„Það kallast að verjast þegar þú ert að sækja“ Jón Már Ferro skrifar 10. apríl 2023 16:48 Það var hart barist í Lautinni í dag. Vísir/Pawel „Maður fann það síðustu vikuna að páskarnir voru eiginlega bara fullir tillhlökkunar að æfa og bíða eftir þessum degi í rauninni,“ sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður Keflavíkur eftir 1-2 sigur þeirra á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Keflavík óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Rétt fyrir hálfleik voru þeir komnir með völd á leiknum en vantaði meira bit á síðasta þriðjungi vallarins. „Þeir fengu eina góða sókn upp hægri kantinn, svona klafs, komast aftur fyrir okkur og fá færi. Síðan fannst mér við bara stjórna leiknum eiginlega allan tímann en tókum of margar snertingar. Mér fannst við vera með yfirburði alls staðar þannig séð. Við fengum fjögur fín dauðafæri á markteig og klafs inni í teig í fyrri hálfleik. Hefðum getað farið jafnt inn í hálfleik. Þeir fengu svosem líka alveg dauðafæri.“ Eftir því sem leið á leikinn féllu heimamenn alltaf neðar og neðar á völlinn. Í lokin voru þeir farnir að verjast mjög aftarlega. Þrátt fyrir það fengu heimamenn fínar skyndisóknir. Oftar en ekki voru þeir nálægt því að refsa Keflvíkingum. „Já mjög sætt og ógeðslega gaman, vorum búnir að bíða og þrýsta á þá. Maður fann að þeir voru orðnir þreyttir enda voru þrír leikmenn hjá þeim með krampa. Við fundum það og þegar við komum inn með ferska fætur og við fundum að þeir voru gjörsamlega búnir á því,“ sagði Sindri Snær. Margar breytingar voru gerðar á leikmannahópi Keflavíkur frá síðustu leiktíð. Þar af voru sjö byrjunarliðsmenn sem hurfu á braut. Axel Ingi Jóhannesson, hinn 18 ára gamli hægri bakvörður, byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild. „Það eru um það bil sjö nýjir byrjunarliðsmenn frá því úrslitakeppnin byrjaði í fyrra. Þetta er ágætur kjarni 6-7 leikmenn frá því í fyrra sem voru líka og við teljum okkur vera lykilleikmenn í þessu liði og þurfum að hjálpa hinum. Það er alltaf erfitt þegar koma sjö nýjir leikmenn, sex að byrja og einn 18 ára að byrja í fyrsta sinn í hægri bakverði. Þetta er ótrúlega sterkt,“ sagði Sindri Snær. Sami Kamel spilaði á vinstri kantinum og var mjög góður sóknarlega. Skoraði eitt mark og tók mikið til sín sóknarlega. Hann er 29 ára, réttfættur vinstri kantmaður. „Hann er búinn að vera góður síðan hann kom, er rosalega yfirvegaður á boltann og frábær skotmaður. Hann sýndi það í dag þegar hann lagði boltann fallega í markið. Hann gefur okkur ró framarlega á vellinum því hann er góður að halda boltanum,“ sagði Sindri Snær. Fylkir fékk mikið af skyndisóknum en vantaði oftar en ekki gæðin til að klára sóknirnar. „Þeir fá tvö ágætis færi í fyrri hálfleik, plús víti og tvö færi í seinni hálfleik. Það er allt eftir skyndisóknir. Það er kannski hvernig við staðsetjum okkur þegar þeir eru að sækja hratt á okkur. Það er auðvelt að laga það. Það kallast að verja þegar þú ert að sækja. Vita hvar við eigum að staðsetja okkur þegar við töpum boltanum,“ sagði Sindri Snær. Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Fylkir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
Keflavík óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Rétt fyrir hálfleik voru þeir komnir með völd á leiknum en vantaði meira bit á síðasta þriðjungi vallarins. „Þeir fengu eina góða sókn upp hægri kantinn, svona klafs, komast aftur fyrir okkur og fá færi. Síðan fannst mér við bara stjórna leiknum eiginlega allan tímann en tókum of margar snertingar. Mér fannst við vera með yfirburði alls staðar þannig séð. Við fengum fjögur fín dauðafæri á markteig og klafs inni í teig í fyrri hálfleik. Hefðum getað farið jafnt inn í hálfleik. Þeir fengu svosem líka alveg dauðafæri.“ Eftir því sem leið á leikinn féllu heimamenn alltaf neðar og neðar á völlinn. Í lokin voru þeir farnir að verjast mjög aftarlega. Þrátt fyrir það fengu heimamenn fínar skyndisóknir. Oftar en ekki voru þeir nálægt því að refsa Keflvíkingum. „Já mjög sætt og ógeðslega gaman, vorum búnir að bíða og þrýsta á þá. Maður fann að þeir voru orðnir þreyttir enda voru þrír leikmenn hjá þeim með krampa. Við fundum það og þegar við komum inn með ferska fætur og við fundum að þeir voru gjörsamlega búnir á því,“ sagði Sindri Snær. Margar breytingar voru gerðar á leikmannahópi Keflavíkur frá síðustu leiktíð. Þar af voru sjö byrjunarliðsmenn sem hurfu á braut. Axel Ingi Jóhannesson, hinn 18 ára gamli hægri bakvörður, byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild. „Það eru um það bil sjö nýjir byrjunarliðsmenn frá því úrslitakeppnin byrjaði í fyrra. Þetta er ágætur kjarni 6-7 leikmenn frá því í fyrra sem voru líka og við teljum okkur vera lykilleikmenn í þessu liði og þurfum að hjálpa hinum. Það er alltaf erfitt þegar koma sjö nýjir leikmenn, sex að byrja og einn 18 ára að byrja í fyrsta sinn í hægri bakverði. Þetta er ótrúlega sterkt,“ sagði Sindri Snær. Sami Kamel spilaði á vinstri kantinum og var mjög góður sóknarlega. Skoraði eitt mark og tók mikið til sín sóknarlega. Hann er 29 ára, réttfættur vinstri kantmaður. „Hann er búinn að vera góður síðan hann kom, er rosalega yfirvegaður á boltann og frábær skotmaður. Hann sýndi það í dag þegar hann lagði boltann fallega í markið. Hann gefur okkur ró framarlega á vellinum því hann er góður að halda boltanum,“ sagði Sindri Snær. Fylkir fékk mikið af skyndisóknum en vantaði oftar en ekki gæðin til að klára sóknirnar. „Þeir fá tvö ágætis færi í fyrri hálfleik, plús víti og tvö færi í seinni hálfleik. Það er allt eftir skyndisóknir. Það er kannski hvernig við staðsetjum okkur þegar þeir eru að sækja hratt á okkur. Það er auðvelt að laga það. Það kallast að verja þegar þú ert að sækja. Vita hvar við eigum að staðsetja okkur þegar við töpum boltanum,“ sagði Sindri Snær.
Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Fylkir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira