„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2023 11:30 Dagbjört Dögg Karlsdóttir Vísir/Hulda Margrét Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld. „Taugarnar eru bara mjög góðar. Ég er mjög spennt fyrir þessu og býst við hörkuleik. Þær í Keflavík horfa líklega á þetta sem duga eða drepast leik og við ætlum að gera það sama. Við mætum dýrvitlausar í kvöld,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Við erum mjög gíraðar eftir síðustu tvo leiki en reynum að halda jafnvæginu í góðu lagi og fara ekki of hátt. Við vitum hvað er í boði í kvöld en hugsum ekki út í það fyrr en leikurinn klárast, ætlum að halda einbeitingu.“ Hitti úr öllum skotunum í síðasta leik Valur vann síðasta leik 77-70 að Hlíðarenda gegn deildarmeisturunum og höfðu áður unnið 69-66 sigur í fyrri leik liðanna á heimavelli Keflavíkur. Dagbjört steig upp hjá Valskonum í síðari leiknum þar sem hún var stigahæst með 19 stig en það sem vakti mesta athygli var 100 prósent skotnýting hennar. Dagbjört tekur eitt af sjö skotum sínum í síðasta leik, sem öll fóru rétta leið.Vísir/Hulda Margrét Öll þrjú tveggja stiga skot hennar fóru niður, öll fjögur þriggja stiga skotin og eina vítið sem hún tók. Aðspurð hvort hún ætli ekki að endurtaka leikinn í kvöld segir Dagbjört: „Það eru einmitt margir búnir að spyrja mig hvað ég gerði fyrir þann leik sem ég geri ekki fyrir aðra, en það koma bara stundum svona leikir og það gerðist í síðasta leik. Við erum með það breiðan hóp að það er ekkert nauðsynlegt að maður eigi svona leik í hverjum einasta. Við sjáum hvað gerist og það kæmi ekki á óvart að aðrar myndu stíga upp í kvöld.“ Hún segir Valskonur þá stefna á sigur í kvöld, að klára einvígið og titilinn. „Það er lítið annað í boði. Við horfum á þetta eins og þetta sé bikarleikur, það er að duga eða drepast. Við mætum brjálaðar í kvöld og auðvelt að gíra sig fyrir svona leiki þegar Íslandsmeistaratitill í boði,“ segir Dagbjört. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19:15 en Hörður Unnsteinsson og sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi hefja upphitun klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
„Taugarnar eru bara mjög góðar. Ég er mjög spennt fyrir þessu og býst við hörkuleik. Þær í Keflavík horfa líklega á þetta sem duga eða drepast leik og við ætlum að gera það sama. Við mætum dýrvitlausar í kvöld,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Við erum mjög gíraðar eftir síðustu tvo leiki en reynum að halda jafnvæginu í góðu lagi og fara ekki of hátt. Við vitum hvað er í boði í kvöld en hugsum ekki út í það fyrr en leikurinn klárast, ætlum að halda einbeitingu.“ Hitti úr öllum skotunum í síðasta leik Valur vann síðasta leik 77-70 að Hlíðarenda gegn deildarmeisturunum og höfðu áður unnið 69-66 sigur í fyrri leik liðanna á heimavelli Keflavíkur. Dagbjört steig upp hjá Valskonum í síðari leiknum þar sem hún var stigahæst með 19 stig en það sem vakti mesta athygli var 100 prósent skotnýting hennar. Dagbjört tekur eitt af sjö skotum sínum í síðasta leik, sem öll fóru rétta leið.Vísir/Hulda Margrét Öll þrjú tveggja stiga skot hennar fóru niður, öll fjögur þriggja stiga skotin og eina vítið sem hún tók. Aðspurð hvort hún ætli ekki að endurtaka leikinn í kvöld segir Dagbjört: „Það eru einmitt margir búnir að spyrja mig hvað ég gerði fyrir þann leik sem ég geri ekki fyrir aðra, en það koma bara stundum svona leikir og það gerðist í síðasta leik. Við erum með það breiðan hóp að það er ekkert nauðsynlegt að maður eigi svona leik í hverjum einasta. Við sjáum hvað gerist og það kæmi ekki á óvart að aðrar myndu stíga upp í kvöld.“ Hún segir Valskonur þá stefna á sigur í kvöld, að klára einvígið og titilinn. „Það er lítið annað í boði. Við horfum á þetta eins og þetta sé bikarleikur, það er að duga eða drepast. Við mætum brjálaðar í kvöld og auðvelt að gíra sig fyrir svona leiki þegar Íslandsmeistaratitill í boði,“ segir Dagbjört. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19:15 en Hörður Unnsteinsson og sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi hefja upphitun klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.
Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira