„Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 22:04 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/Diego Stjarnan fékk skell í síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta þegar laut í parket fyrir ÍR. Það er morgunljóst að Patrekur Jóhannesson og leikmenn Stjörnuliðsins hafi farið vel yfir það tap í vikunni sem leið frá þeim leik þar til liðið fékk Selfoss í heimsókn í kvöld. Meiðsladraugurinn sem gert hefur sér setu í Mýrinni kom ekki í veg fyrir að Stjarnan vann sannfærandi sigur og liðið blandar sér af fullum krafti í baráttunni um heimavallarétta í úrslitakeppni deildarinnar. „Mér fannst varnarleikurinn flottur, 5-1 vörnin gekk vel og við náðum að beina Selfyssingum inn á miðju, nákvæmlega eins og við vildum. Það var allt annað sjá liðið í þessum leik en á móti ÍR í síðustu viku og ég var ánægður með að sjá svarið eftir lélega frammistöðu í Breiðholtinu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk svo bara nokkuð smurt og þeir leikmenn sem komu inn vegna meiðsla stóðu sig vel. Auðvitað er eitthvað sem við getum bætt en þetta var mjög jákvætt. Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið. Við megum ekki hafa jafn miklar sveiflur og voru á milli síðustu tveggja leikja í næstu leikjum okkar,“ sagði hann enn fremur. „Við erum að glíma við meiðsli þessa stundina en við getum ekkert skýlt okkur bakvið það. Við erum enn með öfluga og reynslumikla leikmenn inni á vellinum og leikmenn sem geta vel tekið við keflinu. Við fórum vel yfir hvað aflaga fór á móti ÍR og náðum að laga það flest í þessum leik,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá Stjörnuliðinu. „Sú staðreynd að við erum án lykilleikmanna þýðir að það eru leikmenn sem fá tækifæri og aukna ábyrgð. Það eykur breiddina þegar við fáum leikmennina til baka. Í kvöld gladdi það mig mikið að sjá Dag Loga og Rytis sýna sig á stóra sviðinu og Ari Sverrir er að bæta sig mikið með hverjum leiknum sem hann spilar,“ sagði hann einnig um hóp sinn. Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 31. mars 2023 21:48 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Meiðsladraugurinn sem gert hefur sér setu í Mýrinni kom ekki í veg fyrir að Stjarnan vann sannfærandi sigur og liðið blandar sér af fullum krafti í baráttunni um heimavallarétta í úrslitakeppni deildarinnar. „Mér fannst varnarleikurinn flottur, 5-1 vörnin gekk vel og við náðum að beina Selfyssingum inn á miðju, nákvæmlega eins og við vildum. Það var allt annað sjá liðið í þessum leik en á móti ÍR í síðustu viku og ég var ánægður með að sjá svarið eftir lélega frammistöðu í Breiðholtinu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk svo bara nokkuð smurt og þeir leikmenn sem komu inn vegna meiðsla stóðu sig vel. Auðvitað er eitthvað sem við getum bætt en þetta var mjög jákvætt. Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið. Við megum ekki hafa jafn miklar sveiflur og voru á milli síðustu tveggja leikja í næstu leikjum okkar,“ sagði hann enn fremur. „Við erum að glíma við meiðsli þessa stundina en við getum ekkert skýlt okkur bakvið það. Við erum enn með öfluga og reynslumikla leikmenn inni á vellinum og leikmenn sem geta vel tekið við keflinu. Við fórum vel yfir hvað aflaga fór á móti ÍR og náðum að laga það flest í þessum leik,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála hjá Stjörnuliðinu. „Sú staðreynd að við erum án lykilleikmanna þýðir að það eru leikmenn sem fá tækifæri og aukna ábyrgð. Það eykur breiddina þegar við fáum leikmennina til baka. Í kvöld gladdi það mig mikið að sjá Dag Loga og Rytis sýna sig á stóra sviðinu og Ari Sverrir er að bæta sig mikið með hverjum leiknum sem hann spilar,“ sagði hann einnig um hóp sinn.
Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 31. mars 2023 21:48 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 31. mars 2023 21:48