Hæpið að Tiger Woods nái næsta PGA-móti Hjörvar Ólafsson skrifar 20. apríl 2023 12:22 Tiger Woods haltraði um Augusta völlinn á Masters-mótinu í upphafi þessa mánuðar og var greinilega verkjaður. Vísir/Getty Tiger Woods gekkst í gær undir aðgerð vegna ökklameiðsla sem urðu til þess að hann þurfti að draga sig úr keppni á þriðja hring á Masters-mótinu fyrr í þessum mánuði. Woods var greinilega sárkvalinn á Augusta-vellinum en hann fann fyrir verkjum í hælnum sem rekja má til ökklabrots sem hann varð fyrir í bílslysi í febrúar árið 2021. Eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á Masters-mótinu hætti Woods svo keppni eftir sjö holur á þriðja hring. Þá var Woods í 54. og síðasta sæti á mótinu. Aðgerðin sem framkvæmd var í New York gekk vel en þar var þess freistað að kippa í liðinn liðagigt sem hefur plagað Woods síðan í bílslysinu. Woods er nú í kapphlaupi við tímann að ná næsta móti á US PGA Championship-mótaröðinni sem fram fer Oak Hill Country Club-vellinum í Rochester dagana 18. - 21. maí næstkomandi. Opna bandaríska meistaramótið hefst svo í Los Angeles um miðjan júní og The Open byrjar svo 20. júlí á Royal Liverpool. Woods stefnir á að vera búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir þessi mót. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Woods var greinilega sárkvalinn á Augusta-vellinum en hann fann fyrir verkjum í hælnum sem rekja má til ökklabrots sem hann varð fyrir í bílslysi í febrúar árið 2021. Eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á Masters-mótinu hætti Woods svo keppni eftir sjö holur á þriðja hring. Þá var Woods í 54. og síðasta sæti á mótinu. Aðgerðin sem framkvæmd var í New York gekk vel en þar var þess freistað að kippa í liðinn liðagigt sem hefur plagað Woods síðan í bílslysinu. Woods er nú í kapphlaupi við tímann að ná næsta móti á US PGA Championship-mótaröðinni sem fram fer Oak Hill Country Club-vellinum í Rochester dagana 18. - 21. maí næstkomandi. Opna bandaríska meistaramótið hefst svo í Los Angeles um miðjan júní og The Open byrjar svo 20. júlí á Royal Liverpool. Woods stefnir á að vera búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir þessi mót.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira