmikið. Strákarnir voru að finna mig vel og klippa mig vel og ég var að nýta skotin mín vel.“ Umræða um stöðu Tryggva hjá Valsliðinu myndaðist í vor þegar Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði orð á því að þessi 19 ára leikmaður væri hvorki að spila með aðalliði Vals, né U-liðinu. Tryggvi fékk þó traustið frá þjálfara liðsins, Snorra Steini Guðjónssyni, og segir að hann hafi fengið skotleyfir frá þjálfaranum. „Hann sagði mér bara að negla á markið og ég gerði það bara. Ég kom inn á og skaut örugglega úr öllum færum sem ég gat fengið.“ „Ég er búinn að vera að bíða eftir svona leik mjög lengi frá mér og ég er bara þakklátur fyrir það.“ Þá segist Tryggvi vona að frammistaðan í kvöld skili honum fleiri mínútum inni á vellinum á komandi vikum. „Já ég ætla að vona það. En Snorri ræður þessu og hann setur bara besta liðið inn á. Þannig að vonandi næ ég að komast inn í það.“ Að lokum bætti Tryggvi við að Evrópuævintýri sem þetta væri ómetanleg reynsla fyrir hvaða leikmann sem er. „Þetta er bara geggjuð reynsla. Bara geggjuð reynsla fyrir alla. Þetta er bara geggjað. Umgjörðin í Val, þetta eru bara þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessari keppni, spila í þessum höllum á móti Bundesligu-liðum og allsstaðar. Þetta eru bara forréttindi,“ sagði Tryggvi að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34 „Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53 Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
„Ef við tökum úrslitin út fyrir sviga er bara gott að enda þetta svona“ „Auðvitað getum við gengið stoltir frá þessu verkefni,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, eftir að liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í handbolta gegn þýska liðinu Göppingen í kvöld. 28. mars 2023 21:34
„Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. 28. mars 2023 20:53
Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. 28. mars 2023 20:30