Hellarnir á Hellu njóta mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2023 20:05 Dóra Steinsdóttir er eina af þeim, sem tekur á móti hópum í hellana við Ægissíðu á Hellu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hellarnir á Ægissíðu á Hellu njóta alltaf mikilla vinsælda hjá íslenskum og erlendum ferðamönnum en fyrstu skráðu heimildir um þá er frá 1818. Hellarnir eru með þekktustu manngerðu hellum landsins en tólf hellar hafa fundist á Ægissíðu. Það er alltaf mikill áhugi á að fara í hellaferðir hjá ferðafólki, innlendu og erlendu í hellana á Ægissíðu með leiðsögn. Manngerðir hellar eru víða á Suðurlandi en vitað er um á annað hundrað slíka hella á svæðinu frá Ölfusi austur í Mýrdal. Hellarnir á Ægissíðu eru friðlýstir en nú er unnið að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við erum búin að hafa opið í allan vetur og keyra hérna ferðir alla daga í vetur og það er bara búið að ganga framar vonum myndi ég segja. Við erum að segja svolítið sögu, sem heyrist ekki annars staðar og erum að bjóða upp á umhverfi, sem við erum ekkert vön að skoða,“ segir Dóra Steinsdóttir leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Hellarnir þykja mjög merkilegir. “Já, það myndi ég segja. Þetta eru sennilega elstu hýbýli á Íslandi þessir hellar,“ segir Dóra. við Ægissíðu á Hellu. Víða má finna manngerða hella á Suðurlandi eins og í Ægissíðu þar sem 12 hellar eru skráðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í hellunum má til dæmis finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti svo eitthvað sé nefnt. Svo er búið að skrifa nokkur nöfn á veggi hellanna. “Við megum það ekki lengur, ekki inn á veggina en við megum skrifa hérna utan á húsið hjá okkur og fólk er búið að taka því svakalega vel frá því að við byrjuðum á því í maí í fyrra og það er eiginlega allt að verða fullt af nöfnum utan á húsinu,” segir Dóra. Dóra segir að ferðamenn verði agndofa þegar þeir skoða hellana. “Já, þeir verða það. Ég myndi segja að ferðirnar okkar séu fyrir ferðamenn almennt umfram væntingar. Fólk veit ekki alveg hverju það á von á þegar það kemur hingað en svo þegar þeir fara frá okkur, þá er þetta bara stórkostlegt og við fáum rosalega góða dóma á samfélagsmiðlum og þessum síðum, sem fólk er að skilja eftir umsagnir,” segir Dóra Steinsdóttir, leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Dóra að leiðsegja einum af fjölmörgum hópunum, sem hún hefur tekið á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Það er alltaf mikill áhugi á að fara í hellaferðir hjá ferðafólki, innlendu og erlendu í hellana á Ægissíðu með leiðsögn. Manngerðir hellar eru víða á Suðurlandi en vitað er um á annað hundrað slíka hella á svæðinu frá Ölfusi austur í Mýrdal. Hellarnir á Ægissíðu eru friðlýstir en nú er unnið að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við erum búin að hafa opið í allan vetur og keyra hérna ferðir alla daga í vetur og það er bara búið að ganga framar vonum myndi ég segja. Við erum að segja svolítið sögu, sem heyrist ekki annars staðar og erum að bjóða upp á umhverfi, sem við erum ekkert vön að skoða,“ segir Dóra Steinsdóttir leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Hellarnir þykja mjög merkilegir. “Já, það myndi ég segja. Þetta eru sennilega elstu hýbýli á Íslandi þessir hellar,“ segir Dóra. við Ægissíðu á Hellu. Víða má finna manngerða hella á Suðurlandi eins og í Ægissíðu þar sem 12 hellar eru skráðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í hellunum má til dæmis finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti svo eitthvað sé nefnt. Svo er búið að skrifa nokkur nöfn á veggi hellanna. “Við megum það ekki lengur, ekki inn á veggina en við megum skrifa hérna utan á húsið hjá okkur og fólk er búið að taka því svakalega vel frá því að við byrjuðum á því í maí í fyrra og það er eiginlega allt að verða fullt af nöfnum utan á húsinu,” segir Dóra. Dóra segir að ferðamenn verði agndofa þegar þeir skoða hellana. “Já, þeir verða það. Ég myndi segja að ferðirnar okkar séu fyrir ferðamenn almennt umfram væntingar. Fólk veit ekki alveg hverju það á von á þegar það kemur hingað en svo þegar þeir fara frá okkur, þá er þetta bara stórkostlegt og við fáum rosalega góða dóma á samfélagsmiðlum og þessum síðum, sem fólk er að skilja eftir umsagnir,” segir Dóra Steinsdóttir, leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Dóra að leiðsegja einum af fjölmörgum hópunum, sem hún hefur tekið á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira