Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 11:55 Meira tjón varð á íbúðum á neðri hæð hússins. Landsbjörg Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. Fulltrúar Náttúruhamfaratrygginga fóru til Neskaupstaðar á þriðjudag og ræddu við íbúa sem urðu fyrir verulegu tjóni vegna snjóflóðs sem féll á bæinn á mánudag, og fóru yfir reglur um trygginguna með þeim. RÚV greinir frá því að nokkurrar óánægju hafi gætt meðal sumra íbúa, með þær fréttir að þeir þyrftu að bera hluta tjóns síns sjálfir, minnst sex hundruð þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega bara lög sem ákveða það hver eigin áhætta er og það sem verið er að hugsa um er fyrst og fremst það að það sé verið að tryggja samfélagið þannig fyrir tjóni að það sé hægt að tryggja endurreisn samfélags þegar stór tjón hafa átt sér stað,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.Aðsend Fyrst og fremst sé horft til þess að heildartjón sé bætt að stórum hluta, meðal annars til að koma í veg fyrir að fólk missi eignir sínar. Um er að ræða tíu íbúðir tveggja fjölbýlishúsa. „Þær eru hafa orðið fyrir mjög mismiklu tjóni. Verulegu tjóni á neðri hæðunum en minna tjóni á efri hæðunum.“ Í sex til átta íbúðum hafi þá orðið innbústjón. Eigin áhætta vegna tjóns á íbúðunum sjálfum er að lágmarki fjögur hundruð þúsund krónur, en tvö hundruð þúsund krónur vegna innbús. Því geta íbúar þurft að standa straum af sex hundruð þúsund króna kostnaði áður en til kasta hamfaratryggingarinnar kemur. Öðruvísi en venjuleg heimilistrygging Hulda segir mikilvægt að hafa í huga að hamfaratrygging sé eðlisólík hefðbundnum tryggingum, þar sem greitt er út vegna eins og eins tjóns. Sjóður stofnunarinnar, sem stendur í um fimmtíu milljörðum, sé byggður upp til að verja heil samfélög, og jafnvel heila borg ef því er að skipta. „Ef að eigin áhættan í svoleiðis tjóni er sambærileg við það sem þú ert með í venjulegri fjölskyldutryggingu, þá getur óverulegt tjón á mjög mörgum eignum klárað þennan mikilvæga sjóð okkar Íslendinga.“ Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tryggingar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fulltrúar Náttúruhamfaratrygginga fóru til Neskaupstaðar á þriðjudag og ræddu við íbúa sem urðu fyrir verulegu tjóni vegna snjóflóðs sem féll á bæinn á mánudag, og fóru yfir reglur um trygginguna með þeim. RÚV greinir frá því að nokkurrar óánægju hafi gætt meðal sumra íbúa, með þær fréttir að þeir þyrftu að bera hluta tjóns síns sjálfir, minnst sex hundruð þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega bara lög sem ákveða það hver eigin áhætta er og það sem verið er að hugsa um er fyrst og fremst það að það sé verið að tryggja samfélagið þannig fyrir tjóni að það sé hægt að tryggja endurreisn samfélags þegar stór tjón hafa átt sér stað,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.Aðsend Fyrst og fremst sé horft til þess að heildartjón sé bætt að stórum hluta, meðal annars til að koma í veg fyrir að fólk missi eignir sínar. Um er að ræða tíu íbúðir tveggja fjölbýlishúsa. „Þær eru hafa orðið fyrir mjög mismiklu tjóni. Verulegu tjóni á neðri hæðunum en minna tjóni á efri hæðunum.“ Í sex til átta íbúðum hafi þá orðið innbústjón. Eigin áhætta vegna tjóns á íbúðunum sjálfum er að lágmarki fjögur hundruð þúsund krónur, en tvö hundruð þúsund krónur vegna innbús. Því geta íbúar þurft að standa straum af sex hundruð þúsund króna kostnaði áður en til kasta hamfaratryggingarinnar kemur. Öðruvísi en venjuleg heimilistrygging Hulda segir mikilvægt að hafa í huga að hamfaratrygging sé eðlisólík hefðbundnum tryggingum, þar sem greitt er út vegna eins og eins tjóns. Sjóður stofnunarinnar, sem stendur í um fimmtíu milljörðum, sé byggður upp til að verja heil samfélög, og jafnvel heila borg ef því er að skipta. „Ef að eigin áhættan í svoleiðis tjóni er sambærileg við það sem þú ert með í venjulegri fjölskyldutryggingu, þá getur óverulegt tjón á mjög mörgum eignum klárað þennan mikilvæga sjóð okkar Íslendinga.“
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tryggingar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43
Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33