Öskruðu á hvort annað í leikhléi Njarðvíkur: „Vont að horfa á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 13:31 Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson og stjörnuleikmaðurinn Aliyah Collier hnakkrifust í leikhléi Njarðvíkur á Hlíðarenda í gær. Stöð 2 Sport Fólki var heitt í hamsi í leikhléi sem Njarðvík tók í leiknum gegn Val í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöld, eins og sjá mátti í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var greinilega afar ósáttur við stjörnuleikmann Njarðvíkur, Aliyah Collier, sem svaraði þjálfaranum fullum hálsi. Njarðvík var á þessum tíma 30-18 undir og Collier virtist ekki leggja sig mikið fram í varnarleik liðsins. Njarðvík vann þó leikinn 79-73. „Hérna er Rúnar alveg brjálaður,“ sagði Ólöf Helga þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir horfðu á upphaf leikhlésins, þar sem Rúnar sló af alefli í gólfið til að leggja áherslu á sitt mál. „Þetta er svakalegt,“ sagði Bryndís þegar rifrildið hófst en erfitt var að greina hvað fór þeirra á milli, þjálfarans og Collier. Klippa: Fólki heitt í hamsi í leikhléi Njarðvíkur „Þetta heyrðist svolítið illa en við sáum Rúnar öskra á þær og slá til, og Aliyah Collier svaraði honum fullum hálsi. Ég veit ekki hvort það heyrðist heima í stofu en það er eins og hún segi: „Við förum þá bara á morgun.“ Þetta var svolítið undarlegt,“ sagði Ólöf Helga en viðurkenndi að erfitt væri að greina hvort slíkar hótanir, um að fara frá Njarðvík, hefðu í alvöru heyrst. „Rúnar segist ánægður með að hreinsa út, hvetur þær til að segja sína skoðun í stað þess að birgja hana inni, og vill að þau öskri hvert á annað og losi,“ sagði Ólöf Helga og spurði svo Bryndísi hvort að hún hefði einhvern tímann á sínum ferli svarað þjálfara sínum eins og Collier gerði: Örugglega endað í sturtu ef maður hefði svarað svona „Nei, og ég hefði örugglega fengið rauða spjaldið og farið í sturtu ef maður hefði svarað svona. Mér finnst þetta áhugavert. Þú ert með þennan leikmann, af þessum kalíber, að hún beri ekki meiri virðingu fyrir Rúnari en þetta. Ég skil smá að allt liðið þurfi að geta losað, og það er greinilega búið að vera stirt á milli hjá einhverjum í liðinu, þjálfara eða leikmönnum. Ég veit ekki hvað það er. En geta þá bara allir tjáð sig svona við þjálfarann?“ spurði Bryndís. Hún benti á að í leikmannahópi Njarðvíkur væru til að mynda tvær mjög ungar stelpur, Sara Björk Logadóttir og Hulda María Agnarsdóttir, sem að Collier þjálfaði: „Hún er þjálfari þeirra líka. Geta þær þá talað svona við hana líka? Þetta er svo fín lína. En ég skil líka að í hita leiksins segir maður eitthvað sem maður ætlaði sér ekki endilega að segja. Eftir leikinn er svo kannski bara faðmlag og fyrirgefðu. En það var samt vont að horfa á þetta,“ sagði Bryndís en bætti síðar við: „En þær vinna samt leikinn svo að greinilega virkaði þetta. Kannski er þetta bara einhver taktík sem Njarðvík þarf á að halda.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var greinilega afar ósáttur við stjörnuleikmann Njarðvíkur, Aliyah Collier, sem svaraði þjálfaranum fullum hálsi. Njarðvík var á þessum tíma 30-18 undir og Collier virtist ekki leggja sig mikið fram í varnarleik liðsins. Njarðvík vann þó leikinn 79-73. „Hérna er Rúnar alveg brjálaður,“ sagði Ólöf Helga þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir horfðu á upphaf leikhlésins, þar sem Rúnar sló af alefli í gólfið til að leggja áherslu á sitt mál. „Þetta er svakalegt,“ sagði Bryndís þegar rifrildið hófst en erfitt var að greina hvað fór þeirra á milli, þjálfarans og Collier. Klippa: Fólki heitt í hamsi í leikhléi Njarðvíkur „Þetta heyrðist svolítið illa en við sáum Rúnar öskra á þær og slá til, og Aliyah Collier svaraði honum fullum hálsi. Ég veit ekki hvort það heyrðist heima í stofu en það er eins og hún segi: „Við förum þá bara á morgun.“ Þetta var svolítið undarlegt,“ sagði Ólöf Helga en viðurkenndi að erfitt væri að greina hvort slíkar hótanir, um að fara frá Njarðvík, hefðu í alvöru heyrst. „Rúnar segist ánægður með að hreinsa út, hvetur þær til að segja sína skoðun í stað þess að birgja hana inni, og vill að þau öskri hvert á annað og losi,“ sagði Ólöf Helga og spurði svo Bryndísi hvort að hún hefði einhvern tímann á sínum ferli svarað þjálfara sínum eins og Collier gerði: Örugglega endað í sturtu ef maður hefði svarað svona „Nei, og ég hefði örugglega fengið rauða spjaldið og farið í sturtu ef maður hefði svarað svona. Mér finnst þetta áhugavert. Þú ert með þennan leikmann, af þessum kalíber, að hún beri ekki meiri virðingu fyrir Rúnari en þetta. Ég skil smá að allt liðið þurfi að geta losað, og það er greinilega búið að vera stirt á milli hjá einhverjum í liðinu, þjálfara eða leikmönnum. Ég veit ekki hvað það er. En geta þá bara allir tjáð sig svona við þjálfarann?“ spurði Bryndís. Hún benti á að í leikmannahópi Njarðvíkur væru til að mynda tvær mjög ungar stelpur, Sara Björk Logadóttir og Hulda María Agnarsdóttir, sem að Collier þjálfaði: „Hún er þjálfari þeirra líka. Geta þær þá talað svona við hana líka? Þetta er svo fín lína. En ég skil líka að í hita leiksins segir maður eitthvað sem maður ætlaði sér ekki endilega að segja. Eftir leikinn er svo kannski bara faðmlag og fyrirgefðu. En það var samt vont að horfa á þetta,“ sagði Bryndís en bætti síðar við: „En þær vinna samt leikinn svo að greinilega virkaði þetta. Kannski er þetta bara einhver taktík sem Njarðvík þarf á að halda.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira