Einokunarlausir páskar 2024 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2023 17:00 Það fylgir því sérstök blanda af undrun með vott af skelfingu að borga fyrir mat á Íslandi. Verndartollar eru hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við, sem aftur veldur því að matarkarfan hér er dýrari en annars staðar. Með verndartollum komast fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan í einokunarstöðu þar sem innflutt mjólkur- og undanrennuduft, sem notað er í alls konar matvælaframleiðslu, verður margfalt dýrara. Til viðbótar hefur fyrirtækið sérstaka undanþágu frá almennum samkeppnisreglum; hentugleikar sem öðrum atvinnurekendum býðst reyndar ekki. Þess vegna getur fyrirtæki eins og Arna í Bolungarvík, sem er keppinautur MS, ekki keypt mjólkur- og undanrennuduft í sína framleiðslu án þess að kaupa það af MS. Og það á hærra verði en heimsmarkaðsverð vörunnar er almennt. Þessu háa verði er svo fleytt út í verðlag sem aftur bitnar á almenningi. Þetta þarf ekki að vera svona. Það er pólitísk ákvörðun og mannanna verk að sitja sem fastast í meingölluðu kerfi. Ástæðan var því ærin þegar fulltrúar verslunarmanna og launafólks gengu á fund fjármálaráðherra og matvælaráðherra á dögunum og fóru fram á að tollar á tilteknar afurðir yrðu felldir niður sem viðbragð við verðbólgu sem gefið hefur góða raun td á Spáni. Nægilega hefur matarkarfan hækkað í verði undanfarin misseri. Á fundinum var lagt til að tollar á alifugla, svínakjöt, franskar kartöflur auk tolla á mjólkur- og undanrennuduft og smjör yrðu afnumdir. Þá var lagt til að tollar á túlípönum og rósum yrðu felldir niður á því tímabili sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn - eins og um páska. Áhrifin yrðu skjótvirk og myndi þar að auki styrkja samkeppnisgrunn atvinnulífsins öllum til heilla. Viðbrögðin voru dræm. Í nýlegri fjármálaáætlun til fimm ára er hvergi minnst á breytingar á tollum og lítið gert til að efla samkeppni hér. Frekar boðið upp á framhald samansúrraðrar íhaldsmennsku og kunnugleg stef. Viðkvæðið um að launafólk, atvinnulíf og Seðlabanki eigi saman að vinna bug á verðbólgu, en að ríkisfjármálin séu undanskilin á því ferðalagi. En það koma páskar eftir þessa páska. Kannski verða næstu páskar upphaf þess að við lokum einokunarhringnum og kveðjum í eitt skipti fyrir öll úr sér gengna tolla sem bitna helst á fólki sem gerir sér það eitt til saka að versla í matinn. Það má alltaf halda í vonina. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Páskar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það fylgir því sérstök blanda af undrun með vott af skelfingu að borga fyrir mat á Íslandi. Verndartollar eru hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við, sem aftur veldur því að matarkarfan hér er dýrari en annars staðar. Með verndartollum komast fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan í einokunarstöðu þar sem innflutt mjólkur- og undanrennuduft, sem notað er í alls konar matvælaframleiðslu, verður margfalt dýrara. Til viðbótar hefur fyrirtækið sérstaka undanþágu frá almennum samkeppnisreglum; hentugleikar sem öðrum atvinnurekendum býðst reyndar ekki. Þess vegna getur fyrirtæki eins og Arna í Bolungarvík, sem er keppinautur MS, ekki keypt mjólkur- og undanrennuduft í sína framleiðslu án þess að kaupa það af MS. Og það á hærra verði en heimsmarkaðsverð vörunnar er almennt. Þessu háa verði er svo fleytt út í verðlag sem aftur bitnar á almenningi. Þetta þarf ekki að vera svona. Það er pólitísk ákvörðun og mannanna verk að sitja sem fastast í meingölluðu kerfi. Ástæðan var því ærin þegar fulltrúar verslunarmanna og launafólks gengu á fund fjármálaráðherra og matvælaráðherra á dögunum og fóru fram á að tollar á tilteknar afurðir yrðu felldir niður sem viðbragð við verðbólgu sem gefið hefur góða raun td á Spáni. Nægilega hefur matarkarfan hækkað í verði undanfarin misseri. Á fundinum var lagt til að tollar á alifugla, svínakjöt, franskar kartöflur auk tolla á mjólkur- og undanrennuduft og smjör yrðu afnumdir. Þá var lagt til að tollar á túlípönum og rósum yrðu felldir niður á því tímabili sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn - eins og um páska. Áhrifin yrðu skjótvirk og myndi þar að auki styrkja samkeppnisgrunn atvinnulífsins öllum til heilla. Viðbrögðin voru dræm. Í nýlegri fjármálaáætlun til fimm ára er hvergi minnst á breytingar á tollum og lítið gert til að efla samkeppni hér. Frekar boðið upp á framhald samansúrraðrar íhaldsmennsku og kunnugleg stef. Viðkvæðið um að launafólk, atvinnulíf og Seðlabanki eigi saman að vinna bug á verðbólgu, en að ríkisfjármálin séu undanskilin á því ferðalagi. En það koma páskar eftir þessa páska. Kannski verða næstu páskar upphaf þess að við lokum einokunarhringnum og kveðjum í eitt skipti fyrir öll úr sér gengna tolla sem bitna helst á fólki sem gerir sér það eitt til saka að versla í matinn. Það má alltaf halda í vonina. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun