Æðruleysi fyrsta orðið sem kom upp í huga Katrínar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 23:06 Guðlaugur Þór og Katrín ræða hér við fólk í Neskaupstað. Aðsend Forsætisráðherra og umhverfisráðherra fóru til Neskaupstaðar í dag og ræddu við íbúa sem lentu í því að fá snjóflóð á heimili sín á mánudag. Forsætisráðherra segir mikið mildi að enginn hafi týnt lífi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, voru í Neskaupstað í dag, en á mánudag féllu snjóflóð á bæinn. Katrín segir ljóst af ummerkjunum eftir flóðin að þau hafi verið afar kröftug. „Og það er ótrúleg mildi að ekki hafi farið verr, það er að segja að enginn hafi týnt lífi. Því ummerkin eru gríðarleg,“ sagði Katrín, sem var enn stödd á Neskaupstað þegar fréttastofa ræddi við hana. Ráðherrarnir ræddu meðal annars við fólk sem fékk flóðin á heimili sín, með tilheyrandi tjóni. „Að sjálfsögðu reynir þetta alveg gríðarlega á fólk en um leið vil ég segja það, því við hittum viðbragðsaðila og fórum yfir hvernig þetta hefur gengið, að þetta viðbragð er algjörlega aðdáunarvert. Hvernig brugðist var við og hversu hratt var brugðist var við, og hvernig samfélagið hefur tekið höndum saman í kjölfarið.“ Ofanflóðavarnir hafi skipt miklu Íbúar Neskaupstaðar hafi sýnt mikinn styrk í viðbrögðum sínum. „Ég myndi nú segja að æðruleysi hafi verið orðið sem kom fyrst upp í hugann hjá mér. Fólk tekur þessu af æðruleysi. En um leið liggur það fyrir að mörgum er illa brugðið.“ Töluvert hafi verið rætt um ofanflóðavarnargarð sem fyrirhugaður er í Neskaupstað, en þar eru þrír garðar fyrir. „Hann er kominn töluvert langt, undirbúningurinn, og nú munum við bara fara yfir þessar áætlanir og sjá hvað er hægt að gera. Það tekur síðan tíma að byggja þetta mannvirki, en það er líka alveg ljóst að þessir garðar sem fyrir eru hafa skipt töluverðu máli til að verja byggð.“ Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, voru í Neskaupstað í dag, en á mánudag féllu snjóflóð á bæinn. Katrín segir ljóst af ummerkjunum eftir flóðin að þau hafi verið afar kröftug. „Og það er ótrúleg mildi að ekki hafi farið verr, það er að segja að enginn hafi týnt lífi. Því ummerkin eru gríðarleg,“ sagði Katrín, sem var enn stödd á Neskaupstað þegar fréttastofa ræddi við hana. Ráðherrarnir ræddu meðal annars við fólk sem fékk flóðin á heimili sín, með tilheyrandi tjóni. „Að sjálfsögðu reynir þetta alveg gríðarlega á fólk en um leið vil ég segja það, því við hittum viðbragðsaðila og fórum yfir hvernig þetta hefur gengið, að þetta viðbragð er algjörlega aðdáunarvert. Hvernig brugðist var við og hversu hratt var brugðist var við, og hvernig samfélagið hefur tekið höndum saman í kjölfarið.“ Ofanflóðavarnir hafi skipt miklu Íbúar Neskaupstaðar hafi sýnt mikinn styrk í viðbrögðum sínum. „Ég myndi nú segja að æðruleysi hafi verið orðið sem kom fyrst upp í hugann hjá mér. Fólk tekur þessu af æðruleysi. En um leið liggur það fyrir að mörgum er illa brugðið.“ Töluvert hafi verið rætt um ofanflóðavarnargarð sem fyrirhugaður er í Neskaupstað, en þar eru þrír garðar fyrir. „Hann er kominn töluvert langt, undirbúningurinn, og nú munum við bara fara yfir þessar áætlanir og sjá hvað er hægt að gera. Það tekur síðan tíma að byggja þetta mannvirki, en það er líka alveg ljóst að þessir garðar sem fyrir eru hafa skipt töluverðu máli til að verja byggð.“
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55
Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33