Innlent

Fjórir hand­teknir í tengslum við and­lát í kjöl­far á­taka í Hafnar­firði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Átökin áttu sér stað á bifreiðastæðinu við Fjarðarkaup á miðnætti. Þa var verslunin eðli máls samkvæmt lokuð og fáir á ferli á tómlegu bílastæðinu.
Átökin áttu sér stað á bifreiðastæðinu við Fjarðarkaup á miðnætti. Þa var verslunin eðli máls samkvæmt lokuð og fáir á ferli á tómlegu bílastæðinu. Googlemaps

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni barst henni tilkynning rétt fyrir miðnætti í gær um átök á bifreiðastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hólshrauni. Lögregla hélt þegar á vettvang og fann þolandann, sem var fluttur á slysadeild.

Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Fjórir voru handteknir í kjölfarið.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri staðfestir í samtali við fréttstofu að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna atviksins. Hún sagðist ekki vita til þess að vopnum hafi verið beitt við árásina. Hún gat ekki veitt frekari upplýsingar um málið.

Í tilkynningunni segir að rannsóknin sé á frumstigi og að ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×