Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 21. apríl 2023 18:54 Tilkynnt var um átök á bílastæðinu við Fjarðarkaup laust fyrir miðnætti í gær. Þolandi var fluttur á slysadeild þar sem hann lést skömmu siðar. Vísir/Margrét Björk Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. Karlmaðurinn var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Hann var með fleiri en einn stunguáverka eftir árásina. Grímur Grímsson staðfesti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að handteknu væru „undir tvítugu,“ án þess að tilgreina nákvæman aldur. Spurður hvort barnaverndarnefnd hafi komið að málinu segir hann: „Sé að um að ræða sakhæfan einstakling á bilinu 15-18 ára, það er að segja áður en hann verður sjálfráða, þá er það unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld, já.“ Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Vitni tilkynntu árásina til lögreglu Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í dag og búið sé að yfirheyra þá sem voru handteknir: „Við teljum okkur vera búnir að fá nokkuð ljósa mynd af því sem gerðist.“ Hann segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um tengsl mannanna. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að engin tengsl virðast hafa verið á milli mannanna. Grímur segist ekki getað svarað því hvað hafi búið að baki en ráðist var í handtökur í gærkvöldi og í nótt. „Það voru vitni að árásinni sem tilkynntu til lögreglu. Við höfum verið að reyna að afla [myndbandsupptaka] í dag, hvort það séu upplýsingar í öryggismyndavélum í nágrenninu og það hefur gefist ágætlega. Það eru einhverjar myndir til, já.“ Hann segir ekkert benda til þess að atvikið tengist öðrum málum sem nýlega hafi komið inn á borð lögreglu, til dæmis varðandi ólgu í undirheimum. Grímur segir að hinir fjórir handteknu hafi allir verið Íslendingar. Í kvöldfréttum RÚV kemur fram að hinn látni hafi verið pólskur. Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Karlmaðurinn var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Hann var með fleiri en einn stunguáverka eftir árásina. Grímur Grímsson staðfesti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að handteknu væru „undir tvítugu,“ án þess að tilgreina nákvæman aldur. Spurður hvort barnaverndarnefnd hafi komið að málinu segir hann: „Sé að um að ræða sakhæfan einstakling á bilinu 15-18 ára, það er að segja áður en hann verður sjálfráða, þá er það unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld, já.“ Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Vitni tilkynntu árásina til lögreglu Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í dag og búið sé að yfirheyra þá sem voru handteknir: „Við teljum okkur vera búnir að fá nokkuð ljósa mynd af því sem gerðist.“ Hann segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um tengsl mannanna. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að engin tengsl virðast hafa verið á milli mannanna. Grímur segist ekki getað svarað því hvað hafi búið að baki en ráðist var í handtökur í gærkvöldi og í nótt. „Það voru vitni að árásinni sem tilkynntu til lögreglu. Við höfum verið að reyna að afla [myndbandsupptaka] í dag, hvort það séu upplýsingar í öryggismyndavélum í nágrenninu og það hefur gefist ágætlega. Það eru einhverjar myndir til, já.“ Hann segir ekkert benda til þess að atvikið tengist öðrum málum sem nýlega hafi komið inn á borð lögreglu, til dæmis varðandi ólgu í undirheimum. Grímur segir að hinir fjórir handteknu hafi allir verið Íslendingar. Í kvöldfréttum RÚV kemur fram að hinn látni hafi verið pólskur.
Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53