Viktor Gísli og félagar í Nantes úr leik eftir tap í vítakeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2023 20:45 Viktor Gísli í leik kvöldsins. Twitter@HBCNantes Franska handknattleiksfélagið Nantes féll í kvöld úr leik í umspilinu um sæti í 8-liða úrslitum í Meistaradeildar Evrópu. Tapið verður ekki súrara en einvígið fór alla leið í vítakeppni. Því miður fór Wisła Płock með sigur af hólmi þar eftir að skora úr öllum fimm vítaköstum sínum. Fyrri leik liðanna lauk með 32-32 jafntefli og því var allt undir í kvöld. Heimamenn í Nantes byrjuðu leikinn af krafti og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar á meðan sóknarleikurinn var stirður. Soooo close!@HBCNantes vs @SPRWisla #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/e72NngmTdm— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Gestirnir frá Póllandi voru hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik og voru tveimur mörkum yfir þegar aðeins 50 sekúndur lifðu leiks. Nantes tókst að skora tvisvar áður en flautan gall og staðan þegar leiknum lauk 27-27. Þar sem báðir leikirnir enduðu með jafntefli var gripið til vítakeppni, þeirrar fyrstu síðan 2010. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn en öll þeirra fimm vítaköst enduðu í netinu á meðan Kauldi Odriozola Yeregui brenndi af í liði Nantes. Przemyslaw Krajewski secures @SPRWisla their #ehfcl quarter-final spot with a pin-point final penalty - look at the celebrations! pic.twitter.com/PGtnL8BAFN— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Þýðir það að Wisła Płock er óvænt komið áfram þar sem Nantes endaði í 3. sæti B-riðils á meðan Płock endaði í 6. sæti B-riðils. Viktor Gísli Hallgrímsson átti ekki sinn besta leik í marki Nantes en átti þó þessa mögnuðu vörslu hér að neðan. Þá stóð hann í marki Nantes í vítakeppninni. Samt ákvað þjálfari Nantes að nota alla þrjá markverði sína í kvöld en þeir Ivan Pesic og Manuel Gaspar fengu einnig að spreyta sig. Hallgrímsson again for @HBCNantes #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/mTgjrXELcC— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Ásamt Wisła Płock eru Kiel, Kielce, Barcelona, París Saint-Germain og Magdeburg komin áfram í 8-liða úrslit. Á morgun kemur í ljós hvort Íslendingaliðin Veszprém og Álaborg komist einnig áfram. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Fyrri leik liðanna lauk með 32-32 jafntefli og því var allt undir í kvöld. Heimamenn í Nantes byrjuðu leikinn af krafti og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar á meðan sóknarleikurinn var stirður. Soooo close!@HBCNantes vs @SPRWisla #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/e72NngmTdm— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Gestirnir frá Póllandi voru hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik og voru tveimur mörkum yfir þegar aðeins 50 sekúndur lifðu leiks. Nantes tókst að skora tvisvar áður en flautan gall og staðan þegar leiknum lauk 27-27. Þar sem báðir leikirnir enduðu með jafntefli var gripið til vítakeppni, þeirrar fyrstu síðan 2010. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn en öll þeirra fimm vítaköst enduðu í netinu á meðan Kauldi Odriozola Yeregui brenndi af í liði Nantes. Przemyslaw Krajewski secures @SPRWisla their #ehfcl quarter-final spot with a pin-point final penalty - look at the celebrations! pic.twitter.com/PGtnL8BAFN— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Þýðir það að Wisła Płock er óvænt komið áfram þar sem Nantes endaði í 3. sæti B-riðils á meðan Płock endaði í 6. sæti B-riðils. Viktor Gísli Hallgrímsson átti ekki sinn besta leik í marki Nantes en átti þó þessa mögnuðu vörslu hér að neðan. Þá stóð hann í marki Nantes í vítakeppninni. Samt ákvað þjálfari Nantes að nota alla þrjá markverði sína í kvöld en þeir Ivan Pesic og Manuel Gaspar fengu einnig að spreyta sig. Hallgrímsson again for @HBCNantes #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/mTgjrXELcC— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Ásamt Wisła Płock eru Kiel, Kielce, Barcelona, París Saint-Germain og Magdeburg komin áfram í 8-liða úrslit. Á morgun kemur í ljós hvort Íslendingaliðin Veszprém og Álaborg komist einnig áfram.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira