Íslensku hljóðbókaverðlaunin voru veitt í Hörpu í gær Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. mars 2023 09:57 Þuríður Blær, Salka Sól, Lísa Björk, Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson og Óskar Guðmundsson. Árni Rúnarsson Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru veitt við hátíðlega athöfn í Norðurljósum í Hörpu í gærkvöldi. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem hljóðbókaunnendur, útgefendur, höfundar og lesarar fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka síðasta árs. Hugleikur Dagsson var kynnir kvöldsins og vakti mikla kátínu meðal gesta þegar hann gerði tilraun til að breyta sínum eigin myndasögum í hljóðbók. Örn Árnason steig á stokk í hlutverki Afa og setti hátíðina með léttum og skemmtilegum hætti eins og honum einum er lagið. Þá tók leikarinn Mikael Emil Kaaber kraftmikla lagið Einn úr rokksöngleiknum Trölladans sem var sérstaklega skrifaður fyrir Storytel. Hugleikur Dagsson kynnir kvöldsins.Árni Rúnarsson Verðlaun voru veitt í sex flokkum auk sérstakra heiðursverðlauna. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir verðlaunahafa kvöldsins. Besta barna- og ungmennabókin Litla hafmeyjan Höfundur: Anna Bergljót Thorarensen Lestur: Leikhópurinn Lotta Besta barna- og ungmennabókin. „Litla hafmeyjan er einstaklega skemmtileg og vel gerð hljóðbók. Upphaflega var Litla hafmeyjan söngleikur sem Leikhópurinn Lotta sýndi um land allt en aðlagaði svo einstaklega vel að hljóðbókaforminu. Dómnefndin var sammála að leikgleðin hafi ráðið ríkjum þar sem heildarmyndin var virkilega sterk og allir leikarar fóru á kostum í hlutverkum sínum og ekki skemmdi fyrir frábær boðskapur varðandi náttúruvernd. Einnig var skemmtilega snúið upp á söguna um Litlu hafmeyjuna og sjá má frábæra birtingarmynd ástarinnar sem blómstrar að lokum á milli konungssonarins Hlina og hafmeyjunnar Sævars,“ segir í umsögn dómnefndar. Besta glæpasagan Þú sérð mig ekki Höfundur: Eva Björg Ægisdóttir Lestur: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Haraldur Ari Stefánsson, María Dögg Nelson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Sigríður Láretta Jónsdóttir og Þórey Birgisdóttir. Besta glæpasagan. „Þú sérð mig ekki eftir Evu Björgu Ægisdóttur fléttar saman mikla fjölskyldusögu við spennandi glæpasögu sem á sér stað á lúxushóteli á Snæfellsnesi. En þegar hin áhrifamikla Snæbergsfjölskylda kemur öll saman undir sama þaki er voðinn vís og gömul fjölskylduleyndarmál leita upp á yfirborðið. Bókin er metnaðarfullt verkefni og vel uppbyggð. Enn sýnir Eva Björg hvers vegna hún er einn fremsti glæpasagnahöfundur vorrar þjóðar. Góð bók verður enn betri í hljóðbókarlestri færs lesendahóps, en hann skipa : Sigríður Láretta Jónsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Þórey Birgisdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og María Dögg Nelson. Hver og einn lesari gæðir persónur bókarinnar lífi, eykur áhrif söguþráðarins til muna og hjálpar hlustandanum að greina á milli persónanna. Þú sérð mig ekki er kraftmikil glæpasaga sem lifnar við á nýjan hátt í eyrum hlustanda sem vill ekki slökkva á tækinu fyrr en síðasti taktur hljóðbókarinnar slær,“ segir í umsögn dómnefndar. Besta skáldsagan Konan hans Sverris Höfundur: Valgerður Ólafsdóttir Lestur: Margrét Örnólfsdóttir Besta skáldsagan. „Í Konunni hans Sverris fáum við að heyra hispurslausa frásögn konu sem hefur loks fundið frelsið til að segja sögu sína á eigin forsendum. Hildur, sögukona bókarinnar, lýsir á blákaldan máta veruleika kvenna sem eru fastar árum eða áratugum saman í samböndum sem ógna lífi þeirra og heilsu. Hún hlífir hvorki sjálfri sér né geranda sínum þegar hún tekst á við sjálfsblekkinguna og réttlætingarnar sem fólk leitar í til að lifa af í