Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 19:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður mætti í Reykjavík síðdegis í dag til þess að ræða vendingar í máli Gylfa Þórs. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, voru gestir í Reykjavík síðdegis í dag. Þeir ræddu mál Gylfa Þórs, en í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna gruns um kynferðistbrot og að hann væri nú laus allra mála í Bretandi. Hann hefur verið til rannsóknar þar í landi í tæplega tvö ár. Vilhjálmur segir að tíðindi dagsins marki lögfræðileg málalok máls Gylfa Þórs. „Hann hefur auðvitað þurft að þola þetta í allan þennan tíma og ég held að enginn geti sett sig í þau spor nema hann hafi upplifað það sjálfur, það sem Gylfi hefur þurft að ganga í gegnum. En nú liggur niðurstaðan fyrir. Hann er saklaus af þessum ásökunum, lífið getur haldið áfram og ég bara vona að hann nái fyrri takti,“ segir Vilhjálmur. Ekki víst að Gylfi vilji sækja bætur Vilhjálmur segir að Gylfi Þór hljóti að taka það til skoðunar að leita réttar síns vegna málsins en að það sé ekki víst að hann hafi áhuga á því. „Hugsanlega kann það að vera þannig að honum finnist hann bara varið nægum tíma í þessum svipugöngum og vilji bara að setja punktinn. Það er auðvitað eitthvað sem hann þarf að taka ákvörðun um í samráði við sína lögmenn í Englandi.“ Þá segir hann að hefði mál Gylfa komið upp hér á landi og hann hefði þurft að sæta farbanni með þeim hætti sem hann gerði á Englandi, ætti hann skýran og ótvíræðan bótarétt og myndi fá dæmdar bætur. Ekki óþekktur málsmeðferðartími hér á landi Mikla athygli hefur vakið hversu langan tíma tók að rannsaka mál Gylfa Þórs en hann var fyrst handtekinn sumarið 2021. Vilhjálmur segir þó að slíkur málsmeðferðartími sé ekki óþekktur í sams konar málum hér á landi. „Því miður þá höfum við Íslendingar ekki úr háum söðli að detta hvað þetta varðar.“ Hann þekki dæmi þess úr íslenskri réttarsögu að menn sæti farbanni jafnvel lengur en Gylfi sætti farbanni. Þá séu dæmi um það að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings í heilan áratug í hrunmálunum svokölluðu. „Því miður þá var þetta bara með þessum hætti, ég þekki ekki aðstæður nákvæmlega í þessu tilviki en við Íslendingar, við getum ekkert endilega sagt að Englendingar séu með allt niður um sig í þessum efnum því að þetta þekkist á Íslandi líka,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt að fólk dæmi ekki fyrir fram Þá segir Vilhjálmur mikilvægt sé að draga lærdóm af máli Gylfa. „Þetta er auðvitað hörmulegt og ég held að við þurfum að draga lærdóm af þessu máli, af því að mikið hefur verið sagt um þá aðila sem eru í slíkri stöðu, að í guðanna bænum ekki dæma fólk ekki fyrir fram þegar síðan kemur í ljós, eins og í tilviki Gylfi, að hann er saklaus,“ segir Vilhjálmur. Það rýmar við aðsenda grein eftir Vilhjálm sem birtist hér á Vísi þar sem hann gerði samspil tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins. Greinina, sem er ein sú stysta sem birt hefur verið á Vísi, má lesa hér að neðan: Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Bretland Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, voru gestir í Reykjavík síðdegis í dag. Þeir ræddu mál Gylfa Þórs, en í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna gruns um kynferðistbrot og að hann væri nú laus allra mála í Bretandi. Hann hefur verið til rannsóknar þar í landi í tæplega tvö ár. Vilhjálmur segir að tíðindi dagsins marki lögfræðileg málalok máls Gylfa Þórs. „Hann hefur auðvitað þurft að þola þetta í allan þennan tíma og ég held að enginn geti sett sig í þau spor nema hann hafi upplifað það sjálfur, það sem Gylfi hefur þurft að ganga í gegnum. En nú liggur niðurstaðan fyrir. Hann er saklaus af þessum ásökunum, lífið getur haldið áfram og ég bara vona að hann nái fyrri takti,“ segir Vilhjálmur. Ekki víst að Gylfi vilji sækja bætur Vilhjálmur segir að Gylfi Þór hljóti að taka það til skoðunar að leita réttar síns vegna málsins en að það sé ekki víst að hann hafi áhuga á því. „Hugsanlega kann það að vera þannig að honum finnist hann bara varið nægum tíma í þessum svipugöngum og vilji bara að setja punktinn. Það er auðvitað eitthvað sem hann þarf að taka ákvörðun um í samráði við sína lögmenn í Englandi.“ Þá segir hann að hefði mál Gylfa komið upp hér á landi og hann hefði þurft að sæta farbanni með þeim hætti sem hann gerði á Englandi, ætti hann skýran og ótvíræðan bótarétt og myndi fá dæmdar bætur. Ekki óþekktur málsmeðferðartími hér á landi Mikla athygli hefur vakið hversu langan tíma tók að rannsaka mál Gylfa Þórs en hann var fyrst handtekinn sumarið 2021. Vilhjálmur segir þó að slíkur málsmeðferðartími sé ekki óþekktur í sams konar málum hér á landi. „Því miður þá höfum við Íslendingar ekki úr háum söðli að detta hvað þetta varðar.“ Hann þekki dæmi þess úr íslenskri réttarsögu að menn sæti farbanni jafnvel lengur en Gylfi sætti farbanni. Þá séu dæmi um það að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings í heilan áratug í hrunmálunum svokölluðu. „Því miður þá var þetta bara með þessum hætti, ég þekki ekki aðstæður nákvæmlega í þessu tilviki en við Íslendingar, við getum ekkert endilega sagt að Englendingar séu með allt niður um sig í þessum efnum því að þetta þekkist á Íslandi líka,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt að fólk dæmi ekki fyrir fram Þá segir Vilhjálmur mikilvægt sé að draga lærdóm af máli Gylfa. „Þetta er auðvitað hörmulegt og ég held að við þurfum að draga lærdóm af þessu máli, af því að mikið hefur verið sagt um þá aðila sem eru í slíkri stöðu, að í guðanna bænum ekki dæma fólk ekki fyrir fram þegar síðan kemur í ljós, eins og í tilviki Gylfi, að hann er saklaus,“ segir Vilhjálmur. Það rýmar við aðsenda grein eftir Vilhjálm sem birtist hér á Vísi þar sem hann gerði samspil tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins. Greinina, sem er ein sú stysta sem birt hefur verið á Vísi, má lesa hér að neðan:
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Bretland Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira