Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 11:26 Vladímír Kara-Murza í dómsal í febrúar. Hann var sakfelldur fyrir landráð og fyrir að níða rússneska herinn. AP Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. Vladímír Kara-Murza er 41 árs gamall rússnesku stjórnarandstæðingur. Hann hefur setið á bak við lás og slá frá því í fyrra. Sakirnar á hendur honum má rekja til ávarps hans í ríkisþingi Arizona í Bandaríkjunum í mars í fyrra þar sem hann fordæmdi stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Á meðan Kara-Murza sat í fangelsi bætti saksóknarar við ákærurfyrir landráð vegna ræða sem hann hefur haldið á erlendri grundu. Kara-Murza neitaði sök og líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld sem voru haldin í tíð alræðisherrans Jósefs Stalíns á 20. öldinni. Í yfirlýsingu við dómstólinn sagðist hann stoltur af því að hafa staðið uppi í hárinu á Vladímír Pútín forseta, einræðisríki hans og ákvörðun hans um að senda hermenn til Úkraínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég veit að sá dagur rennur upp þegar mykrinu sem liggur yfir landinu okkar léttir. Þá mun samfélagið opna augun og hrylla við þegar það áttar sig á þeim hræðilegu glæpum sem voru framdi í nafni þess,“ sagði Kara-Murza við réttarhöldin sem fóru fram á bak við luktar dyr. "#Russia will be free, tell it everyone."Such words were uttered by Vladimir Kara-Murza after the verdict was passed. pic.twitter.com/PlRxMVlmkk— NEXTA (@nexta_tv) April 17, 2023 Þagga niður í gagnrýnisröddum Mannréttindasamtökin Amnesty International fordæmdu dóminn yfir Kara-Murza og sögðu hann hluta af kerfisbundinni kúgunarherferð stjórnvalda sem hafi færst í aukana eftir að innrásin hófst. Þau telja Kara-Murza samviskufanga sem hafi eingöngu verið sakfelldur fyrir skoðanir sínar. Rússnesk stjórnvöld gerðu það að glæp að dreifa „fölskum upplýsingum“ um herinn aðeins nokkrum dögum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Þau hafa notað lögin til þess að þagga niður í gagnýnisröddum. Kara-Murza er blaðamaður og þriggja barna faðir. Hann var nátengdur Boris Nemtsov, stjórnarandstöðuleiðtoga, sem var ráðinn af dögum nærri Kreml árið 2015. Sjálfur lifði Kara-Murza af eitranir árin 2015 og 2017 sem hann kennir stjórnvöldum í Kreml um. Heilsu hans í fangelsinu fer hrakandi, að sögn lögmanna hans. Ilja Jashin, annar stjórnarandstæðingur, var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að tala illa um rússneska herinn seint á síðasta ári. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Vladímír Kara-Murza er 41 árs gamall rússnesku stjórnarandstæðingur. Hann hefur setið á bak við lás og slá frá því í fyrra. Sakirnar á hendur honum má rekja til ávarps hans í ríkisþingi Arizona í Bandaríkjunum í mars í fyrra þar sem hann fordæmdi stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Á meðan Kara-Murza sat í fangelsi bætti saksóknarar við ákærurfyrir landráð vegna ræða sem hann hefur haldið á erlendri grundu. Kara-Murza neitaði sök og líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld sem voru haldin í tíð alræðisherrans Jósefs Stalíns á 20. öldinni. Í yfirlýsingu við dómstólinn sagðist hann stoltur af því að hafa staðið uppi í hárinu á Vladímír Pútín forseta, einræðisríki hans og ákvörðun hans um að senda hermenn til Úkraínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég veit að sá dagur rennur upp þegar mykrinu sem liggur yfir landinu okkar léttir. Þá mun samfélagið opna augun og hrylla við þegar það áttar sig á þeim hræðilegu glæpum sem voru framdi í nafni þess,“ sagði Kara-Murza við réttarhöldin sem fóru fram á bak við luktar dyr. "#Russia will be free, tell it everyone."Such words were uttered by Vladimir Kara-Murza after the verdict was passed. pic.twitter.com/PlRxMVlmkk— NEXTA (@nexta_tv) April 17, 2023 Þagga niður í gagnrýnisröddum Mannréttindasamtökin Amnesty International fordæmdu dóminn yfir Kara-Murza og sögðu hann hluta af kerfisbundinni kúgunarherferð stjórnvalda sem hafi færst í aukana eftir að innrásin hófst. Þau telja Kara-Murza samviskufanga sem hafi eingöngu verið sakfelldur fyrir skoðanir sínar. Rússnesk stjórnvöld gerðu það að glæp að dreifa „fölskum upplýsingum“ um herinn aðeins nokkrum dögum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Þau hafa notað lögin til þess að þagga niður í gagnýnisröddum. Kara-Murza er blaðamaður og þriggja barna faðir. Hann var nátengdur Boris Nemtsov, stjórnarandstöðuleiðtoga, sem var ráðinn af dögum nærri Kreml árið 2015. Sjálfur lifði Kara-Murza af eitranir árin 2015 og 2017 sem hann kennir stjórnvöldum í Kreml um. Heilsu hans í fangelsinu fer hrakandi, að sögn lögmanna hans. Ilja Jashin, annar stjórnarandstæðingur, var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að tala illa um rússneska herinn seint á síðasta ári.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira