BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2023 16:32 Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Friðrik Jónsson, formaður BHM, tilkynntu um samflot fyrr á árinu. BHM BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM vegna málsins en þar segir að samkomulagið sé á sambærilegum nótum og samningar sem þegar hafi verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Það feli í sér prósentuhækkanir með ákveðnu lágmarki og hámarki í krónutölum og lagfæringar á launatöflum þar sem við á. Verði samkomulagið samþykkt gilda samningar til 31. mars 2024 en markmiðið er að láta samninga taka við af samningum. Samhliða samkomulaginu var undirritað sérstakt áfangasamkomulag um jöfnun launa milli opinbera og almenna markaðarins. Fyrsta innborgun komi til framkvæmda fyrsta október hjá þeim hópum sem búa mið mestan ójöfnuð, þeirra sem starfa við klíníska þjónustu innan heilbrigðisgeirans og við kennslu. „Meirihluti þeirra sem starfa innan þessara stétta hjá opinberum launagreiðendum eru konur. Árum saman hafa verið sterkar vísbendingar um kerfisbundinn og ómálefnalegan launamun sem þarf að uppræta. Ef vel tekst til með þetta fyrsta skref mun það vonandi hafa varanleg áhrif til jöfnunar launa hjá þessum hópum og gefa skýrt fordæmi fyrir áframhaldandi vinnu og umbótum í mati á virði starfa,“ segir í tilkynningunni en markmiðið er að tryggja að laun séu samkeppnisfær til lengri tíma. Um er að ræða ávinning samflots heildarsamtaka launafólks á opinberum markaði, BHM, Kennarasambands Íslands og BSRB. Fyrr í dag var greint frá því að aðildarfélög BSRB hafi náð samkomulagi við ríkið og Reykjavíkurborg. Í tilkynningu frá BRSB sagði að forsvarsfólk fjórtán aðildarfélaga BSRB undirriti í kjölfarið kjarasamningana, sem gilda í tólf mánuði frá fyrsta apríl, en undir þau falla um 14 þúsund félagsmenn. Stéttafélagið Sameyki hefur þegar undirritað sína samninga við ríki og borg. Stéttarfélög Verðlag Rekstur hins opinbera Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Ganga saman til kjaraviðræðna Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 7. febrúar 2023 22:18 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM vegna málsins en þar segir að samkomulagið sé á sambærilegum nótum og samningar sem þegar hafi verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Það feli í sér prósentuhækkanir með ákveðnu lágmarki og hámarki í krónutölum og lagfæringar á launatöflum þar sem við á. Verði samkomulagið samþykkt gilda samningar til 31. mars 2024 en markmiðið er að láta samninga taka við af samningum. Samhliða samkomulaginu var undirritað sérstakt áfangasamkomulag um jöfnun launa milli opinbera og almenna markaðarins. Fyrsta innborgun komi til framkvæmda fyrsta október hjá þeim hópum sem búa mið mestan ójöfnuð, þeirra sem starfa við klíníska þjónustu innan heilbrigðisgeirans og við kennslu. „Meirihluti þeirra sem starfa innan þessara stétta hjá opinberum launagreiðendum eru konur. Árum saman hafa verið sterkar vísbendingar um kerfisbundinn og ómálefnalegan launamun sem þarf að uppræta. Ef vel tekst til með þetta fyrsta skref mun það vonandi hafa varanleg áhrif til jöfnunar launa hjá þessum hópum og gefa skýrt fordæmi fyrir áframhaldandi vinnu og umbótum í mati á virði starfa,“ segir í tilkynningunni en markmiðið er að tryggja að laun séu samkeppnisfær til lengri tíma. Um er að ræða ávinning samflots heildarsamtaka launafólks á opinberum markaði, BHM, Kennarasambands Íslands og BSRB. Fyrr í dag var greint frá því að aðildarfélög BSRB hafi náð samkomulagi við ríkið og Reykjavíkurborg. Í tilkynningu frá BRSB sagði að forsvarsfólk fjórtán aðildarfélaga BSRB undirriti í kjölfarið kjarasamningana, sem gilda í tólf mánuði frá fyrsta apríl, en undir þau falla um 14 þúsund félagsmenn. Stéttafélagið Sameyki hefur þegar undirritað sína samninga við ríki og borg.
Stéttarfélög Verðlag Rekstur hins opinbera Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Ganga saman til kjaraviðræðna Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 7. febrúar 2023 22:18 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Ganga saman til kjaraviðræðna Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 7. febrúar 2023 22:18