slíkum aðstæðum. Saga Hildar er um margt svo kunnugleg. Lesandinn fær á tilfinninguna að andlega og líkamlega ofbeldið sem hún lýsir gæti allt eins átt sér stað í næsta húsi eða innan eigin fjölskyldu. Lestur Margrétar Örnólfsdóttur gæðir rödd Hildar bæði þroska og visku konu sem horfir til baka og syrgir glataðan tíma en finnur jafnframt fyrir styrk sínum í því að hafa lagt ofbeldið að baki og skapað öruggt skjól fyrir sjálfa sig og börnin sín,“ segir í umsögn dómnefndar. Besta óskáldaða efnið Veran í moldinni Höfundur: Lára Kristín Pedersen Lestur: Þuríður Blær Jóhannsdóttir Besta óskáldaða efnið. „Virkilega voguð og skörp frásögn höfundar á mjög áhugaverðu efni sem fáir þekkja en margir geta tengt við. Fíknin birtist okkur í mörgum myndum. Lára Kristín segir frá, opnar sig og ritar sína sögu um baráttu við matarfíkn af einlægni og heiðarleika. Hún berskjaldar sig fyrir hlustandanum og hikar hvergi við að galopna hjarta sitt og horfast í augu við þá erfiðleika og það mótlæti sem þessi erfiði sjúkdómur hefur að geyma. Hún er sjálfsgagnrýnin og dregur ekkert undan í frásögn sinni. Skýr lestur og áheyrileg rödd Þuríðar Blævar bætir við söguna með sinni næmu nálgun og góðri tilfinningu fyrir efninu. Frásögnin er fræðandi og aðgengileg og hentar hljóðbókarforminu vel,“ segir í umsögn dómnefndar. Besti ljúflesturinn Litla bakaríið við Strandgötu Höfundur: Jenny Colgan Lestur: Esther Talía Casey Besti ljúflesturinn. „Það sem fær Litla bakaríið við Strandgötu til að bera af í sínum flokki er natnin sem Jenny Colgan sýnir við að draga fram vettvang sögunnar – smáþorpið Mount Polbearne við strendur Cornwall-sýslu. Þangað flýr aðalsöguhetjan Polly í leit að andrými eftir ófarir í bæði atvinnu- og ástamálum. Á þessum heillandi útnára, sem er einungis aðgengilegur frá meginlandinu þegar sjávarföll leyfa, kynnist hún ýmsum kynlegum kvistum. Lesandinn fylgist með því hvernig Polly aðlagar sig smátt og smátt að lífinu í þessu rólega þorpi og skapar sér sinn sess á meðal þorpsbúa. Í meðhöndlun Colgan breytist þorpið og nærumhverfi þess í töfrandi veröld sem er freistandi að gleyma sér í um stund og hikar hún ekki við að nostra við jafnvel sínar smæstu persónur og gæða þær lífi. Það er því einkar aðdáunarvert hvernig þægilegur og áreynslulaus lestur Estherar Talíu Casey nær að halda utan um þetta stóra persónugallerí,“ segir í umsögn dómnefndar. Besta hljóðserían Hundrað óhöpp Hemingways Höfundur: Lilja Sigurðardóttur Lestur: Lilja Sigurðardóttir, Örn Árnason og fleiri leikraddir. Besta hljóðserían. „Lilju Sigurðardóttur tekst einstaklega vel að draga upp mynd af lífshlaupi nóbelskáldsins Ernest Hemingway og nýtir til þess alla bestu möguleika hlaðvarpsmiðilsins. Persónulegur áhugi og ástríða Lilju fyrir efninu skín vel í gegn, þá helst í skálduðum samtölum sem binda listilega saman framvinduna. Hljóðupptökur eru vandaðar, hljóðvinnslan og hljóðblöndunin er til fyrirmyndar þannig að þættirnir mynda mjög sterka og áheyrilega heild,“ segir í umsögn dómnefndar. Helga Elínborg heiðruð Að lokum hlaut leikkonan Helga Elínborg Jónsdóttir sérstök heiðursverðlaun fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar talsetningar og hljóðbóka. Helga er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar og hefur undanfarin ár lesið fjölda íslenskra hljóðbóka. Nú síðast las hún bókina Sálarhlekkir sem er ein vinsælasta bók ársins hjá Storytel. Helga Elínborg Jónsdottir tekur á móti heiðursverðlaunum.Árni Rúnarsson Menning Bókmenntir Harpa Tengdar fréttir Tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna Þrjátíu hljóðbækur eru tilnefndar í sex flokkum til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2023. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur og framleiðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka undangengins árs. 14. febrúar 2023 14:28 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Hugleikur Dagsson var kynnir kvöldsins og vakti mikla kátínu meðal gesta þegar hann gerði tilraun til að breyta sínum eigin myndasögum í hljóðbók. Örn Árnason steig á stokk í hlutverki Afa og setti hátíðina með léttum og skemmtilegum hætti eins og honum einum er lagið. Þá tók leikarinn Mikael Emil Kaaber kraftmikla lagið Einn úr rokksöngleiknum Trölladans sem var sérstaklega skrifaður fyrir Storytel. Hugleikur Dagsson kynnir kvöldsins.Árni Rúnarsson Verðlaun voru veitt í sex flokkum auk sérstakra heiðursverðlauna. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir verðlaunahafa kvöldsins. Besta barna- og ungmennabókin Litla hafmeyjan Höfundur: Anna Bergljót Thorarensen Lestur: Leikhópurinn Lotta Besta barna- og ungmennabókin. „Litla hafmeyjan er einstaklega skemmtileg og vel gerð hljóðbók. Upphaflega var Litla hafmeyjan söngleikur sem Leikhópurinn Lotta sýndi um land allt en aðlagaði svo einstaklega vel að hljóðbókaforminu. Dómnefndin var sammála að leikgleðin hafi ráðið ríkjum þar sem heildarmyndin var virkilega sterk og allir leikarar fóru á kostum í hlutverkum sínum og ekki skemmdi fyrir frábær boðskapur varðandi náttúruvernd. Einnig var skemmtilega snúið upp á söguna um Litlu hafmeyjuna og sjá má frábæra birtingarmynd ástarinnar sem blómstrar að lokum á milli konungssonarins Hlina og hafmeyjunnar Sævars,“ segir í umsögn dómnefndar. Besta glæpasagan Þú sérð mig ekki Höfundur: Eva Björg Ægisdóttir Lestur: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Haraldur Ari Stefánsson, María Dögg Nelson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Sigríður Láretta Jónsdóttir og Þórey Birgisdóttir. Besta glæpasagan. „Þú sérð mig ekki eftir Evu Björgu Ægisdóttur fléttar saman mikla fjölskyldusögu við spennandi glæpasögu sem á sér stað á lúxushóteli á Snæfellsnesi. En þegar hin áhrifamikla Snæbergsfjölskylda kemur öll saman undir sama þaki er voðinn vís og gömul fjölskylduleyndarmál leita upp á yfirborðið. Bókin er metnaðarfullt verkefni og vel uppbyggð. Enn sýnir Eva Björg hvers vegna hún er einn fremsti glæpasagnahöfundur vorrar þjóðar. Góð bók verður enn betri í hljóðbókarlestri færs lesendahóps, en hann skipa : Sigríður Láretta Jónsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Þórey Birgisdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og María Dögg Nelson. Hver og einn lesari gæðir persónur bókarinnar lífi, eykur áhrif söguþráðarins til muna og hjálpar hlustandanum að greina á milli persónanna. Þú sérð mig ekki er kraftmikil glæpasaga sem lifnar við á nýjan hátt í eyrum hlustanda sem vill ekki slökkva á tækinu fyrr en síðasti taktur hljóðbókarinnar slær,“ segir í umsögn dómnefndar. Besta skáldsagan Konan hans Sverris Höfundur: Valgerður Ólafsdóttir Lestur: Margrét Örnólfsdóttir Besta skáldsagan. „Í Konunni hans Sverris fáum við að heyra hispurslausa frásögn konu sem hefur loks fundið frelsið til að segja sögu sína á eigin forsendum. Hildur, sögukona bókarinnar, lýsir á blákaldan máta veruleika kvenna sem eru fastar árum eða áratugum saman í samböndum sem ógna lífi þeirra og heilsu. Hún hlífir hvorki sjálfri sér né geranda sínum þegar hún tekst á við sjálfsblekkinguna og réttlætingarnar sem fólk leitar í til að lifa af í slíkum aðstæðum. Saga Hildar er um margt svo kunnugleg. Lesandinn fær á tilfinninguna að andlega og líkamlega ofbeldið sem hún lýsir gæti allt eins átt sér stað í næsta húsi eða innan eigin fjölskyldu. Lestur Margrétar Örnólfsdóttur gæðir rödd Hildar bæði þroska og visku konu sem horfir til baka og syrgir glataðan tíma en finnur jafnframt fyrir styrk sínum í því að hafa lagt ofbeldið að baki og skapað öruggt skjól fyrir sjálfa sig og börnin sín,“ segir í umsögn dómnefndar. Besta óskáldaða efnið Veran í moldinni Höfundur: Lára Kristín Pedersen Lestur: Þuríður Blær Jóhannsdóttir Besta óskáldaða efnið. „Virkilega voguð og skörp frásögn höfundar á mjög áhugaverðu efni sem fáir þekkja en margir geta tengt við. Fíknin birtist okkur í mörgum myndum. Lára Kristín segir frá, opnar sig og ritar sína sögu um baráttu við matarfíkn af einlægni og heiðarleika. Hún berskjaldar sig fyrir hlustandanum og hikar hvergi við að galopna hjarta sitt og horfast í augu við þá erfiðleika og það mótlæti sem þessi erfiði sjúkdómur hefur að geyma. Hún er sjálfsgagnrýnin og dregur ekkert undan í frásögn sinni. Skýr lestur og áheyrileg rödd Þuríðar Blævar bætir við söguna með sinni næmu nálgun og góðri tilfinningu fyrir efninu. Frásögnin er fræðandi og aðgengileg og hentar hljóðbókarforminu vel,“ segir í umsögn dómnefndar. Besti ljúflesturinn Litla bakaríið við Strandgötu Höfundur: Jenny Colgan Lestur: Esther Talía Casey Besti ljúflesturinn. „Það sem fær Litla bakaríið við Strandgötu til að bera af í sínum flokki er natnin sem Jenny Colgan sýnir við að draga fram vettvang sögunnar – smáþorpið Mount Polbearne við strendur Cornwall-sýslu. Þangað flýr aðalsöguhetjan Polly í leit að andrými eftir ófarir í bæði atvinnu- og ástamálum. Á þessum heillandi útnára, sem er einungis aðgengilegur frá meginlandinu þegar sjávarföll leyfa, kynnist hún ýmsum kynlegum kvistum. Lesandinn fylgist með því hvernig Polly aðlagar sig smátt og smátt að lífinu í þessu rólega þorpi og skapar sér sinn sess á meðal þorpsbúa. Í meðhöndlun Colgan breytist þorpið og nærumhverfi þess í töfrandi veröld sem er freistandi að gleyma sér í um stund og hikar hún ekki við að nostra við jafnvel sínar smæstu persónur og gæða þær lífi. Það er því einkar aðdáunarvert hvernig þægilegur og áreynslulaus lestur Estherar Talíu Casey nær að halda utan um þetta stóra persónugallerí,“ segir í umsögn dómnefndar. Besta hljóðserían Hundrað óhöpp Hemingways Höfundur: Lilja Sigurðardóttur Lestur: Lilja Sigurðardóttir, Örn Árnason og fleiri leikraddir. Besta hljóðserían. „Lilju Sigurðardóttur tekst einstaklega vel að draga upp mynd af lífshlaupi nóbelskáldsins Ernest Hemingway og nýtir til þess alla bestu möguleika hlaðvarpsmiðilsins. Persónulegur áhugi og ástríða Lilju fyrir efninu skín vel í gegn, þá helst í skálduðum samtölum sem binda listilega saman framvinduna. Hljóðupptökur eru vandaðar, hljóðvinnslan og hljóðblöndunin er til fyrirmyndar þannig að þættirnir mynda mjög sterka og áheyrilega heild,“ segir í umsögn dómnefndar. Helga Elínborg heiðruð Að lokum hlaut leikkonan Helga Elínborg Jónsdóttir sérstök heiðursverðlaun fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar talsetningar og hljóðbóka. Helga er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar og hefur undanfarin ár lesið fjölda íslenskra hljóðbóka. Nú síðast las hún bókina Sálarhlekkir sem er ein vinsælasta bók ársins hjá Storytel. Helga Elínborg Jónsdottir tekur á móti heiðursverðlaunum.Árni Rúnarsson
Menning Bókmenntir Harpa Tengdar fréttir Tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna Þrjátíu hljóðbækur eru tilnefndar í sex flokkum til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2023. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur og framleiðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka undangengins árs. 14. febrúar 2023 14:28 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna Þrjátíu hljóðbækur eru tilnefndar í sex flokkum til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2023. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður þar sem hljóðbókaunnendur og framleiðendur fagna saman útgáfu vönduðustu hljóðbóka undangengins árs. 14. febrúar 2023 14:28